Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Qupperneq 2
2 Fréttir Vikublað 26.–28. apríl 2016 J ón Sigurðsson, fyrrverandi for­ stjóri fjárfestingafélagsins FL Group, hætti nýlega störfum hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA Capital Management. Jón hafði starf­ að við sérhæfðar fjárfestingar hjá GAMMA frá árinu 2012 en Straum­ nes eignarhaldsfélag, sem er í eigu Bjargar Fenger, eiginkonu Jóns, og fjölskyldu, á 9,99% hlut í GAMMA. Þá hefur Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, verið ráðinn sem efna­ hagsráðgjafi GAMMA. Ásgeir Jóns­ son, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafði áður gegnt sama starfi hjá félaginu en hann sagði upp störf­ um hjá GAMMA í árslok 2014 og starfar núna sem efnahagsráðgjafi Virðingar. Jón hyggst einbeita sér að fjár­ festingum í gegnum fjárfestinga­ félagið Helgafell ehf. sem er í jafnri eigu eiginkonu Jóns, Ara Fenger og Kristínar Fenger Vermundsdóttur. Eignir félagsins námu 1.550 millj­ ónum króna í árslok 2014 og þar af voru eignir Helgafells í skráðum og óskráðum félögum metnar á ríf­ lega 1.400 milljónir. Er félagið meðal annars sjöundi stærsti hluthafi N1 með 4,21% eignarhlut og situr Jón í stjórn olíufélagsins. Jón á einnig sæti í stjórn evrópska drykkjarvöru­ framleiðandans Refresco en áður var hann í stjórn Tryggingamiðstöðvar­ innar, Icelandair Group og Glitni. n hordur@dv.is Jón Sigurðsson hættur hjá GAMMA Eiginkonan á 10% hlut í félaginu Jón Sigurðsson Situr meðal annars í stjórn N1. R ithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur mest fylgi allra forsetaframbjóðenda á Facebook af þeim frambjóð­ endum sem útbúið hafa sér­ staka kosningasíðu á samfélagsmiðl­ inum vinsæla. Ljóst er að Facebook getur reynst frambjóðendum haukur í horni við að koma sér á framfæri sem og áherslum sínum í kosninga­ baráttunni enda mikill meirihluti Ís­ lendinga á Facebook. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur enn sem komið er ekki stofnað sérstaka Facebook­síðu um framboð sitt að þessu sinni. Með 15 þúsund fylgjendur Samkvæmt athugun DV eru sex frambjóðendur af tólf með sérstaka framboðssíðu á Facebook, en þar af eru tveir sem höfðu stofnað sínar fyrir löngu í jafnvel öðrum tilgangi, en nota þær til að vekja athygli á framboði sínu nú. Alls eiga forseta­ frambjóðendurnir sex ríflega 15.600 fylgjendur á Facebook.Tveir fram­ bjóðendur sem nú hafa dregið sig úr kapphlaupinu, þeir Vigfús Bjarni Al­ bertsson og Bæring Ólafsson, voru með framboðssíðu á Facebook áður en þeir hættu. Eru þeir því ekki með í tölfræðinni. Andri með 43% fylgjenda Notendur geta „lækað“ við síður frambjóðenda og fá þá tilkynningar, upplýsingar og auglýsingar þeirra beint af kúnni. Af öllum þeim fram­ bjóðendum sem eru með svona síð­ ur er Andri Snær Magnason í sér­ flokki. Þegar þetta var tekið saman, á mánudagsmorgun, var hann með 6.772 fylgjendur, eða ríflega 43% allra Facebook­fylgjenda forsetafram­ bjóðenda. Halla Tómasdóttir hefur verið á talsverðri siglingu á Facebook og bætt við sig fjölda fylgjenda að undan­ förnu. Er hún með 2.564 fylgjendur, nokkrum fleiri en Ari Jósepsson sem stofnaði sína fylgjendasíðu árið 2009, þá alls ótengt forsetaframboði. Síðuna notaði hann áður til að vekja athygli á myndbandsbloggi sínu og öðrum uppátækjum, en notar hana nú til að vekja athygli á framboði sínu. Ástþór Magnússon hefur sömuleiðis verið lengi á Facebook með sína síðu, eða frá 2010, og notar hana mikið til að vekja athygli á forsetaframboði sínu að þessu sinni. Hefur hann þó að­ eins náð að krækja í 1.749 fylgjendur á þeim tíma. Hrannar Pétursson er með 1.481 en Hildur Þórðardóttir rekur lestina með aðeins 511. Facebook mikilvægt Eins og fram kom í helgarblaði DV töldu álitsgjafar blaðsins að Andri Snær væri líklegastur til að veita Ólafi Ragnari verðuga samkeppni í kosn­ ingunum í sumar, þar til í ljós kem­ ur hvað Guðni Th. Jóhannesson gerir. Aldrei er að vita nema Andri noti Face­ book til að vinna kjósendur á sitt band. Andrés Jónsson almannatengill segir að Facebook sé lykillinn fyrir forsetaframbjóðendur, aðra en Ólaf Ragnar. Þangað sæki Íslendingar fréttirnar sínar og færsla þar, sem mörgum líkar við og margir deila, geti náð í gegn í umræðunni. Andri Snær er forSetinn á fAcebook n Með langflesta fylgjendur „Það er því mjög góð leið til að koma skilaboðum út, bregðast við umræðu eða ummælum keppninaut­ ar,“ segir Andrés og bendir á mikilvægi mynda, myndbanda og sjónræna þáttarins sem skipti miklu máli við val á forseta. Þar sé Facebook lykilatriði. „Hins vegar getur það líka skemmt fyrir frambjóðanda sem fær litlar undirtektir við því sem hann setur á Facebook, því þá virðist hann njóta lítils stuðnings og getur því verið dæmdur úr leik. Þetta er því tvíeggja sverð.“ Vakin er athygli á því að þessi út­ tekt er aðeins til gamans gerð og vert að benda á að almenningur getur „lækað“ við fleiri en einn frambjóð­ anda. Eitt liggur hins vegar fyrir, Andri Snær er með flest „læk“. n Andri Snær Magnason 43,3% fylgi á Facebook Ari Jósepsson 16,3% fylgi á Facebook Hrannar Pétursson 9,4% fylgi á Facebook Halla Tómasdóttir 16,4% fylgi á Facebook Ástþór Magnússon 11% fylgi á Facebook Hildur Þórðardóttir 3,2% fylgi á Facebook 6.772 2.564 2.560 1.749 1.481 511 Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Meðlimum Cobra vísað úr landi Lögreglan á Suðurnesjum vísaði á fimmtudag þremur meðlimum vélhjólaklúbbsins Cobra, sem er stuðningsklúbbur MC Bandidos, úr landi. Mennirnir þrír kváðust vera forseti, varaforseti og ritari Cobra­mótorhjólasamtakanna og komu þeir frá Kaupmanna­ höfn. Samkvæmt fréttatilkynn­ ingu lögregluembættisins fund­ ust einkennismerki klúbbsins og fatnaður merktur Cobra í far­ angri mannanna. Lögreglan á Suðurnesjum gerði þeim grein fyrir því að vegna tengsla Cobra við vélhjólaklúbbinn Bandidos, sem skilgreindur er sem skipu­ lögð glæpasamtök, fengju þeir ekki að fara inn í landið. Þeir voru því vistaðir á lögreglustöð á landa­ mærum þar til þeir fóru úr landi. Tóku á flugdólgi og túristum Flytja þurfti ölvaðan farþega, sem var á leið í flug frá Keflavíkur­ flugvelli til Alicante um helgina, á lögreglustöð til vistunar eftir að hann æstist þegar honum var meinað að fljúga með vél sinni. Hafði hann þá verið með óspekt­ ir á flugvellinum og síðan inni í vélinni. Áður hafði lögreglan á Suðurnesjum haft afskipti af hópi erlendra karlmanna sem komu með flugi frá Berlín. Voru þeir staðnir að því að taka upp mynd­ bönd af flugfreyjum við störf sín á síma sem þeir létu síga niður að gólfi við sætin þannig að mynda­ vélin sneri upp við tökuna. Sam­ kvæmt tilkynningu lögreglu­ embættisins höfðu starfsmenn þess upp á handhafa símans og reyndist hann hafa haft lítið er­ indi sem erfiði með upptökun­ um. Kvaðst hann sjá mjög eftir þessu, baðst afsökunar og eyddi öllu efninu úr símanum í viður­ vist flugfreyja og lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.