Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 24
Í syrpunni Augnablik mynda ég fjölskyldur á heimilum sínum yfir tímabil og legg ljósmynd­ irnar saman svo þær blandast hver inn í aðra. Við það verður til mynd af svo til óbreyttu rými, þar sem samskipti og athafnir fjölskyldunnar eru skrásettar með óljósu, draugalegu yfirbragði. Myndirnar benda þannig á hverfulleika tilverunnar og verða vitnisburður um hvernig hvers­ dagslegar uppákomur geta orðið að þýðingarmiklum minningum. Stillan í myndunum vekur upp bæði fortíðarþrá og missi, tíminn stendur í stað og gefur áhorfendum bæði tækifæri og rými til að endur­ vekja hugsanir um eigin reynslu, minningar og staði.“ Svona lýsir ljósmyndarinn Charlotta Hauks­ dóttir sýningu sinni sem stendur nú yfir í Ramskram, Njálsgötu 49. Charlotta býr í San Francisco ásamt manni og börnum og segir myndefni sýningarinnar jafnvel eiga rætur sínar í söknuði eftir bernskustöðvunum. „Það er auðvitað ákveðin nost­ algía tengd Íslandi. Mér finnst ég að vissu leyti vera komin heim þegar ég keyri í gegnum hraunið frá Keflavíkurvelli,“ segir hún og bætir við að ætlunin hafi verið að ala börnin upp á Íslandi. „Ég og maðurinn minn, ásamt tveggja ára dóttur, fluttum til Íslands frá Kaliforníu í enda árs 2007, en við höfðum þá búið í San Francisco í sjö ár. Sonur okkar fæddist svo á Íslandi í maí 2008 en eftir hrunið fluttum við aftur út. Þar fór ég að hugsa um hvernig líf við myndum eiga, hvernig minningar börnin okkar myndu eignast sem yrðu ólíkar þeim sem við höfðum verið að vonast til og hversu miklu máli heimilið skiptir í lífi fjölskyldu. Hugsandi um mína eigin barnæsku þá hafði mitt æsku­ heimili mikil mótandi áhrif á mitt líf og mínar minningar. Verkin mín eru mörg hver mjög ólík í „útliti“ en þau fjalla öll á einn eða annan hátt um minningar, tíma og staði. Hvernig maður mótast af umhverf­ inu og áhrif tímans,“ segir Char­ lotta. Íslenskt landslag er henni einnig hugleikið myndefni. „Þá set ég saman myndir af mismunandi sjónarhornum en frá sama stað og raða þeim lóðrétt saman. Ég prenta myndirnar út 180 cm á hæð sem verður til þess að myndin umlykur áhorfandann. Þetta er mín leið til þess að eiga stað til að „hverfa inn í“ og finnast ég vera heima.“ Hvernig viðtökur hefur sýningin fengið? „Það kom töluverður fjöldi á opnunina og fékk ég almennt góð viðbrögð gesta. Ég held að þemað nái til margra og fólk geti tengt við og rifjað upp sínar eigin minningar við verkin. Ég vil vekja áhorfandann til umhugsunar um sitt eigið líf. Þessa stundina er ég að vinna að bók með myndum sem ég tók á Íslandi haustið 2015 yfir fjögurra mánaða tímabil út um gluggann á íbúð sem við leigðum. Á veggnum hékk segultafla þar sem ég hengdi fréttaúrklippur og persónulegar myndir. Hugmyndin var að koma með „heiminn“ inn í okkar verndaða umhverfi. Það er svo hægt að sjá tímann líða út um gluggann, þar sem haustið breytist í vetur.“ Sýning Charlottu stendur til 16. júní. Augnablik verða að minningum Ljósmyndasýning Charlottu Hauksdóttur stendur yfir í Ramskram. Myndirnar eru lagðar hver ofan í aðra og sýna daglegar athafnir fjölskyldna. Hversdagslegar uppákomur verða að þýðingarmiklum minningum. „Verkin mín eru mörg hver mjög ólík í „útliti“ en þau fjalla öll á einn eða annan hátt um minningar, tíma og staði.“ Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Charlotta Hauksdóttir opnaði ljósmyndasýninguna Augnablik í Ramskram. „Myndirnar benda á hverfulleika tilverunnar og verða vitnisburður um hvernig hvers- dagslegar uppákomur geta orðið að þýðingarmiklum minningum.“ Mynd/CHARlottA HAuksdóttiR „stillan í myndunum vekur upp bæði fortíðarþrá og missi, tíminn stendur í stað.“ „samskipti og athafnir fjölskyld- unnar eru skrásettar með óljósu, draugalegu yfirbragði.“ Úr myndabók sem inniheldur myndir teknar í sama herberginu frá sama sjónarhorni yfir fjögurra mánaða tímabil. Árstíðaskipti út um gluggann. Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is VIÐHALD OG VIÐGERÐIR Á KÆLI- OG FRYSTIKERFUM VIÐ SJÁUM UM • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - þegar gæðin skipta máli idex.is - sím 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - merkt framleiðsla • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga Álgluggar - þegar gæðin skipta máli www.schueco.is Álgluggar og hurðir Nýjar vörur frá Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili: DanSport ehf. Hægt að sjá vörur á dansport.is 4 kynninGARBlAÐ Fólk 2 4 . M a í 2 0 1 7 M i ÐV i ku dAG u R 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E C -E 6 6 0 1 C E C -E 5 2 4 1 C E C -E 3 E 8 1 C E C -E 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.