Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 15.–17. mars 2016 Þungbær brott- vísun vofir yfir H jónin Skënder og Nazmie Dega eru bæði komin með ráðningarsamning í hend- urnar og sótt hefur verið um atvinnuleyfi fyrir þau en að öllu óbreyttu verða þau og börn þeirra þrjú sótt á heimili þeirra í Hafnarfirði á miðvikudag og fjöl- skyldan send úr landi. Lögmaður, vinir og velunnarar reyna nú í ör- væntingu allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga fjölskyldunni frá brottvísun úr landi. Þungbær synjun DV hefur fjallað ítarlega um mál Dega-fjölskyldunnar frá Albaníu á undanförnum vikum en þann 24. febrúar síðastliðinn hafnaði kærunefnd útlendingamála óskum lögmanns fjölskyldunnar um frestun réttaráhrifa á þá ákvörðun Útlendinga- stofnunar að synja þeim um hæli og senda úr landi. Sú ákvörðun gerir að verkum að fjölskyldan fær ekki að vera áfram hér á landi á meðan mál sem fjölskyldan hefur höfðað á hend- ur íslenska ríkinu og Útlendingastofn- un er fyrir dómstólum. Ákvörðun kærunefndar útlendingastofnunar kom, líkt og DV greindi frá, á 11 ára af- mælisdegi Vikens, yngri sonar Dega- hjónanna. Tíðindin reyndust fjöl- skyldunni og fjölmörgum velunnurum hennar í Hafnarfirði þungbær. Vona að breyttar aðstæður geri gæfumun Síðan þá hefur það vofað yfir fjöl- skyldunni að hún verði sótt, flutt upp á Keflavíkurflugvöll í lögreglu- fylgd og henni flogið úr landi, líkt og hent hefur svo margar erlendar fjölskyldur að undanförnu og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Björg Valgeirsdóttir, lögmaður fjöl- skyldunnar, staðfestir við DV að fjöl- skyldan verði að óbreyttu send úr landi á miðvikudag næstkomandi. Hún kveðst ekki hafa fengið svör við beiðni sinni um frestun réttar- áhrifa að þessu sinni, en hún kveðst vera að reyna að fá frestun á fram- kvæmd brottvísunar með tilliti til breyttra aðstæðna. Einn þáttur í þessum breyttu aðstæðum er að nú eru hjónin, Skënder og Nazmie, bæði komin með ráðningarsamning frá vinnuveitendum í hendurnar og er umsókn um atvinnuleyfi til handa hjónunum nú í ferli að sögn Bjargar. Samkvæmt útlendingalögum getur kærunefnd útlendingamála tekið ákvörðun um að fresta fram- kvæmd brottvísunar ef sýnt er fram á að „verulega breyttar aðstæður hafi skapast frá því að ákvörðun var tekin.“ Björg kveðst ætla sér að reyna allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að fjölskyldunni verði vísað úr landi, en ef enn önn- ur synjun berst frá íslenskum stjórn- völdum í málinu vilji fjölskyldan fara sjálfviljug úr landi og á eigin kostnað, fremur en að fara í lögreglufylgd og á kostnað ríkisins. Segir fjölskyldunni ógnað Eins og fram hefur komið flúði þessi fimm manna fjölskylda heimaland sitt vegna pólitískra ofsókna, útskúf- unar og hótana sem eiga rætur sín- ar að rekja til stjórnmálaþátttöku fjölskylduföðurins, Skënders. Hann hefur lýst því, meðal annars í við- tali við DV í janúar síðastliðnum, hvernig honum og fjölskyldu hans stafi ógn af tilteknum einstakling- um vegna stjórnmálaþátttöku hans fyrir Demókrataflokkinn þar í landi á árum áður. Sökum spillingar telur hann sig ekki geta treyst á að yfirvöld í landinu geti veitt honum og fjöl- skyldu hans skjól fyrir þeim öflum. Meðferð við geðrofi í hættu Þá glímir Visar, eldri sonur Dega- hjónanna, við alvarlegan geðrofs- sjúkdóm en hann hefur loks svar- að meðferð við geðsjúkdómi sínum hér á landi og fullyrða hjónin að hann hafi ekki notið fullnægjandi og mannúðlegrar heilbrigðisþjón- ustu vegna sjúkdóms síns í Albaníu þar sem hún sé ekki til staðar. Í beiðni fjölskyldunnar um frestun réttaráhrifa í málinu sem lögð var fyrir kærunefnd útlendingamála á dögunum var meðal annars lagt fram læknisvottorð núverandi um- önnunaraðila Visars, þar sem hann mælir með því að hann verði ekki fluttur á milli meðferðaraðila, og hvað þá úr landi, meðan á með- ferð hans standi. Læknarnir mæli sömuleiðis gegn því að rof verði á meðhöndlun sjúkdómsins vegna flutnings milli landa. Þá sé afar mikil vægt að Visar njóti fulltingis fjölskyldu sinnar enda krefjist and- leg líðan hans þess að hann njóti verulegs stuðnings frá foreldrum sínum. Visar hefur, líkt og DV greindi frá, hlotið inngöngu í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Kærunefnd tók ekkert tillit til þessara aðstæðna Visars, samkvæmt úrskurðinum. „Sómi hvaða samfélags“ Yngri systkin hans, Joniada og Viken, hafa sömuleiðis stundað nám hér á landi með frábærum árangri. Joniada í Flensborg þar sem hún stefnir hraðbyri að því að útskrif- ast strax í vor, fái hún að vera áfram á landinu. Hún hefur meðal annars fengið opinberlega stuðningsyfirlýs- ingu frá skólameistara Flensborgar. „Joniada Dega væri sómi hvaða samfélags sem er og það er hörm- ung, nú þegar þúsundir Íslendinga hafa flust úr landi, að þá skuli ís- lenskt samfélag ekki búa yfir þeirri skynsemi að fagna vel menntuðu og vel gerðu fólki sem gæti lagt okkur lið, heldur vísa því burtu og út í mikla óvissu. Ég veit að ég tala fyrir hönd langsamlega flestra nemenda og starfsmanna skólans, alveg sérlega þeirra sem hafa verið í námshópum með henni og kennt henni eða unnið með hennar mál, að verði af brott- vísun fjölskyldunnar er Ísland að tapa miklu,“ sagði skólameistarinn Magnús Þorkelsson í bréfi sem hann sendi frá sér 25. febrúar síðastliðinn, daginn eftir að ljóst varð að ákveðið hefði verið að synja fjölskyldunni um að vera áfram á Íslandi meðan mál þeirra fer fyrir dóm. Afmælisveisla í skugga höfnunar Viken litli hefur stundað nám í Lækjar skóla og blómstrað þar að sögn vina og velunnara fjöl- skyldunnar sem birtu átakanlegar myndir úr afmælisveislu hans sem haldin var daginn sem ljóst varð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Það voru augljóslega blendnar til- finningar í veislunni þar sem stór og myndarleg afmælisterta, skreytt merki FH, prýddi borðið sem við sat fríður hópur vina og fjölskyldu. n n barátta Dega-fjölskyldunnar heldur áfram n Hjónin komin með vinnu en vantar leyfi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Joniada Dega væri sómi hvaða sam- félags sem er Bíður svara Björg Valgeirsdóttir, lögmaður fjölskyldunnar, reynir nú að fá frestun á fram- kvæmd brottvísunar vegna breyttra aðstæðna þeirra. Ef það næst ekki segir hún að fjölskyldan vilji fara sjálfviljug úr landi og á eigin kostnað. Komin með vinnu Hjónin eru komin með vinnu og sótt hefur verið um atvinnuleyfi. Hafnfirðingar Þessi mynd var tekin af af-mælisbarninu Viken og systur hans Joniödu með FH-afmælistertuna. Þarna voru foreldrar þeirra að fá þau tíðindi að þeim yrði vísað úr landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.