Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 15.–17. mars 2016 Verið velkomin! 20% AFSLÁTTUR af kæli- og frystiskápum Lýtalæknir grunaður um að falsa dánarvottorð n Fegurðardrottning lést eftir lýtaaðgerð n Lögreglan stöðvaði útförina tók líkið í sína vörslu L ýtalækni er gefið að sök að hafa falsað dánarvottorð feg- urðardrottningar sem undir- gekkst einfalda lýtaaðgerð hjá honum, aðgerð sem kall- ast „Chinese moustache“ eða kín- verska yfirvararskeggið. Hin brasil- íska Raquel Santos fékk meiriháttar hjartaáfall í janúar síðast liðnum, nokkrum tímum eftir að hafa geng- ist undir aðgerð hjá dr. Wagner Moraes. Í aðgerðinni fólst að fyllt var upp í hrukkur í kringum munn- inn; hrukkur sem myndast þegar fólk brosir. Að sögn news.com.au hafði konan, sem var 28 ára göm- ul, þráhyggju gagnvart útliti sínu. Hún var þeirrar skoðunar að bros- hrukkurnar væru lýti. Haft er eftir vinkonu hennar, Deboru, á vefsíðunni G1, að Santos hafi verið dauðhrædd um að deyja í lýtaaðgerð en hún hafi verið svo þjökuð af hégómagirnd að hún hefði verið til í að fórna öllu til að bæta útlit sitt. Lögregluna í Rio de Janeiro grunar að dr. Moraes hafi, þegar hann gaf út dánarvottorð konunnar, breitt yfir mistök sem hann gerði. Hann er grunaður um að hafa látið undir höfuð leggjast að spyrja hvort Santos hefði neytt einhverra lyfja sem kynnu að hafa áhrif á efnin sem hann notaði til að fylla í andlitshrukkurnar. Hann hafi ekki haft lagalegan rétt til að gefa út dánarorsök en hafi gert það til að breiða yfir þá staðreynd að hann kannaði ekki sjúkrasögu sjúklingsins. Lögreglan stöðvaði útförina Midia News greinir frá því að út- förin hafi verið stöðvuð af lögreglu sem gerði líkið upptækt. Krufning leiddi í ljós að Santos hafði reglu- lega sprautað sig með anabólískum sterum – ætluðum hrossum – til að bæta árangur sinn í ræktinni. Vitað er að sterarnir geti hækkað blóð- þrýsting verulega. Lögreglan segir skoðun hafa leitt í ljós að dr. Morares hafi ekki vitað af steranotkuninni fyrr en eftir að Santos var úrskurðuð látin. Vinsæl fyrirsæta Santos varð önnur í fegurðar- samkeppninni Musa do Brasil í fyrra. Um er að ræða eina stærstu keppni landsins auk þess sem hún var á góðri leið með að verða vinsæl fyrirsæta. Fram kemur á news.com.au að ekkillinn, Gilberto Azevedo, hafi sagt lögreglu að Santos hefði kvartað yfir hröðum hjartslætti og öndunar- erfiðleikum í kjölfar aðgerðarinnar, sem framkvæmd var á læknastofu í Niteroi, nærri Rio de Janeiro, þann 11. janúar síðastliðinn. Hún var þá flutt á annað sjúkrahús þar sem hún lést nokkrum stundum síðar, eftir hjartaáfall. „Ég er þeirrar skoðunar að hún væri á lífi ef hún hefði gengist undir aðgerðina á stað sem er hæfur til að framkvæma svona aðgerðir,“ hefur Midia News eftir Gilberto Azevedo. Fjölskyldan hafði áhyggjur Fram kemur að Santos hafi farið í sína fyrstu lýtaaðgerð, brjósta- stækkun, 2014. Í kjölfarið hafi hún látið laga á sér nefið, hökuna og kinnar. „Hún reykti mikið og neytti ýmissa lyfja til að reyna að bæta útlit sitt,“ segir Gilberto Azevedo. „Hún tók lyf fyrir æfingar en einnig til að geta sofið.“ Hann er þeirrar skoðunar að vanræksla lækna hafi dregið hana til dauða. Gilberto Azevedo segist hafa hvatt konu sína til að láta af þráhyggju sinni – hún væri nógu falleg fyrir. Áhyggjur fjöl- skyldunnar af heilsufarsástandi hennar hafi hún látið sem vind um eyru þjóta. Fjölskyldan íhugar nú hvort hún eigi að stefna lækninum sem framkvæmdi aðgerðina. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Hún reykti mikið og neytti ýmissa lyfja til að reyna að bæta útlit sitt. Látin Raquel Santos neytti ýmissa lyfja og reykti í þokkabót. Mynd CEn / FaCEBook S tjórnvöld í Tyrklandi hafa greint frá því að árásar- mennirnir tveir sem sprengdu sig í loft upp í Ankara á sunnudag hafi verið með- limir PKK, Verkamannaflokks Kúr- distans. 37 létu lífið í árásinni og 100 eru særðir eftir þriðju hryðju- verkaárásina í borginni á einu ári. Þrátt fyrir þetta hefur enginn lýst ábyrgð á árásinni á hendur sér. Daesh-samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á hinum tveimur. Annar árásarmannanna var 22 ára gömul kona sem gekk til liðs við PKK árið 2013. Fólkið ók á vettvang, við versl- unarmiðstöðina Kizilay, í bifreið sem var full af nöglum og höglum. Verslunarmiðstöðin er mikilvæg samgöngum í borginni. Á síðasta sólarhring hafa her- þotur Tyrkja varpað sprengjum að- setur á PKK í Írak, alls átján skot- mörk. Forseti Tyrkja, Recep Tayyip Er dog an, hefur heitið því að kné- setja hryðjuverkamenn í landinu. Hann segir að baráttunni muni ljúka með sigri Tyrkja. astasigrun@dv.is Sprengdi sig í loft upp 22 ára kona annar árásarmanna PKK í Tyrklandi Erfið bið Ættingjar bíða frétta af ástvinum sín- um í Ankara. Mynd EPa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.