Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 36
24 Menning Vikublað 15.–17. mars 2016
Gerum við Apple vörur
iP
one í úrvali
Sérhæfum okkur í Apple
Allskyns
aukahlutir
Þ
etta er eitthvað sem mig
hefur mjög lengi langað að
gera, að sýna borgina í örlítið
hlýrra og bjartara ljósi. Það
eru fleiri hliðar á borginni en
grámi og ömurleiki,“ segir Ásgrímur
Sverrisson sem skrifar og leikstýrir
miðborgarmyndinni Reykjavík, sem
var frumsýnd á föstudag.
Myndin er lágstemmd blúsuð
rómantísk kómedía um tilvistarkrísu
kvikmyndabúðareigandans Hrings
og hrynjandi hjónaband hans og
flugfreyjunnar Elsu … Þegar ómögu-
legur og skuldum hlaðinn reksturinn
virðist ætla að draga fjölskylduna nið-
ur í svaðið þurfa þau að takast á við
ólíkar væntingar sínar til lífsins og til-
verunnar. Hún vill „eðlilegt“ líf með
öryggi, fallegu heimili og húsgögnum
en hann lifir fyrst og fremst í gegnum
heim klassískra kvikmynda.
Ásgrímur hefur, eins og aðal-
persónan, lifað í heimi kvikmynd-
anna frá barnsaldri. Hann fylgdi
pabba sínum í vinnuna hjá Ríkis-
sjónvarpinu, gerði stuttmyndir og
gaf út eigin kvikmyndatímarit. Hann
lærði kvikmyndagerð í London á
tíunda áratugnum og hefur síðan þá
unnið að ótal smærri bíóverkefnum
auk óþreytandi skrifa og umfjöllun-
ar um kvikmyndir. DV settist niður
með Ásgrími og spjallaði um Reykja-
vík, kvikmyndagerð og rómantískar
kómedíur.
Fékk að kynnast sjónvarpinu á
barnsaldri
„Þegar ég var átta ára lét mamma
okkur bræðurna skrifa hvað við vild-
um verða þegar við yrðum stórir og
ég skrifaði þrennt: landafræðingur,
hellarannsóknamaður og kvik-
myndagerðarmaður. Það var það sem
ég vildi verða,“ segir Ásgrímur sem
hefur helgað líf síðastnefnda faginu.
„Sennilega kviknaði áhuginn
af því að pabbi var einn af fyrstu
starfsmönnum sjónvarpsins. Hann
var sendur út í nám til danska ríkis-
sjónvarpsins DR til að læra og svo
vann hann ýmis störf hjá RÚV. Ég var
fæddur 1964 og sjónvarpið fór í loft-
ið 66. Þá var sjónvarpið náttúrlega
óskabarn þjóðarinnar og allir mjög
uppteknir af því. Á meðan ég var polli
fékk ég að kynnast þessum heimi og
fannst hann æðislegur,“ segir hann.
Fljótlega var hann svo farinn að
fikta sjálfur, jafnt við kvikmyndagerð
sem kvikmyndaumfjöllun.
„Ég byrjaði svona þrettán ára að
gera mínar fyrstu myndir með fé-
lögunum. Við vorum mjög duglegir,
gerðum að minnsta kosti eina eða
tvær myndir á ári og héldum því
eigin lega áfram út allan menntaskól-
ann. En ég hef líka alltaf verið í ein-
hvers konar umfjöllun um bíómyndir.
Ég gaf út skólablöð þar sem ég var að
skrifa um kvikmyndir, bæði gagnrýni
og umfjöllun. Ég gaf út mitt fyrsta
kvikmyndablað, Fókus, fjórtán ára og
dreifði því um allt land. Það kom út
eitt tölublað en reyndist síðan aðeins
of mikil vinna fyrir okkur drengina.
En okkur fannst það algjörlega sjálf-
sagt mál að við værum að gefa út
alvöru kvikmyndablað og dreifa því
um allt land. Ég rakst á þetta blað um
daginn og sá þá að ég hafði til dæmis
verið að skrifa um mynd sem allir
voru að bíða mjög spenntir eftir: Star
Wars,“ segir Ásgrímur og hlær.
Enginn eðlismunur
á stuttmynd og langri
„Ég var alltaf ákveðinn í því að gera
kvikmyndir, en fór ekki í kvikmynda-
skóla fyrr en 26 ára. Ég fór í National
Film and TV School sem er stærsti
skólinn í Bretlandi. Það tók mjög
langan tíma að komast inn í hann,
en á meðan var ég meðal annars að
vinna fyrir RÚV. Ég var líka að gera
auglýsingar, tónlistarmyndbönd og
annað slíkt.“
Og svo tuttugu árum seinna kemur
fyrsta myndin?
„Já, en mér finnst ég raunar hafa
verið að gera kvikmyndir alveg frá
1978. Ég hef gert tuttugu stuttmynd-
ir, slatta fyrir sjónvarp, starfað í dag-
skrárgerð, og svo gerðum við saman
fimm leikstjórar myndina Villiljós
árið 2001. En þetta er eitt af því sem
er svo fallegt við kvikmyndagerð og
sjónvarp. Það snýst bara um einn
hlut í grunninn: að ná skotinu. Maður
tekur eitt skot í einu, svo er mismun-
andi hvað þau eru mörg í verkefninu
og hversu flókin þau eru. En það er
bara stigs- en ekki eðlismunur. Auð-
vitað eru verkefnin mjög misflókin en
á þessu „mólekúlar-leveli“ er enginn
eðlismunur.“
Greint fólk sem er að klúðra
lífi sínu
Reykjavík er líklega flóknasta efna-
sambandið sem þú hefur smíðað með
mólekúlum kvikmyndavélarinnar, af
hverju langaði þig að gera þessa til-
teknu mynd?
„Hugmyndin var að gera borgar-
sögu um samband, um klárt og greint
fólk sem er svolítið að klúðra lífi sínu.
Maður sér þetta í eigin lífi, lífi vina og
kunningja, og það kviknaði löngun til
að takast á við þetta efni. Þetta liggur
líka mjög nálægt því sem ég hef oft
sjálfur gaman af í kvikmyndum, til
dæmis mörgum Woody Allen-mynd-
um og mörgum frönskum kvikmynd-
um, til dæmis eftir Francois Truffaut.
Þetta er auðvitað bara eitt af því sem
maður hefur gaman af, en ég fann
sterka tengingu við efniviðinn,“ út-
skýrir Ásgrímur.
Hvað ertu búinn að liggja lengi á
þessari hugmynd?
„Mun lengur en ég kæri mig um
að nefna,“ segir Ásgrímur og hlær.
„Ég var slatta af árum að dunda mér
við að skrifa þetta við og við en það
er eitt og hálft ár frá því að fórum í
undirbúning – tökur voru síðsumars
2014. Hitt hefur örugglega tekið tíu
ár eða meira. Maður tekur rispur við
og við, svo fer maður í önnur verk-
efni, svo tekur tíma að koma þessu
á koppinn. Að lokum er bara liðinn
ógnarlangur tími.“
Á þessum ógnarlanga tíma hefur
þú verið óþreytandi í því að fjalla um
og gagnrýna kvikmyndir. Er ekkert
stressandi fyrir þig að frumsýna
myndir, er ekki marga sem klæjar í
puttana að hefna sín?
„Maður verður bara að taka því
með æðruleysi. Ég er búinn að gera
myndina og hún er til sýnis. Fólki
verður bara að finnast það sem það
finnst. Ég sé ekkert rosalegan mun
á þessu, maður er bara á kafi í kvik-
myndum, hvort sem það er að fjalla
um þær eða gera þær. Ég sé þetta bara
sem tvær hliðar á sama peningi. Mér
finnst ekkert skrýtið að ég sé að gera
þetta.“
Ekki ævisöguleg
Aðalpersónan er kvikmyndaunnandi
sem virðist líða betur í heimi kvik-
myndanna en í raunheiminum. Er
þetta einhvers konar sjálfsmynd?
„Þótt það sé kannski ákveðin vís-
un í mig er þetta skáldskapur – ekki
ævisöguleg mynd. Ýmsir í kringum
mig muni kannski kannast við
ákveðna þætti þá er þetta ekki lykil-
saga, ekki um einhverjar tilteknar
persónur. En þetta er auðvitað mjög
algengt þegar fólk skapar, maður
byggir það á einhverju sem maður
þekkir, hefur ástríðu fyrir eða sterkar
tilfinningar gagnvart. Maður fer af
stað til að gera einhverri tilfinningu
skil. Svo lætur maður efnið lúta lög-
málum skáldskaparins. Því lífið er
náttúrlega ekki eins og skáldskapur.
Hann er þrengri í forminu, svo þú
þarft að sveigja hluti, búa til nýjar
aðstæður og nýjar tengingar. En það
er mikilvægt að halda í þann kjarna
sem er ástæðan fyrir því að maður
fór af stað.“
Myndin er uppfull af tilvísun-
um hingað og þangað í kvikmynda-
söguna. Þarna eru tilvísanir í Woody
Allen, Jean-Luc Godard og Truffaut,
en mann grunar að það sé aragrúi af
smærri og faldari tilvísunum. Getur
þú bent á eina?
„Já, það er til dæmis ein mjög
lúmsk tilvísun í myndina Before Sun-
rise eftir Richard Linklater. Þar er kafli
í lokin þegar leiðir hafa skilið hjá par-
inu, og þar fer hann aftur á staðina
sem þau hafa verið saman á og tekur
kyrrmyndir. Það er ekkert að gerast í
rammanum, bara nokkrar sekúndur
á hverjum stað. Þegar ég sá myndina
hugsaði ég: „djöfull er þetta flott“ og
þetta hefur setið í mér allar götur síð-
an. Ég ákvað því að kvóta svolítið í
þetta atriði í lok myndarinnar,“ segir
Ásgrímur.
Eins og svo margar íslenskar kvik-
myndir þessa dagana er aðalpersóna
Fleiri hliðar á Reykjavík en grámi og ömurleiki
n Ásgrímur Sverrisson leikstýrir sinni fyrstu mynd í fullri lengd – Reykjavík n Blúsuð rómantísk kómedía um tilvistarkrísu kvikmyndabúðareiganda
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Hefur gert kvikmyndir frá 1978 Þó að Reykjavík sé fyrsta kvikmynd Ásgríms Sverrissonar í fullri lengd hefur hann lifað og hrærst í
heimi kvikmynda og dagskrárgerðar í tæp fjörtíu ár. Mynd ÞorMar ViGnir Gunnarsson„Ég gaf út mitt
fyrsta kvikmynda-
blað, Fókus, fjórtán ára
og dreifði því um allt land.