Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 22
Sjálfboðaliðar frá Empower Nepali Girls heimsækja skólastelpurnar reglulega til Nepal. Útivistardagurinn Mitt eigið Everest fer fram á morgun, uppstigningardag, við Úlfarsfell í Mosfellssveit. Þar ætla þátttakendur að labba upp á Úlfarsfell, eins oft og hver vill, og um leið að styrkja gott málefni. Það er nýlega stofnuð Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls sem skipuleggur daginn en samtökin hafa það markmið að efla og styðja ungar stúlkur í Nepal, þá helst með því að veita skólastyrki og annan stuðning til stúlkna sem annars myndu ekki fá tækifæri til að mennta sig. Markmið útivistardagsins er tvíþætt, að sögn Guðrúnar Hörpu Bjarnadóttur, formanns Íslands­ deildar Empower Nepali Girls. „Í fyrsta lagi er þetta fjáröflunar­ viðburður fyrir Empower Nepali Girls samtökin. Peningum er safnað annars vegar með skrán­ ingargjöldum og styrkjum, og hins vegar með áheitasöfnun eins og við þekkjum frá Reykjavíkurmara­ þoninu.“ Í öðru lagi er markmiðið að hvetja fólk til hreyfingar og úti­ vistar, segir Guðrún. „Hugmyndin er að hver og einn finni sitt eigið Everest. Þá meinum við að hver og einn finni sitt markmið, skori á sjálfan sig og fjölskylduna og færi sig örlítið út fyrir þægindaramm­ ann. Fyrir einhverja getur það verið áskorun að ganga eina ferð á Úlfarsfellið eða ganga þar með börnin sín. Fyrir aðra getur verið skemmtilegt markmið að ganga ákveðinn fjölda ferða á fellið.“ Tónlist og veitingar Allur ágóði af söfnuninni verður sendur til Empower Nepali Girls samtakanna sem sjá um að koma fjármunum á rétta staði, að sögn Guðrúnar. „Það kostar að meðal­ tali um 20.000 kr. fyrir barn að stunda nám í grunnskóla í Nepal. Fyrir þá upphæð er hægt að greiða skólagjöld, ritföng, skólabúning og fleira sem til þarf. Samtökin styrkja nú yfir 280 börn til náms í mismunandi þorpum víðsvegar um landið.“ Dagurinn hefst kl. 9 og stendur yfir til kl. 23 en Guðrún gerir ráð fyrir að flestir verði á ferðinni milli kl. 12 og 16. „Við höfum heyrt af einhverjum sem ætla að ganga í allt að 14 klukkustundir. Það er sá tími sem tekur að meðaltali að ganga á Hvannadalshnjúk sem er markmið margra þeirra sem stunda fjallgöngur. Við gerum þó ráð fyrir að flestir taki eina til tvær ferðir og þá væri gaman að sem flestir þeirra væru á ferðinni á svipuðum tíma til að sem mest orka myndist í fjallinu. Því höfum við hvatt fólk til að koma og ganga milli kl. 12 og 16 og vonumst eftir mikilli stemningu á þeim tíma.“ Tjöld vera sett upp í „grunnbúð­ um“ við rætur Úlfarsfells en gengið verður upp hjá Leirtjörn sem er Úlfarsárdalsmegin við fjallið. „Þar mun tónlist óma og léttar veitingar verða í boði fyrir göngugarpa. Gönguleiðin sjálf verður síðan skreytt marglitum bænaflöggum frá Nepal.“ Heilluðust af Söru Íslandsdeild Empower Nepali Starri Freyr Jónsson starri@365.is Framhald af forsíðu ➛ Girls var stofnuð í byrjun mars og er markmið hennar eingöngu að afla fjár fyrir samtökin til að auðvelda þeim það góða starf sem þau vinna í Nepal, segir Guðrún. „Stofnfundurinn var haldinn í Háskólanum í Reykjavík þar sem Sara Safari heimsótti okkur og sagði sögu sína og samtakanna í máli og myndum.“ Sara er írönsk og búsett í Banda­ ríkjunum. Hún setti sér það mark­ mið að ganga á Everest árið 2015 í þeim tilgangi að afla fjár og vekja athygli á Empower Nepali Girls. Hún var stödd á miðjum Khumbu­ skriðjöklinum þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir landið og komst hún við illan leik upp í fyrstu búðir þar sem hún beið björgunar í tvo sólar­ hringa. „Við heilluðumst af frásögn Söru af Everest ferðinni og starfi samtakanna. Því ákváðum við að þó það væri ekki minnsti mögu­ leiki á að við myndum nokkurn tíma klífa Everest þá hlytum við að geta fundið okkar eigið Everest til að takast á við og vekja þannig athygli á starfi samtakanna.“ Skráning á viðburðinn fer fram með greiðslu skráningargjalds, 5.900 kr., fyrir hverja fjölskyldu óháð fjölda barna. Tengill inn á skráningarsíðuna er á Facebook­ síðu viðburðarins (Mitt eigið Everest). „Áheitasöfnunin fer fram í gegnum síðu sem heitir Crowd­ rise en það er síða sem skipuleggj­ endur margra stórra viðburða nota til fjáröflunar. Slóðin á viðburðinn er www.crowdrise. com/mitteigideverest en undir viðburðinum hafa nokkrir göngu­ hópar og fyrirtæki stofnað lið sem keppa innbyrðis um árangur í söfnun framlaga. Cintamani hefur síðan gefið glæsileg verðlaun sem veitt verða þeim þremur einstakl­ inum sem safna hæstu framlög­ unum í sínu nafni svo til mikils er að vinna.“ Í þorpinu Borang voru samtökin með sérstaka aðstoð í kjölfar jarðskjálftanna til viðbótar við skólastyrkina. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. hollur kostur á 5 mín. Plokkfiskur 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . m a Í 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E C -F A 2 0 1 C E C -F 8 E 4 1 C E C -F 7 A 8 1 C E C -F 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.