Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 44
100% JAFN HITIBETRI STJÓRN Á HITA 0:00 STYTTRI ELDUNARTÍMI Í ALLRI VEÐRÁTTU MINNI GASNOTKUN ENGAR ELDTUNGUR SAFARÍKARI MATUR CHAR-BROIL TITAN GASGRILL Grillflötur 670x485 mm 3 brennarar 189.000 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 420x440 mm 2 brennarar 69.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Grillflötur 670x470 mm 3 brennarar 109.900 KR. CHAR-BROIL BIG EASY Steikarofn, reykofn og grill 54.900 KR. P IP A R \ TB W A • S ÍA • 1 71 89 1 CHAR-BROIL GÆÐAGRILL TAKTU ÞÁTT Í LEIKNUM Á FACEBOOK! – þú gætir unnið glæsilega Big Easy grillið sem bæði steikir, reykir og grillar! Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu. facebook.com/charbroilisland/ Eva Dögg SigurgEirSDóttir Eigandi tiska.is „Já, ég er komin með kort. Ég nýtti mér stundum Costco þegar ég bjó í USA fyrir 20 árum og fannst fínt að geta keypt matvörur og aðrar heimilisvörur í magni. En það krefst skipulags að versla í Costco, Íslendingar eiga eftir að læra á verslunina og fólk með stór heimili á eftir að spara helling. Ég er sjálf með stórt heimili og hlakka til að geta sparað. Ég er ánægð með komu Costco og held að þetta sé hollt fyrir samkeppnina og við- skiptalífið á Íslandi. Ég verð kannski ekki daglegur gestur þarna en þetta er svona verslun sem maður fer í kannski tvisvar í mánuði. Ég hugsa samt að Costco verði nýja uppá- haldsbensínstöðin mín. Og það er ótrúlega hressandi að sjá verðið sem þeir eru að bjóða upp á í raf- vörum og slíku. Tek Costco fagnandi alla leið.“ Hvað finnst þeim um komu Costco? Það virðast allir hafa skoðun á komu Costco til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Friðrik ÁlFur MÁnaSon Pönkari „Ég hef enga skoðun á þessu þannig séð, nema mér finnst alveg út í hött að hafa beina útsendingu frá opnuninni í fréttunum. En þetta er bara búð. Eina sem ég vona er að þetta verði til þess að það verði verðlækkun á markaðinum, en ég hef þó enga trú á að það gerist. Ég hef trú á að mafían taki völdin þarna eins og annars staðar. Ef þetta hristir upp í markaðinum, þá er þetta gott mál.“ Sigrún MagnúSDóttir Þjóðfræðingur og fyrrvErandi umhvErfisráðhErra „Skoðun mín á Costco hefur raun- verulega ekkert breyst síðan var haft við mig viðtal fyrir um þremur árum. Þá fagnaði ég samkeppninni sem fylgir komu Costco og taldi að það væri bara nauðsynlegt inn á matvörumarkaðinn eins og hann er orðinn á Íslandi. En hins vegar varaði ég við að Costco væri að fara að flytja inn ófrosið kjöt. Og þar tel ég að ég hafi rutt brautina, því mér sýnist þetta vera það sem margt fólk talar um núna. Síðan varð ég um- hverfisráðherra og ég var hreykin af því að hafa haft þessa skoðun áður en einhver titill sagði mér að ég ætti að hafa skoðun. Þetta stendur alveg, en þetta var afbakað á sínum tíma og það leit út fyrir að ég væri alveg á móti Costco en það var ég ekki,“ segir Sigrún sem mun ekki fá sér Costco-kort. „Ég sé enga ástæðu til þess þar sem ég er ekki að kaupa inn í stórum skömmtum. Rangá hefur nægt mér hingað til og nægir mér enn þá.“ rangÁ HEFur nægt Mér Hingað til og nægir Mér Enn þÁ. StEinþór HElgi arnStEinSSon viðburðastjóri CCP „Ég er skammarlega mikill áhuga- maður um tilboð og góð verð, og hef alltaf verið. Er meira að segja stundum kallaður Steini Coupon af nánum vinum. Ég hlakka aðallega bara til að sjá vöruúrvalið og hvað verður í boði sem maður hefur ekki áður séð á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að lífrænum vörum. Og ef þau eru með hreinsiefni sem nær steinefnum af sturtugleri verð ég frekar sáttur. Geri samt ekki ráð fyrir mörgum ferðum á mánuði og er frekar slakur yfir þessu.“ HilDur kriStín StEFÁnSDóttir söngkona „Nei, ekki enn þá. ég hef alltaf ætlað að gera það [fá mér kort í Costco], er samt engin múgæsingar- manneskja þannig að ég geri það bara einhvern tímann í rólegheitun- um þegar ég nenni. Ég er sko sökker fyrir amerísku snakki og nammi þannig að ég sé mig fyrir mér fara yfir um í þeirri deild – og kannski snyrtivörudeildinni líka. Annars langar mig aðallega bara í kortið til að geta spókað mig um þarna, keypt eitthvað sem mig vantar alls ekki og verið með í þjóðfélagsum- ræðunni. Mig langar líka mjög mikið að klappa 500.000 króna gullfílnum, það eitt er kortsins virði.“ lína Birgitta bloggari „Nei, ég er ekki komin með Costco- kort, en mig langar í það. Málið er, að maður er svo klikkaður, að um leið og maður fór að sjá snöpp frá fólki þá sá maður að það er bara allt til þarna. Þannig að maður vill einhvern veginn taka þátt í geð- veikinni.“ Það hefur varla farið fram hjá neinum að Costco er komið til Íslands. Af því tilefni fór Lífið á stúfana og spurði nokkra einstaklinga um skoðun þeirra á komu verslunarinnar til landsins og hvort þeir væri komnir með kort. Flestir virðast vera spenntir. 2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R28 l í f I Ð ∙ f R É T T a B l a Ð I Ð Lífið 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E D -0 4 0 0 1 C E D -0 2 C 4 1 C E D -0 1 8 8 1 C E D -0 0 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.