Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 26
Helgarblað 15.–17. mars 20168 Sameignin - Kynningarblað
Eignaumsjón: Leiðandi
í umsjón húsfélaga
T
il að verðmæti fasteignar
viðhaldist þarf að halda
vel utan um rekstur og
viðhald. Í fjölbýlishúsum
er það í höndum húsfé-
lagsins. Eignaumsjón, Suðurlands-
braut 30, sérhæfir sig í rekstrarum-
sjón hús félaga sem og í þjónustu
við félög í fasteignarekstri. Eigna-
umsjón var stofnuð árið 2001 og er
fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Ís-
landi. Áralöng reynsla og sérþekk-
ing starfsfólks Eignaumsjónar nýtist
viðskiptavinum til að leysa fjölbreytt
vandamál á faglegan og persónu-
legan hátt og sérhæfð þekking skilar
sér í að finna lausnir á flestum þeim
málum sem upp geta komið, hvort
sem um er að ræða íbúðarhúsnæði
eða atvinnuhúsnæði.
Markmið Eignaumsjónar er að
gera rekstur húsfélaga markvissari
og ódýrari og auðvelda stjórnarstörf
með því að spara tíma þeirra sem að
rekstrinum standa.
Fjármál og bókhald
Rekstrarumsjón felur m.a. í sér um-
sjón með öllu sem snýr að fjármál-
um húsfélagsins, þ.e. innheimtu,
sjóðsumsjón og bókhaldi. Það er
mikilvægt að hafa öruggt og form-
fast innheimtukerfi húsgjalda og
tryggja þannig að húsgjöld skili sér,
sem og að öll sjóðsumsjón sé í ör-
uggum höndum. Gerður er ítarlegur
ársreikningur með rekstrar- og efna-
hagsreikningi sem tryggir góða yfir-
sýn á fjármálum félagsins á aðal-
fundi.
Ákvarðanataka
Eignaumsjón veitir faglegan stuðn-
ing við að koma viðhaldsverkefn-
um áfram. Það er stór hluti af rekstri
húsfélaga að halda utan um viðhald
hússins og því mikilvægt að slíkar
ákvarðanir séu teknar faglega. Hús-
fundir eru ákvörðunarvettvangur
slíkra verkefna og hefur Eignaum-
sjón leitt fjölmörg félög í gegnum
þær.
Einnig kemur Eignaumsjón að
fjölþættri annarri þjónustu við hús-
félagið, til dæmis aðstoð við úrlausn
ágreiningsmála sem upp geta kom-
ið í fjölbýli og taka þarf fyrir á grund-
velli laga um fjöleignarhús. Þá getur
skipt sköpum að hafa hlutlausan að-
ila til að koma að slíkum úrlausnum,
það stuðlar oftast að betri og hrein-
skiptnari samskiptum íbúa.
Upplýsingagjöf mikilvæg
Við rekstur húsfélaga er afar mikil-
vægt að veita gagnlegar og ítarlegar
upplýsingar til eigenda. Til þess að
geta veitt viðskiptavinum sem bestar
upplýsingar hefur Eignaumsjón sér-
hannað öflugt upplýsingakerfi, þar
sem safnað er saman á einn stað öll-
um nauðsynlegum upplýsingum um
sérhvert félag sem er í þjónustu hjá
Eignaumsjón og þeim síðan miðlað
til eigenda í gegnum „mínar síður“ á
þjónustuvef félagsins.
Nánari upplýsingar um starfsemi
Eignaumsjónar er að finna á vef-
síðu fyrirtækisins, eignasumsjon.is.
Síminn er 585-4800. n
AK-Gler ehf. – Sérhæfing í
svalalokunum og álhandriðum
A
K-Gler er nýtt og
spennandi fyrirtæki
sem stofnað var síðsum-
ars í fyrra og sérhæfir sig
í svalalokunum og ál-
handriðum. Ægir Jónsson fram-
kvæmdastjóri segir að fyrirtækið sé
með hágæða svalakerfi sem stenst
fyllilega íslenskt veðurfar og kröfur.
Svalirnar nýtast
betur allt árið um kring
„Svalakerfið er einstaklega vel
hannað og er sterkt á allan hátt.
Einnig erum við með innflutning á
hertu gleri, álhandriðum og kross-
límdum timbureiningum til hús-
bygginga og ýmislegt fleira,“ segir
Ægir. „AK glerbrautarkerfið veitir
þann ómetanlega munað að geta
notið sólarinnar hvenær ársins
sem er. Það verndar fólk líka fyr-
ir slæmu veðri og svo er alltaf sá
möguleiki fyrir hendi að opna AK-
glerið að vild – þegar veður leyfir.
AK glerbrautarkefið bætir á áhrifa-
mikinn hátt ytra útlit heimilisins
með stílhreinum hætti og vernd-
ar svalirnar fyrir óhreinindum og
steypuskemmdum á sama tíma,
svo fá eitt sé nefnt. Þú munt svo
sannarlega njóta þess að horfa út af
svölunum með flott útsýni á meðan
þú færð þér morgunkaffið eða te-
bolla í eðlilegum stofuhita allt árið
um kring,“ segir Ægir.
Metnaðurinn liggur
í faglegri þjónustu
Við hjá AK-Gler leggjum metnað
okkar í að veita faglega þjónustu og
bjóða upp hágæða vörur, frá traust-
um framleiðendum og á góðu
verði,“ segir Ægir að lokum. Einnig
minnir hann á að allar nánari upp-
lýsingar er að finna á heimasíðunni
www.akgler.is og https://www.
facebook.com/akgler.
Ak-Gler ehf.
Hjallahrauni 9
220 Hafnarfjörður
sími: 564-0202
„Ómetanlegur munaður að geta notið sólarinnar árið um kring“