Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.05.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngu- samninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. septem- ber nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samn- inga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfs- könnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bóka- söfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkur- borgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild ann- arra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því. Allir hagnast Markmið með gerð samning- anna er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almennings- samgangna. Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi Samfylkingar- innar IS.WIDEX.COM Hlustaðu nú! Nánari upplýsingar á vefsíðunni Hagrætt í Íslandsbanka Allt frá bankahruninu 2008 hafa verið uppi háværar kröfur um að endurvekja Þjóðhagsstofnun. Þegar stjórnvöld ákváðu að leggja starfsemi hennar niður á tíunda áratugnum rökstuddi Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, ákvörðunina með því að aðrir aðilar, þar á meðal bankarnir, gætu allt eins sinnt starfseminni. Í gær var svo greint frá því að Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, væri á förum frá bankanum og greiningardeildin yrði lögð niður. Sennilegast verða tíðindin ekki til þess að draga úr áhuganum á því að endurreisa Þjóðhagsstofnun. Verðugt verkefni Píratar greindu frá því í gær að Erla Hlynsdóttir og Krist- ján Gunnarsson hefðu verið ráðin sem framkvæmdastjórar hreyfingarinnar og þingflokks- ins. Í tilkynningu segir að starf þeirra muni fela í sér vinnu með þingflokknum ásamt því að hlúa að starfsemi í grasrót og baklandi Pírata um land allt. Molaskrifari veit að með ráðningunni fá Píratar til sín úrvalsfólk. Tíminn leiðir í ljós hvort nýju fólki tekst síðan að draga úr þeirri spennu sem hefur kraumað undir yfir- borðinu hjá forystuflokknum og leiddi meðal annars til þess að breytingar voru gerðar á forystu þingflokksins í síðustu viku. jonhakon@frettabladid.is Það er ekkert sem getur fengið mann til þess að skilja alla þá mannvonsku og brjálsemi sem liggur að baki voðaverkinu í Manchester á mánudagskvöldið. Ekkert sem fær mann til þess að skilja allt það hatur og þann óendanlega heigulshátt að myrða saklaust fólk, jafnt börn sem fullorðna, í þeim tilgangi að ala á ótta, sundrungu og hatri í sam- félaginu. Það er ekkert sem réttlætir slíkan verknað og ekkert sem huggar þá sem misstu sína nánustu. Við sendum þeim og samlöndum þeirra öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur en öll heimsins huggunarorð megna ekki að sefa sorg þeirra. Þessu verður að linna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, var gestur í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í gær í tilefni af árásinni í Manchester. Eiríkur benti réttilega á að tilgangur slíkra hryðjuverkaárása væri augljós- lega að „grafa undan vestrænum samfélögum, okkar lýðræðiskerfi. Þessum opnu, frjálsu samfélögum sem byggja á mannréttindum, lýðræði, fjölbreytileika.“ En Eiríkur benti einnig réttilega á að vestræn samfélög væru föst í vítahring hryðjuverka. Hefndaraðgerðir gagnvart saklausum borgurum eru nefnilega engin lausn heldur þvert á móti olía á eld öfga og haturs. Svarið við ofbeldi er aldrei og verður aldrei meira ofbeldi. Sprengjur, sem er varpað á saklausa borgara úr herflugvélum, eru líka sprengjur. Þær drepa líka bæði foreldra og börn og ala á hatri nýrra kynslóða. Ef þessu á að linna þá verðum við að leita annarra leiða og finna önnur svör en að leita hefnda og efna til árása. Það gildir einu hvaðan illt kemur því hatur á sér ekkert heimaland fremur en kærleikurinn. Allt er þetta spurning um það sem við veljum að rækta og næra. Í því samhengi verður manni oft hugsað til Noregs og hvernig norskt samfélag brást við haturs- fullri árás heigulsins Anders Breivik á ungmennin í Útey árið 2011. Í minningarathöfn um fórnarlömb Breivik vísaði þáverandi forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, í orð ungrar stúlku í Verkamanna- flokknum sem sagði svo ógleymanlega: „Þegar einn maður getur sýnt af sér svo mikið hatur, hugsið ykkur hve mikla ást við öll getum sýnt saman.“ Þarna, aðeins örfáum dögum eftir hina skelfilegu árás Breivik, voru Norðmenn strax á réttri leið í átt að því að græða sárin og samfélagið. „Svar okkar er meira lýðræði, meira gagnsæi og meiri mannúð,“ sagði Stolt enberg líka á þessum tíma því norska þjóðin valdi ást umfram hatur og eins erfitt og það hlýtur að hafa verið, þá stendur hún sterkari eftir. Það er auðvelt að sitja inni á skrifstofu í Reykjavík, horfa út í heim í gegnum glugga fjölmiðla, og segja öðrum hvernig eigi að bregðast við árásum á borð við þá sem skall á fólkinu í Manchester. Árás sem verður aldrei aftur tekin og hefur skilið eftir sig djúpt sár í sál og hjörtum heillar þjóðar. En við getum öll vonað. Vonað að heimurinn velji að vera meira eins og Norð- menn. Velji að svara hatursfullum árásum heigulsins með kærleika hinna hugrökku. Velji ást en ekki hatur. Velji lífið. Veljum ást Ef þessu á að linna þá verðum við að leita ann- arra leiða og finna önnur svör en að leita hefnda og efna til árása. 2 4 . m a í 2 0 1 7 m I Ð V I K U D a G U R12 s K o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 2 4 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E C -D C 8 0 1 C E C -D B 4 4 1 C E C -D A 0 8 1 C E C -D 8 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.