Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 24.05.2017, Qupperneq 13
Á upphafsdögum gossins í Eyjafjallajökli, meðan ein­göngu gaus á Fimmvörðu­ hálsi, ákvað ég og þrír aðrir að stofna ferðaskrifstofu sem mundi sérhæfa sig í móttöku erlendra gesta. Ég byggi á áratuga reynslu úr ferðaþjónustu og tveir hluthafanna eiga og reka ferðaskrifstofu í Hol­ landi sem sérhæfir sig í Íslands­ ferðum. Við töldum okkur hafa góðan grunn og að eldgosið yrði okkur ekki til mikilla trafala. Sem ekki varð, heldur hefur mestum vandræðum valdið hvað rekstr­ arumhverfið er óstöðugt. Óstöðug­ leikann má kalla manngerðar ham­ farir og eru að hluta til af völdum stjórnvalda. Það sem ferðaskrifstofa eins og okkar gerir, er að velja þjónustu­ framboð frá öðrum innlendum fyrirtækjum, eins og gistingu, mat, bílaleigubíla og afþreyingu, raða því saman og selja sem einn pakka. Það skiptir okkur því ekki máli á hvaða þjónustuþátt ferðaþjónust­ unnar skattar og álögur eru lagðar, það endar í heildarverði pakkanna okkar. Frá þeim tíma þegar mitt fyrir­ tæki var stofnað árið 2010 höfum við farið í gegnum fjórar skatta­ breytingar í okkar rekstrar­ umhverfi. Ef af verður að færa ferðaþjónustu í efra þrep virðis­ aukaskatts á miðju ári 2018 og lækka svo það þrep í ársbyrjun 2019, þá verða skattbreytingar orðnar sex, þ.e. breyting á hverju ári frá 2015 til 2019. Þessar breytingar eru: l Innleiðing gistináttagjalds árið 2012. l Árið 2015 breyttist prósenta virðisaukaskatts á t.d. gistingu úr 7% í 11% (og fyrirvarinn var um tvær vikur). l Árið 2016 innleiðing virðisauka­ skatts á alla þætti ferðaþjónustu að innanlandsflugi og ferjusigl­ ingum undanskildum. l Árið 2017 hækkun á gistinátta­ gjaldi frá 1. september 2017. l Árið 2018 flutningur flestra þátta ferðaþjónustu í efra þrep virðis­ aukaskatts á miðju ári. l Árið 2019 breyting á prósentu virðisaukaskatts. Allar þessar skattabreytingar, ásamt kostnaðarhækkunum á borð við launahækkanir, skila sér beint út í verð á ferðum okkar sem viljum stunda heiðarleg viðskipti og fara að lögum og reglum. Það hefur lengi verið um talað að töluvert sé af svartri starfsemi í ferðaþjónustu. Aðilar komist upp með að bjóða þjónustu sína á eigin heimasíðum og erlendum sölu­ síðum, án þess að vera með tilskilin leyfi og án þess að skila virðisauka­ skatti. Ég var ein þeirra sem studdu það að öll ferðaþjónusta færi inn í virðisaukaskattskerfið í ársbyrjun 2016. Vonir stóðu til að þá yrði fastar tekið á leyfislausri starfsemi. Því miður er ekki að sjá nein áform um það, heldur ýtir fyrirhuguð tvö­ földun á virðisaukaskatti stórum hluta ferðaþjónustu enn frekar undir muninn á þeirri þjónustu sem seld er „svart“ og þjónustu okkar sem viljum vinna í samræmi við lög. Fyrir erlendan ferðamann sem vafrar um netið og skipuleggur Ferðaþjónusta – frá eldgosi til hamfara af mannavöldum Unnur Svavarsdóttir framkvæmda- stjóri GoNorth Travel sína Íslandsferð, er það ekki auð­ greinanlegt hvaða aðilar skila sínum sköttum og hverjir starfa ólöglega utan íslensks skattkerfis. Einföldun skattkerfis er nefnt sem rök fyrir tvöföldun virðisauka­ skattsins, en þetta verður ekki ein­ földun fyrir okkar rekstur. Hefðbundin ferð um Ísland samanstendur af mörgum þjón­ ustuþáttum, bílaleigupakki inni­ felur til dæmis: bílaleigubíl (nú í 24% vsk.), gistingu (11% vsk.), kvöldverð á veitingahúsi (11% vsk.), innanlandsflug (0% vsk.). Þarna erum við að vinna með þrjú þrep virðisaukaskatts. Eins og fyrirhugaðar breytingar hafa verið kynntar þá verður skattainnheimta okkar eftir 1. júlí 2018: bílaleigubíll (nú í 24% vsk.), gisting (24% vsk.), kvöldverður á veitingahúsi (11% vsk.), innanlandsflug (0% vsk.), áfram þrjú þrep. Í hverju felst ein­ földunin? Ég óttast að tvöföldun á virðis­ aukaskatti á stóran hluta ferða­ þjónustunnar geri verðmuninn á ferðum frá löghlýðnum fyrirtækj­ um og þeim óskráðu og leyfislausu það mikinn að kaup á Íslandsferð­ um færist nærri öll yfir í skuggahag­ kerfið og til leyfislausra aðila sem ekki skila sköttum, þar með talið virðisaukaskatti. Lokaútkoman verði minni tekjur ríkisjóðs. SMÁTÓMATAR Þræðið upp á spjót. Penslið með mangó chutney og grillið þar til brúnast. Grillaðu grænmeti eins og meistari með hjálp myndbandanna okkar á islenskt.is S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 2 4 . M A í 2 0 1 7 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E C -E 6 6 0 1 C E C -E 5 2 4 1 C E C -E 3 E 8 1 C E C -E 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.