Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Side 27
Helgarblað 15.–17. mars 2016 Kynningarblað - Sameignin 9 Brýnt að hreinsa loftræstikerfi áður en þau skaða heilsu fólks L oftstokkahreinsunin K2 ehf. sérhæfir sig í hreinsun og sótthreinsun loftræsti- kerfa og hefur yfir áratuga reynslu af hreinsun loftræstikerfa á Íslandi. Magnús Ásmundsson, verkefnastjóri K2, segir fyrirtækið sinna einstaklingum sem og fyrirtækjum og það sé nóg að gera enda gríðar- lega mikilvægt að hreinsa loftræstikerfi reglu- lega áður en þau skaða heilsu fólks. Hreinsa myglusvepp í heimahúsum og fyrirtækjum „Við hreinsum óhreinindi og myglusvepp úr loftræsti- kerfum, hvort sem um ræðir í heimahúsum eða fyrirtækjum og stofnunum,“ segir Magnús. Magnús nefnir að fólk eigi til að hugsa of sjaldan út í að það þurfi að hreinsa loftræstikerfi reglulega sem verður til þess að raki getur safnast fyrir og myndað myglusvepp sem getur oft verið skaðlegur heilsu fólks. „Þetta gerist bæði heima hjá fólki og hjá fyrir- tækjum. Það þarf að hreinsa til dæmis fjöl- býlishús á þriggja til fimm ára fresti en það kemur mjög oft fyrir að það sé ekki gert yfir- höfuð. Kostnaðurinn sé ekki mikill við hreinsun lagna í fjölbýlishúsum en þessi aðgerð get- ur minnkað líkurnar á rakaskemmdum og myglu í lögnum heil- mikið,“ segir Magnús í framhaldinu. Þjónusta skip og veitingastaði „Við þjónustum einnig veitingastaði með því að hreinsa eldhúsaháfa en það er mikilvægt til að minnka líkur á að það kvikni í, spara rafmagn og gera umhverfi starfsmanna heilsu- samlegra og betra séu dæmi nefnd. Því er nauðsynlegt að hreinsa þá einu sinni eða oftar á ári,“ segir Magnús, en fyrirtækið býður upp á það besta sem völ er á í dag í alhliða hreinsun á eldhúsháfum. Stundum er ekki þörf á hreinsun – þetta getið þið gert sjálf Það kemur stundum fyrir að starfs- menn K2 mæta á vettvang til að hreinsa loftræstingu, til dæmis í baðherbergi í fjölbýlishúsi, og þá kemur í ljós að ekki er þörf á hreinsun. Stundum þarf bara að skrúfa túðuna úr og þrífa. En þetta geta allir gert sjálfir. Þessi aðgerð er framkvæmd í þremur skrefum: n Þú byrjar á því að skrúfa miðjuna úr. n Síðan snýrðu túðunni til að losa hana frá. n Loks skolar þú túðuna og skrúfar hana síðan aftur í. Veitingahús: Fyrir og eftir Útsog frá baði: Fyrir og eftir Lofttúða JOMA pípulagnir tryggja gæði og vönduð vinnubrögð J OMA pípulagnir er rótgróið fyrir tæki sem var stofnað árið 1971 og sérhæfir sig í al- hliða viðgerðum og breyting- um í eldri húsum; sérstaklega í endurnýjun á skolpi og í drenlagn- ingu í kringum hús. Jón Magngeirs- son, pípulagningarmeistari og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið sinna bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Tryggja gæði Hjá JOMA pípulögnum er verð ekki miðað við magntölur. „Þegar kem- ur að skolpverkefnum gerum við ávallt fast tilboð sem stendur alltaf; bara eitt fast verð og skriflegt tilboð. Verð helst því það sama í byrjun og lok verks,“ segir Jón. „Við notum að- eins PVC plaströr, þegar við skiptum út því gamla, sem eru sömu plaströr og eru sett í ný hús í dag,“ bætir Jón við. „Við erum afar vel tækjum bún- ir og getum því sinnt öllum þeim verk efnum sem koma inn á borð til okkar,“ segir hann í framhaldinu. Vönduð vinnubrögð og afbragðs þjónusta „Við leggjum mikið upp úr því að veita fyrirmyndar þjónustu og fag- mennsku þegar kemur að vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jón. „Við erum stundvísir og skilum af okkur verk- um á tilsettum tíma. Jafnframt sinn- um við viðskiptavinum strax,“ bætir hann við. Það er vert að segja frá því að allir starfsmenn Jóns hafa starf- að hjá honum í um 10 ár og því góð reynsla og mikil þekking til staðar innan fyrirtækisins. Hægt er að panta þjónustu JOMA pípulagna með því að hringja í Jón eiganda í síma 892- 4598 á kristilegum tíma. n myndir EinaraS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.