Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 15.–17. mars 2016
Mikið
úrval af
femingagjöfum
Gullkistan
Frakkastígur 10 • 101 Reykjavík
Sími: 551-3160 • gullkistan@vortex.is
M
ánaðarlaun Björgólfs
Jóhannssonar, forstjóra
Icelandair Group og
formanns Samtaka at-
vinnulífsins, hækkuðu
um 649 þúsund krónur í fyrra frá ár-
inu 2014. Á sama tíma í fyrra töluðu
Samtök atvinnulífsins (SA) fyrir
hóflegum launahækkunum á hin-
um almenna vinnumarkaði. Tóku
forsvarsmenn samtakanna, þar á
meðal Björgólfur, undir það mat
Seðlabanka Íslands að ekki væri
svigrúm fyrir meiri hækkun launa
en 3,5 prósent ellegar stæði þjóð-
félagið frammi fyrir efnahagslegri
glötun, eða því sem næst. Laun
formanns SA hjá Icelandair Group
hækkuðu um 17 prósent milli ára.
Umtalsvert meira en almennt
launafólk fékk í síðustu kjarasamn-
ingum.
Þeir lægstu fengu 7,2%
Eftir hörð átök, verkfallsaðgerðir
og mikinn rembihnút í viðræðum
fór svo að undirritaður var kjara-
samningur sem aðilar beggja vegna
borðs gátu sætt sig við þann 29. maí
í fyrra. Hann fól meðal annars í sér
að grunnhækkun launa, sem voru
300 þúsund krónur eða lægri á
mánuði, myndi nema 7,2 prósent-
um. Þessi launahækkun fer samt
stiglækkandi hjá þeim sem eru
með hærri laun en 300 þúsund og
lækkar jöfnum skrefum niður í 3,2
prósent hjá fólki með 750 þúsund
eða meira í mánaðarlaun. Launa-
maður með 290 þúsund krónur á
mánuði hækkaði við undirritun
samningsins upp í 310.880 krónur
sem gerir krónutöluhækkun upp á
20.880 krónur.
Milljóna hækkun heildarlauna
Samkvæmt ársreikningi Icelandair
Group námu árslaun forstjórans í
fyrra 53,6 milljónum, rúmlega, en
voru 45,8 milljónir árið áður. Árs-
launin hækkuðu því um tæpar
7,8 milljónir. Mánaðarlaun hans
hækkuðu úr ríflega 3.819 þúsund
krónum í 4.468 þúsund krónur.
Það gerir krónutöluhækkun upp á
649 þúsund krónur á mánuði. Þrjá-
tíufalt meira en áðurnefndur lág-
launamaður fékk í síðustu kjara-
samningum. 17 prósenta hækkun
forstjórans milli ára er sömuleiðis
talsvert umfram meðalárshækkun
launavísitölu, sem nam 7,2% í fyrra.
Eins og sjá má hér á síðunni, þar
sem DV rifjar upp nokkur ummæli
formanns SA, talaði Björgólfur
einmitt um það í ávarpi á aðal-
fundi SA í apríl 2015 að hann hefði
áður hvatt til þess að hófs væri gætt
þegar laun stjórnenda fyrirtækja og
stjórna þeirra væru ákveðin og að
allir verði að sýna ábyrgð.
Misskiptingin grasserar
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, sem í DV
í fyrra lýsti yfirlýsingum SA um að
hækkanir lægstu launa væru ógn
við efnahagslegan stöðugleika sem
„aumkunarverðum hræðsluáróðri“,
tjáði sig um frétt af launahækkun
Björgólfs á Pressunni á dögunum.
Þar tók Vilhjálmur saman lista yfir
ýmsar fréttir af því sem hann kall-
aði birtingarmyndir misskiptingar
í þjóðfélaginu og vakið hafa hörð
viðbrögð að undanförnu og sagði
meðal annars: „Á þessum fréttum
síðustu 12 mánaða kemur í ljós að
græðgin, okrið, spillingin, órétt-
lætið og misskiptingin grasserar á
fullu í íslensku samfélagi og allt á
kostnað almennings. Það sorglega
í þessu öllu saman er að þessir að-
ilar sem raka til sín auði á kostnað
alþýðunnar komast alltaf upp með
það. Þeir virðast vera búnir að læra
inn á það að það hvessir hressilega í
þjóðfélaginu í nokkra daga og síðan
lygnir á nýjan leik.“ n
„Það getur auðvitað gerst. Við erum, við
getum sagt, alveg á brúninni hvað það
varðar.“
– Eftir undirritun kjarasamninga, Vísir.is,
29. maí 2015. Spurt var hvort búið væri að
koma í veg fyrir að allt færi til andskotans
eins og SA hafði spáð.
„Við stöndum frammi fyrir kröfum um
30%–50% kauphækkanir einstakra
verkalýðsfélaga á sama tíma og efna-
hagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af
kröfunum.“
– Ávarp á aðalfundi SA 16. apríl 2015.
„En það er ekkert rými fyrir laumufarþega
sem geta rifið sig lausa frá samfélaginu.
Það fylgjast allir með og sérstök launa-
hækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega
til aukinna krafna annarra. Enda hefur
þorri stéttarfélaganna uppi svipaðar
kröfur. Og það er engin leið til að verða
við þeim.“
– Ávarp á aðalfundi SA 16. apríl 2015.
„Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé
hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja
og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök
atvinnulífsins hafa markað ákveðna
stefnu um launaþróun næstu misserin.
Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórn-
enda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það
er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun
þessa hóps frekar en annarra. Þar verða
allir að sýna ábyrgð.“
– Ávarp á aðalfundi SA 16. apríl 2015.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Hvatti til
hóflegra
hækkana
á umtals-
vert hærri
launum sjálfur
n Forstjóralaunin hækkuðu um 649 þúsund á mánuði n Varaði við
hamförum ef lægstu launin yrðu hækkuð of mikið í kjarasamningum
Hans eigin orð
Þetta sagði formaður SA í kjarabaráttunni í fyrra
Forstjórinn á
siglingu Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri
Icelandair Group og
formaður Samtaka
atvinnulífsins, hvatti
í fyrra til að hófs
yrði gætt þegar laun
stjórnenda væru
ákveðin. Þá var hann
sjálfur á umtalsvert
hærri launum en
árið áður.
Birgir vill
inn í Snaps
Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt
á í viðræðum um að ganga inn
í eigendahóp veitingastaðarins
Snaps við Þórsgötu. Fari svo
munu núverandi eigendur
Snaps, Sigurgísli Bjarnason og
Stefán Melsted, verða hluthafar
í Jómfrúnni ásamt Birgi og
Jakobi Einari Jakobssyni, fram-
kvæmdastjóra smurbrauðs-
staðarins við Lækjargötu. „Ég er
að skoða samstarf við þá félaga.
Það er ekki búið
að ganga frá
einu eða
neinu en
það verð-
ur innan
veitinga-
geirans. Ég
get ekki sagt
meira fyrr en
málin eru klár en þetta ætti að
skýrast á næstu tveimur vikum,“
segir Birgir í samtali við DV.
Birgir og eiginkona hans, Eygló
Björk Kjartansdóttir, eru meðal
annars hluthafar í Domino's
á Íslandi, djús- og samloku-
staðnum Joe and the Juice og
veitingastaðnum Gló. Jakob og
Birgir keyptu Jómfrúna í fyrra af
Jakobi Jakobssyni og Guðmundi
Guðjónssyni, stofnendum smur-
brauðsstaðarins. Þá hafa hjónin
áform um að opna veitingastað
undir merkjum Hard Rock við
Lækjargötu, við hliðina á Jóm-
frúnni, í sumar. Þegar DV fjall-
aði um áformin í desember í
fyrra vildi Birgir ekki svara hvort
aðrir fjárfestar kæmu að verk-
efninu. Aðspurður svarar Stefán
að engin áform séu um að hann
og Sigurgísli komi að rekstri
annarra veitingastaða í eigu
hjónanna.