Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 15.–17. mars 2016
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
Sama veRð í 8 áR!
Linsur fyrir
öll tækifæri
2500 kr.
Gæti verið að fá greitt fyrir
hrelliklám úr búningsklefa
n Þolendur gætu óskað þess að myndböndin verði fjarlægð en eigandinn gæti hagnast
S
undperrinn sem tók tvö
myndbönd í laumi af þremur
ungum karlmönnum í
búningsklefa Laugardals
laugar gæti verið að hagnast
persónulega á myndefninu. Eins og
DV greindi frá setti sá sem tók mynd
böndin þau inn á eina stærstu klám
síðu veraldar, en þar geta skráðir
notendur fengið greitt fyrir eigið efni
sem þeir hlaða þar inn. Nái mynd
böndin vinsældum og fái nægi
legt áhorf getur notandinn átt von á
hundruð, jafnvel þúsundum dala í
tekjur á mánuði sem tilkomnar eru
vegna auglýsingatekna.
Hægt að fjarlægja efnið
Síðan DV greindi frá málinu hefur
enginn leitað til kynferðisbrota
deildar lögreglunnar á höfuðborgar
svæðinu sem hugsanlegur þolandi.
Úrræði eru til staðar á umræddri
síðu svo fólk getur óskað eftir því
að myndefni af því verði fjarlægt, að
því gefnu að það sé þar birt án þess
vitneskju eða samþykkis. Forráða
menn vefsíðunnar benda á þennan
möguleika á upplýsingasíðu hennar,
þar sem þolendur eru beðnir um að
senda inn vefslóðina á myndbandið
og tilgreina að það hafi verið sett inn
án þeirra samþykkis og að viðkom
andi vilji að það verði fjarlægt.
Lögreglan ráðalaus
Lögreglan telur sig hins vegar ekki
hafa möguleika á að láta fjarlægja
myndefnið eins og sakir standa. „Síð
ast þegar ég vissi höfðum við ekki
fengið neinar tilkynningar um þetta
eða nokkuð um það hvaða einstak
lingar þetta væru eða viðbrögð frá
þeim. Hvort þetta séu Íslendingar
eða útlendingar eða hvað,“ segir Árni
Þór Sigmundsson, yfirmaður kyn
ferðisbrotadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Eins og fram
kom í umfjöllun DV í síðasta blaði er
annað myndbandið merkt sérstak
lega á þann veg að þar gefi að líta ís
lenska karlmenn.
Áhyggjufullur fastagestur
Einn áhyggjufullur fastagestur í
Laugardalslaug hafði samband við
blaðamann á föstudag vegna máls
ins. Óttaðist hann mjög að hann
væri einn af mönnunum þremur
sem sjást þar athafna sig nakt
ir í búningsklefanum en gat ekki
vitað það með vissu þar sem skjá
skot úr myndbandinu sem DV birti
voru gerð ógreinanleg. Blaðamaður
gat síðar gengið úr skugga um það
fyrir viðkomandi að hann væri ekki
einn þeirra, og andaði viðkomandi
skiljanlega léttar. Ljóst er að margir
fastagestir sundlaugarinnar kunna
að vera í sömu sporum.
Geta fengið greitt fyrir
heimagert efni
Þó að málið eitt og sér sé nógu
óhugnanlegt þá verður það ekki síð
ur óhugnanlegt í ljósi þess að DV
uppgötvaði að notendur á vefsíð
unni vinsælu geta hagnast persónu
lega á myndefni sem þeir hlaða þar
inn. Á vefsíðunni er þannig að finna
auglýsingu þar sem skorað er á not
endur að hlaða inn heimagerðum
kynlífsmyndböndum eða klámefni
af einhverju tagi. Er því lofað að við
komandi geti þénað allt að fimm
þúsund dali á mánuði
Eina sem notandi þarf að gera
er að stofna reikning, sér að kostn
aðarlausu, leggja til minnst tvenns
konar vottuð skilríki til staðfestingar
og hlaða síðan inn efni á síðuna. Er
sérstaklega tilgreint að notendur
fái greidda hlutdeild í auglýsinga
tekjum sem síðan hefur af mynd
bandinu þegar það er komið inn og
að þetta geti notendur hvaðanæva
að úr heiminum nýtt sér. Greitt verði
út mánaðarlega að því gefnu að við
komandi hafi áunnið sér 100 dali eða
meira í tekjur. Hversu mikið notend
ur fá ræðst síðan af því hversu vin
sælt myndbandið verður. Á upplýs
ingasíðu klámsíðunnar segir að það
geti tekið tíma að afla sér vinsælda og
áskrifenda að efninu en að notendur
geti þénað hundruð eða þúsundir
dala með „frábæru“ myndbandi. Svo
lengi sem myndbandið sé opið og
virkt og auglýsingatekjur hljótist af
því muni notandinn fá greitt af því.
Miðað við þetta kann sundperrinn
í Laugardalslaug að vera að hagnast
á því að hafa brotið gegn grunlaus
um sundgestum í karlaklefanum á
dögunum.
Þeim sem hafa áhyggjur af því
að þeir gætu verið á umræddum
myndböndum er bent á að hafa
samband við lögregluna á höfuð
borgarsvæðinu. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Hagnast á brotinu Tvö myndbönd sem sýna þrjá nakta
karlmenn í búningsklefa Laugardalslaugar er að finna á
einni stærstu klámsíðu veraldar. Síðan greiðir notendum
fyrir heimagert efni, nái það tilteknum vinsældum.
11. mars 2016
Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur
þannig þæginda og öryggis
Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara
Bílasmiðurinn hf. Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavik - sími 5672330 - www.bilasmiðurinn.is - bilasmiðurinn@b
ilasmiðurinn.is
Myndaði
karla Í
búningsklefa
n Dreift á vinsælli klámsíðu n Gengur manna á
milli hér á landi n Fjöldi myndbanda óþekktur
Sundlaugarperri
í Laugardalslaug
„
Óforsvar-
anlegt
og graf-
alvarlegt
mál
4
ekkert lát á
ofurlaunuM
Þekkir
mátt orða
n Stjórnarmenn Kaupþings fá
samtals 175 milljónir í árslaun
Milljónir
tapast
daglega
Náttúrupassinn sem gufaði upp
n Ekkert bólar á gjaldtöku n Stefnir í
enn eitt metárið í ferðamennsku
borðin of stór
fyrir héðin
11.–14. mars 2016
20. tbl. 106. árgangur
leiðb. verð 684 kr.hELGarbLað
n Skarð fyrir skildi á reykjavíkurskákmóti
n Íslandsmeistarinn neitaði að tefla
10
cM oF
Stór
2
Þorsteinn frá
hamri er heiðurs-
verðlaunahafi
DV 2016
30–35
8
12–13
alan J. carr
70 millj.
Jóhannes r.
Jóhannsson
35 millj.
Paul copley
35 millj.
óttar Pálsson
35 millj.
Karl dæmdur til
endurgreiðslu
Háttur hélt utan um eignir Karls í ýmsum fyrirtækjum
K
arl Wernersson hefur
verið dæmdur til að
endurgreiða þrota
búi eignarhalds
félags síns, Háttar ehf.,
tæpar 52 milljónir króna.
Héraðsdómur Reykjavíkur
úrskurðaði að félagið skyldi
tekið til gjaldþrotaskipta árið 2012,
en Háttur hélt utan um eignir Karls í
ýmsum fyrirtækjum, svo sem Hljóð
færahúsinu, Grand Spa og Hrossa
ræktunarbúinu Feta. Félaginu var
stefnt af Arion banka vegna skulda
stöðu þess á sínum tíma.
Í stefnu skiptastjóra kom fram að
það hafi verið mat hans að Karl hefði,
í krafti stöðu sinnar í Hætti
ehf., bæði sem eigandi og
forsvarsmaður, ákveðið að
ráðstafa fjármunum félags
ins til sín til þess að skjóta
þeim undan fullnustugerð
um skuldheimtumanna.
Karl mótmælti þessu og taldi
að ekki hefði verið sannað að um
gjafagerning hefði verið að ræða.
Í dómi héraðsdóms sem birtur var
á mánudag kemur fram að Karl hafi
millifært fjármunina, tæpar 52 millj
ónir króna, út af reikningum félags
ins og á eigin reikning. Áttu millifærsl
urnar sér stað frá júní 2009 og fram í
mars 2012. n
18 stiga hiti á
Siglufirði
Þrátt fyrir afar slæmt veður og úr
helli var hitamet slegið á Siglufirði
um helgina.
Vonskuveður gekk yfir landið
á sunnudag og aðfaranótt mánu
dags og fylgdu mikil hlýindi í kjöl
farið. Þannig fór hitinn í 17,6 stig á
Siglufirði á sunnudagskvöld.
Þetta kemur fram á bloggsíðu
Trausta Jónssonar veðurfræðings.
Þar greinir Trausti frá því að hiti
hafi farið yfir 10 gráður á 48 veður
athugunarstöðvum í byggð, af 107
stöðvum.
„Siglufjarðarhitinn er lands
dægurmet og reyndar hæsti hiti
sem nokkru sinni hefur mælst
á landinu fyrstu 26 daga mars
mánaðar,“ segir Trausti og bætir
við að þetta sé annað landsdægur
metið í mánuðinum sem þó hefur
ekki verið sérlega hlýr. Nú er svo
komið að mánuðurinn er 0,9 stig
um fyrir ofan meðallag síðustu tíu
ára í Reykjavík en 0,4 undir því á
Akureyri.
Forsetinn
hástökkvari
Traust almennings til heilbrigðis
kerfisins hefur lækkað um 14%
samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi
Gallup. Þannig
er traust
almennings
til kerfisins
46% nú. Þá
vekur athygli
að dómskerfið
lækkar einnig
verulega,
eða um 11%.
Borgarstjórn
Reykjavíkur fellur einnig töluvert
í traustkönnun Gallup og mælist
með 19%, og minnkar traustið því
um 12%.
Bankakerfið nýtur
minnsts trausts, eða 12%.
Traust almennings til
bankakerfisins stendur þó í
stað. Landhelgisgæslan nýtur
langmests trausts almennings,
eða 92% og hækkar um 11% frá
síðustu könnun. Hástökkvari
könnunarinnar er þó embætti
forseta Íslands. Það hækkar um
14% og er nú í 57%.