Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 38
TónlisT ★★★★★ Kammersveit Vínar og Berlínar flutti verk eftir Haydn og Mozart. Einleikarar: Gautier Capuçon, Rainer Honeck og Noah Bendix- Balgley. Eldborg í Hörpu föstudaginn 19. maí Nokkrar erlendar sinfóníuhljómsveit- ir hafa sótt okkur heim eftir að Harpa var opnuð. Sú fremsta var án efa Berl- ínarfílharmónían, en hinar hafa líka verið magnaðar. Mjög sérstakt er að fá að njóta tónlistarflutnings svona frá- bærra hljóðfæraleikara. Það skapar ákveðna lotningu, kannski eins og að verða vitni að yfirnáttúrulegu fyrir- bæri. Manni líður eins og Superman sé stiginn niður af himnum. Á föstudagskvöldið mætti Super- man í líki Kammersveitar Vínar og Berlínar. Hljómsveitin saman- stendur af meðlimum Fílharmóníu- hljómsveitanna í þessum borgum. Hljómsveitirnar hafa lengi verið keppinautar en svo fundu þær sam- vinnugrundvöll eftir að Sir Simon Rattle stjórnaði þeim báðum á fimm- tugsafmælinu sínu fyrir tólf árum. Líkt og nafnið ber með sér er þetta lítil hljómsveit, hún telur tuttugu manns, og þar af eru fjórtán strengjaleikarar. Yfirlýst markmið hennar er að sam- eina fínleika kammertónlistar annars vegar og tignarleika sinfónískra verka hins vegar. Segja má að það hafi tekist á tón- leikunum sem hér um ræðir. Fyrsta verkið á dagskránni var hin svonefnda Eldsinfónía (nr. 59) eftir Haydn. Ekki er vitað af hverju hún ber þetta nafn, en talið er að hún hafi fyrst verið leik- in undir leikriti sem hét Eldsvoðinn. Víst er að tónlistin er býsna leikhús- leg, hún er myndræn og full af drama. Hljómsveitin lék hana ótrúlega vel. Hún var svo samtaka að það jaðraði við fullkomnun. Smæstu smáatriði voru mótuð af einstakri kostgæfni. Hröðustu tónahlaup voru gríðarlega nákvæm og glæsileg, heildarhljómur- inn þéttur, fókuseraður og stór. Næst á dagskránni var annað verk eftir Haydn, sellókonsert í C-dúr. Þar var einleikari hinn franski Gautier Capuçon. Nú er alltaf vafasamt að fullyrða að einhver sé „bestur“ en segj- ast verður eins og er að varla er hægt að hugsa sér betri sellóleik. Hvílíkt vald yfir hljóðfærinu! Hraðar nótna- runur voru yfirmáta hnitmiðaðar og meitlaðar. Tónmyndunin var safarík og munúðarfull, túlkunin þrungin ástríðum og skáldlegu innsæi. Þetta var ógleymanlegur flutningur. Ekki síðri var fiðlueinleikur Rainer Honeck og Noah Bendix-Balgley í svokölluðum Concertone (stórum konsert) KV 190 eftir Mozart. Þetta er æskuverk og ristir ekki eins djúpt og konsertinn eftir Haydn, en fiðluleik- ararnir léku af óaðfinnanlegri fágun, auk þess sem hljómsveitin spilaði af smekkvísi og yfirburðum. Loks var á dagskránni Passíusin- fónían (nr. 49) eftir Haydn. Hún er álitin hafa verið samin til flutnings á föstudeginum langa. Fyrir bragðið er hún tregafull og gædd trúarhita sem hljómsveitin útfærði af aðdáunar- verðri fagmennsku. Samstillingin var slík að það var eins og einn maður léki. Laglínurnar voru sérlega blæ- brigðaríkar, heildarmyndin kröftug og áleitin. Það einfaldlega gerist ekki betra. Jónas Sen niðursTaða: Stórfenglegir tónleikar Kammersveitar Vínar og Berlínar. Ofurmenni í Hörpu Túlkunin var þrungin ástríðum og skáldlegu innsæi, segir meðal annars í dómnum um sellóleik hins franska Gautier Capuçon. Löng hefð er komin á það hér í Hamrahlíðinni að halda hressandi og gleðjandi dag þegar við erum að sleppa takinu á skólanum og hlaupa út eins og kálfar á vori. Við köllum hann Vorvítamín,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi Hamra- hlíðarkóranna tveggja. Kórarnir ætla að fagna komu sumars og þýð- vinda með tvennum tónleikum og annarri skemmtan í hátíðarsal skólans á morgun, uppstigningar- dag. Ókeypis er inn en á milli tón- leikanna og eftir þá verða seldar kaffiveitingar, ágóði af sölu þeirra rennur í ferðasjóð kóranna. „Það er alltaf mikill gleðigjafi að vinna með ungu fólki þó það sé ekki alltaf einfalt. Þarna verða syngjandi um 110 manns. Þetta verður rosa gaman,“ segir Þorgerður og tekur fram að allir séu velkomnir. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 14 og þeir seinni um klukkan 16. Þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra og meðal ann- ars verða flutt nokkur sumar- og ættjarðarlög sem allir ættu að geta sungið með kórunum. „Tónleikarnir standa í um klukku- tíma, hvorir fyrir sig og efnisskrá þeirra er ólík,“ segir Þorgerður. „Á þeim fyrri er alíslensk dagskrá. Þar er verið að flytja verk eftir Hróð- mar Inga, Hafliða Hallgrímsson, Jórunni Viðar, Hjálmar Ragnarsson, Jón Ásgeirsson og svo ætlum við að frumflytja verk eftir Þóru Marteins- dóttur við ljóð Einars Braga. Á seinni tónleikunum verður blanda af íslenskum og erlendum verkum. Þar erum við með málm- blásarahóp sem spilar með okkur í verki sem ég veit ekki til að hafi verið flutt á Íslandi, Viva la musica – eða Lifi tónlistin og þetta eru hljóðfæraleikarar úr kórnum. Við flytjum Davíðssálm á hebresku og líka klassískar perlur eins og Ave Verum Corpus eftir Mozart með strengjaleikurum, líka úr kórnum. Svo eru íslensk verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni og Jón Nordal og þar er líka stórt verk eftir Hjálmar. Þar frumflytjum við líka verkið Mater dolorosa eftir Gunnar Andreas Kristinsson við ljóð Þorsteins Valdimarssonar.“ Auk tónleikanna verða ýmis skemmtiatriði á dagskránni. Gest- um verður meðal annars boðið í dans við fjörugan leik salsabands Hamrahlíðarkóranna. „Við ætlum að vera í sveiflu sumarsins. Það eru krakkar úr hópnum sem spila salsa og önnur dansa og draga vonandi einhverja gesti fram á gólfið,“ segir Þorgerður glaðlega. „Einnig verður bangsa- og dúkku- spítali opinn, Gettu betur-stofa og vísinda- og tilraunastofa svo allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Ekki má gleyma sumarmarkaðin- um. Þar er til dæmis hægt að kaupa óvissufræ sem búið er að planta í potta. Fólk verður bara að bíða fram eftir sumri eftir að vita hvort upp af því kemur paprikuplanta, gulrót eða blóm. Það er mikið ímyndunarafl í gangi hér. Ég vona að okkur takist að kalla á sólina og hún verði með okkur sem lengst.“ gun@frettabladidi.is Ætlum að vera í sveiflu sumarsins Hamrahlíðarkórarnir ætla að gleðja fólk með söng, dansi og sumarmarkaði í hátíðarsal skólans á morgun. Ókeypis er inn en kaffiveitingar eru til sölu. Tónleikagestir fá að taka undir í nokkrum lögum. Hundrað og tíu manns syngja í Hamrahlíðarkórunum og Þorgerður stjórnar eins og henni einni er lagið. Mynd/KEnT láruS BJörnSSon Það eru krakkar úr HÓpnum sem spila salsa og önnur dansa og draga vonandi einHverja gesTi fram á gÓlfið. 2 4 . m a í 2 0 1 7 m i ð V i K u D a G u r22 m E n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð menning 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C E C -E 1 7 0 1 C E C -E 0 3 4 1 C E C -D E F 8 1 C E C -D D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.