Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 18
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Kaupréttur bandarískra vogunarsjóða og fjárfest-ingarbankans Goldman Sachs, sem eignuðust um 30 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu fyrir um 49 milljarða, á tæplega 22 prósenta hlut til viðbótar í bankanum gildir til 19. september næstkomandi, eða sex mánuðum eftir að tilkynnt var um kaupin. Þá var aðkoma Och- Ziff Capital Mangament að kaup- unum háð því skilyrði að Seðlabanki Íslands veitti sjóðnum óafturkallan- lega heimild til að verja fjárfestingu sína í bankanum, sem nam um 100 milljónum Bandaríkjadala, að fullu gagnvart gengisþróun krónunnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi Kaupþings til Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra og Benedikts Jóhannessonar fjármála- ráðherra þann 14. febrúar síðastlið- inn, tveimur dögum eftir að stjórn Kaupþings samþykkti tilboð þriggja fjárfesta í 22,57 prósenta hlut í Arion banka. Tilefni bréfsins var að óska eftir staðfestingu stjórnvalda á að sala á bankanum til erlendra aðila væri í samræmi við skilyrði sem voru sett þegar Kaupþingi var veitt undan- þága frá lögum um gjaldeyrismál í janúar 2016 og eins að greiða mætti fyrir hlutina með Bandaríkjadölum eða evrum. Markaðurinn fékk bréfið frá fjármála- og efnahagsráðuneyt- inu, auk annarra bréfa sem fóru á milli ráðuneytisins og Kaupþings í tengslum við kaupin í Arion banka, á grundvelli upplýsingalaga. Í svar- bréfi ráðuneytisins til Kaupþings þann 27. febrúar er staðfest, byggt á upplýsingum frá Kaupþingi og grein- ingu Seðlabankans, að salan á Arion banka ógni ekki gengis-, peninga,- eða fjármálastöðugleika. Ekki hefur áður verið upplýst í hversu langan tíma kaupréttur sjóð- anna gildir en þegar tilkynnt var um kaupin fyrir rúmlega tveimur mán- uðum sagði að þeir myndu „renna út áður en kemur að mögulegu almennu útboði á hlutum í Arion banka“. Óvíst er um tímasetningu fyrirhugaðs útboðs en stefnt hefur verið að tvíhliða skráningu á bank- anum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, sem gæti mögulega farið fram næst- komandi haust. Ef fjárfestarnir nýta sér allir kaupréttinn þá mun Kaup- þing að óbreyttu selja um 36 pró- senta hlut í gegnum hlutafjárútboð. Í bréfinu hafa upplýsingar um á hvaða gengi kauprétturinn er verið afmáðar, þar sem þær teljast varða viðskipta- og samningshagsmuni, en áður hefur komið fram að hann sé á hærra verði en greitt var fyrir bréfin í lokaða útboðinu í mars síðastliðnum. Þótt hinir fjárfestarnir að Arion banka – Taconic Capital, Attestor Capital og Goldman Sachs – hafi ekki gert það að skilyrði fyrir kaupum sínum að fá undanþágu til útgáfu gjaldmiðlaskiptasamninga, þá kemur fram í bréfinu að ef Seðlabankinn samþykkti beiðni Och-Ziff, sem var upphaflega óskað eftir 23. desember 2016, þá myndi sú heimild um leið ná til allra í kaupendahópnum. Tíu dögum síðar tilkynnti Seðlabankinn að hann teldi nú forsendur fyrir hendi til að veita tilteknar undanþágur vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Kaup Och-Ziff á tæp- lega 6,6 prósenta hlut í bankanum gátu því gengið eftir. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að fjárfest- ing vogunarsjóðanna og Goldman Sachs sé varin samanlagt að ríflega 40 prósenta hluta gagnvart gengis- flökti krónunnar. Taconic Capital og Attestor Capital, sem keyptu hvort um sig 9,99 prósent í bankanum, eru með samninga um gengisvarnir sem nema um og yfir 40 prósentum af fjár- festingum þeirra. Fjárfesting Och-Ziff er hins vegar að langstærstum hluta varin gagnvart gengi krónunnar. Kaupin í Arion banka áttu sér tals- verðan aðdraganda. Þannig er upp- lýst um það í öðru bréfi Kaupþings til Seðlabankans og fjármálaráðu- neytisins, sem var sent 24. nóvem- ber 2016, að félagið búist við að selja samanlagt á bilinu 10 til 30 prósenta hlut í Arion banka til erlendra fjár- festa í lokuðu útboði. Á þeim tíma var gert ráð fyrir að slík sala færi fram áður en hlutafjárútboð yrði haldið á fyrri árshelmingi 2017. Fram kemur í bréfinu að auk íslenskra fagfjárfesta, sem Kaupþing hafi átt í viðræðum við vegna mögulegrar þátttöku í kaupum í lokuðu útboði, þá hafi átta erlendir aðilar skrifað undir trúnaðaryfir- lýsingar við Kaupþing vegna áhuga þeirra á að taka þátt í slíku útboði. Búið er að strika yfir nöfn þeirra fjög- urra fjárfestingarsjóða sem að lokum keyptu ekki í bankanum en í bréfinu segir að allir þessir aðilar hafi jafn- framt verið núverandi eða fyrrverandi hluthafar í Kaupþingi. hordur@frettabladid.is Vogunarsjóðir með kauprétt á 22 prósenta hlut fram í september Samkvæmt bréfi Kaupþings til seðlabankastjóra og fjármálaráðherra gildir kaup- réttur á 22 prósenta hlut í viðbót í Arion banka í sex mánuði. Aðkoma Och-Ziff var skilyrt því að sjóðurinn fengi fullar heimildir til að verja sig gegn krónunni. Í nóvember 2016 skrifuðu átta erlendir aðilar undir trúnaðaryfirlýsingar við Kaupþing vegna áhuga þeirra á að kaupa mögulega samtals á bilinu 10 til 30 prósenta hlut í Arion banka. FréttAblAðið/SteFán Vildu greiða arð fyrir sölu í lokuðu útboði Í bréfi Kaupþings til fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans í nóvem- ber 2016 er upplýst um að Arion banki sé að skoða þann möguleika að greiða út arð til þáverandi hlutahafa sem gæti gerst áður eða í tengslum við sölu á hlut í bankanum í lokuðu útboði. Fyrir þá sölu átti Kaupþing 87 prósent í bankanum en ríkið 13 prósent. Í bréfinu er búið að afmá upplýsingar um þá fjárhæð sem til stóð að greiða í arð til hluthafa en hins vegar er bent á að viðbótar eigið fé Arion banka, að teknu tilliti til 1,5 prósenta innri varúðarauka, sé um 30 milljarðar. Enn hefur ekkert orðið af þeim áformum að minnka eigið fé bankans en fram kom í fjárfestakynningu Arion banka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs að hann muni skoða hagræðingu á eigin fé, annað- hvort með arðgreiðslum eða kaupum á eigin bréfum. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings féllust á 2015 er öllum arðgreiðslum sem tengjast sölu á hlut félagsins í Arion banka ráðstafað til lækkunar á 84 milljarða skuldabréfi sem var gefið út til ríkisins. – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Innflæði fjármagns vegna fjár- festinga erlendra aðila í ríkis- skuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sér- stakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinn- flæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að inn- flæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en fjögurra pró- senta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjár- magnshafta í júní 2015. Uppsafn- að innflæði erlendra aðila í ríkis- skuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymis- tæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 pró- sent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármála- stöðugleika. Samkvæmt heimild- um Markaðarins eru það sjóðir í s t ý r i n g u Eaton Vance s e m h a f a staðið að baki fjárfestingum í ríkisskulda- bréfum á síðustu vi ku m . S j ó ð i r félagsins hafa sem kunnugt er jafn- framt fjár- fest af miklum þunga í fjölmörgum skráð- um félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjár- muni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður vænt- ingar um áframhaldandi gengis- styrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skulda- bréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu millj- arða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um þremur milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxta- greiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkis- skuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mán- uðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016. hordur@frettabladid.is Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Már Guð- mundsson, seðlabanka- stjóri Erlendur fjárfestingar- sjóður sem keypti ríkis- skuldabréf fyrir 10 milljarða í ágúst 2015 gæti í dag selt þau bréf og innleyst um 30 prósenta gengishagnað. auk þess væri hann búinn að ávinna sér um einn milljarð í vexti. 2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E D -1 2 D 0 1 C E D -1 1 9 4 1 C E D -1 0 5 8 1 C E D -0 F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.