Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 15
Fréttir Erlent 15Vikublað 15.–17. mars 2016
Gæði í merkingum
I-phone eða
Macbook með
persónulegri
merkingu
www.graf.is - s: 663-0790
Við merkjum
allt mögulegt
Eyravegi 23, Selfossi, sími 555-1314
Allt til hannyrða á einum stað
Eyravegi 23, Selfossi // 555-1
314 //
Opið virka daga 11 - 6 og lau
gardaga 11 - 2
Allt til hannyrða
Ótrúleg
t úrval
Gefum góð ráð
Zeus flytur
að heiman
Vélmenni sem faðmar fólk, eyðilegging flótta-
mannabúða og slæpt ljón
Flytur að heiman Ljónið Zeus, sem búið hefur í dýragarðinum Burgers í Arnhem í Hollandi
undanfarin fimm ár, var svæft, deyft og flutt milli landa á dögunum. Nýtt heimili Zeus verður
í dýragarðinum Sosto í Ungverjalandi. Myndir epa
Kjörgengur Þessir félagar mættu saman á kjörstað í Magdeburg í Þýskalandi á sunnudag
í sambandsríkjaþingkosningum. Þó að hundurinn hafi án efa ekki verið kjörgengur hélt hann
ró sinni og beið þolinmóður á meðan eigandi hans sinnti lýðræðisskyldum sínum.
niðurrifið Fljóttamaður stendur mitt í ónýtum flóttamannabúðum sem hafa verið brenndar
til grunna. Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að draga stórlega úr stærð flóttamannabúð-
anna í Calais, við landamæri Frakklands og Bretlands. Calais hefur í rúma tvo áratugi verið
viðkomustaður flóttamanna, en á undanförnum mánuðum hefur fjöldi flóttamanna sem þar
eiga dvalarstað margfaldast. Nú eiga þeir að færa sig um set, en spurningin er hvert?
Vinátta? Aurora Chiquot, samskiptastjóri
Aldebaran SoftBank Group, og vélmennið
Pepper, sem er í eigu fyrirtækisins fallast í
faðma á tölvuráðstefnunni CeBIT í Hanover.
rétta augnablikið Ljósmyndari EPA
náði mynd á hárréttu augnabliki í óveðri
í Bhopal á Indlandi. Talsverðar þrumur,
eldingar og mikil rigning gerði íbúum borg-
arinnar lífið leitt um helgina.
„Mér var ekki rænt“
O
fur hressa og lífsglaða sjón-
varps- og líkamsræktar-
stjarnan Richard Simmons
segir að fregnir af því að
honum hafi verið rænt og að hann sé
í sálrænu fangelsi séu stórlega ýktar.
Bandaríska dagblaðið New York
Daily News birti grein þess efnis um
helgina. Þar kom fram að á undan-
förnum tveimur árum hefði Simm-
ons svo gott sem horfið, hann svar-
aði ekki símanum, tölvupósti eða
skilaboðum og var ráðskonu hans,
Teresu Reveles, kennt um. Var hún
sögð yfirmáta stjórnsöm, en hún
býr á heimili hans.
Í yfirlýsingu á laugardag sagði
lögmaður Richards Simmons að
þetta væri með öllu rangt og ásak-
anirnar fáránlegar.
Simmons hafi einfaldlega þráð
að fá smá frið eftir 40 ára starf í
sviðsljósinu. Það þótti tortryggilegt
í ljósi aðstæðna að Simmons kaus
að svara í gegnum lögmann sinn
og því ákvað hann sjálfur að mæta
í símaviðtal á sunnudag. Þar sagðist
hann vilja frið.
„Mér var ekki rænt. Ég er bara
heima hjá mér núna. Svona vil ég
haga lífi mínu á þessum tímapunkti.
Til allra sem hafa áhyggjur af mér,
ekki hafa þær. Ef ég væri í hættu eða
ef mér liði illa myndi ég láta vita,“
segir hann og segist vera að jafna
sig eftir erfiða hnéaðgerð. n
richard Simmons segist vera hress