Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Qupperneq 8
8 Fréttir Vikublað 26.–28. apríl 2016 Náttúrulegar hágæða gæludýravörur F jölgað hefur verið í hópi þeirra sem eiga fast sæti í ráðherranefnd um efnahags- mál en Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, sem tók nýlega við embætti utanríkisráðherra, og Ólöf Nordal, innan ríkisráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, hafa núna tekið sæti í nefndinni. Var þetta ákveðið á ríkisstjórnarfundi 15. apríl síðastliðinn. Fyrir áttu aðeins Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fast sæti í ráð- herranefnd um efnahagsmál. Með nefndinni starfa embættismenn í forsætis- og fjármálaráðuneytinu. Ráðherranefnd um efnahags- mál var upphaflega komið á fót haustið 2009 af ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur. Er hlutverk nefndarinnar einkum að fjalla um og undirbúa stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og gegna eftirlits- og samræmingarhlut- verki við framkvæmd stefnunn- ar. Á meðal stórra verkefna sem nefndin hefur haft aðkomu að ný- lega er ákvörðun Seðlabanka Ís- lands um að veita slitabúum föllnu bankanna undanþágu frá höftum í lok október á síðasta ári. Á meðal þeirra mála sem fyrir- séð er að verði fjallað um á vett- vangi ráðherranefndar um efnahagsmál á næstunni er út- boð Seðlabanka Íslands til að leysa út tæplega 300 milljarða aflandskrónueignir. Áður en Lilja, sem var aðstoðarfram- Lilja í ráðherranefnd um efnahagsmál Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra fá fast sæti í „Mig langaði bara að deyja“ n Bjarney Lára endaði á gjörgæslu eftir neyslu LSD n Vonar að fólk hugsi sig tvisvar um É g var á þessum tíma ung og vit- laus og hafði ekki mikla reynslu í þessum heimi og var ekki meira viss um þetta en svo. Því fór sem fór og þetta varð heil- mikil lexía fyrir mig,“ segir Bjarney Lára Sævarsdóttir, sem eina örlaga- ríka páskahelgi fyrir sautján árum endaði á gjörgæsludeild eftir hræði- lega reynslu af LSD. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu í síðustu viku þar sem varað var við því að neysla ofskynjunarlyfsins LSD væri að fær- ast í aukana á meðal ungmenna. Sí- fellt fleiri tilfelli kæmu nú inn á borð lögreglu og svo virtist sem LSD væri komið í tísku hjá ákveðnum hópi ungs fólks, sem seld væri hugmyndin um hættulaust ferðalag til að upplifa nýjar víddir og skynjun. Lögreglan og fleiri sérfræðingar vara þó við að LSD geti reynst stórhættulegt efni. Þó eru fjölmargir sem telja að LSD kunni, undir réttum kringumstæðum og með „réttri notkun“ hreinlega að reynast allra meina bót. Bjarney féllst á að segja reynslusögu sína af efninu í von um að hún verði öðrum ung- mennum og einstaklingum, sem séu að hugleiða að prófa ofskynjunarlyfið alræmda, víti til varnaðar. Sófasett og veggir lifnuðu við Nokkru áður en hún lenti í því sem hún lýsir sem helvíti á jörð hafði hún prófað LSD í fyrsta skipti. Upplifun- in var jákvæð. Hún kveðst hafa verið ung og óreynd í heimi fíkniefnanna þó að hún hafi prófað amfetamín í nokkur skipti. „En ég tók þarna hálfa sýru, eða hálfan skammt. Það var rosalega „in- tense“ og ég fór mjög hátt upp. Miklar ofskynjanir og ég var við það að verða hrædd, en samt ekki því ég var svo forvitin að sjá hvað kæmi næst, því þetta var algjört ferðalag. Það lifnaði allt við. Sófasettið lifnaði við og veggirnir urðu eins og ég væri að horfa á skjávarpa. Það komu teikni- myndafígúrur út úr veggnum og það var allt á lífi. Ég grét úr hlátri og þetta var alveg rosalegt. Ég trúði ekki mín- um eigin augum – að þetta gæti gerst. Og svona hélt ég að þetta yrði alltaf á LSD. Alltaf svona skemmtilegt.“ En raunin varð önnur eins og Bjarney komst að um páskana árið 1999. Margir samverkandi þættir spiluðu þar inn í. Fyrir það fyrsta var hún búin að vera vakandi í sex daga. Hafði neytt e-taflna og amfetamíns í nokkru magni og því varla í miklu jafnvægi eða í góðu ástandi líkam- lega að eigin sögn. „Við vorum nú ekki tilbúin að hætta, ég man það. Við vorum reiðu- búin að finna eitthvað meira og gera eitthvað skemmtilegt. Svo ég fann einn vin minn sem var með einn „pappa.“ Við vorum fjögur saman og skiptum honum í fjögur brot. Það endaði illa.“ Það sem Bjarney vissi nefnilega ekki var að þessi skammtur af LSD var í raun þrefalt sterkari en sýran sem hún hafði svo jákvæða reynslu af í fyrra skiptið. „Þetta litla brot reyndist þrídýfð sýra. Ég hafði ekki hugmynd um það og það endaði bara mjög illa.“ Hún rifjar upp að áhrifin hafi byrj- að hægt og rólega. Byrjaði að bráðna „Ég hélt að þetta væri að verða eins og í fyrsta skiptið. Litirnir fóru að breytast, það fór að teygjast á öllu og ofskynjan- ir fóru að gera vart við sig. Svo urðu tvö af okkur svolítið skelkuð og það urðu læti í kringum okkur. Það var einhver æsingur þarna og ég sagði þeim að róa sig niður því það væri ekki sniðugt að koma með hræðslu inn í þetta. En þau hættu ekki og ég tók það einhvern veginn þannig inn á mig að ég byrjaði bara að bráðna. Ég veit að það hljóm- ar ótrúlega en þetta er ógeðslegasta tilfinning sem ég hef upplifað á ævi minni – að byrja að bráðna.“ Hún lýsir þessu á þann veg að hún hafi ekki þekkt muninn á því sem var blautt og þurrt. Í ofvæni hafi hún skrúfað frá krana í vaskinum. „Til að reyna að finna hvort ég væri að upplifa rétta tilfinningu. Ég bara fann ekki muninn, því mér fannst ég sjálf vera bara öll að leka. Upp úr því varð ég skíthrædd. Litirnir voru svo rosalega skærir. Þetta var eins og vera fastur í Simpsons-teiknimynd. Þetta var rosalega óþægilegt og upp frá því hugsaði ég bara; ég kemst örugglega aldrei héðan út.“ Ótti og paranoja greip um sig. Eftir einhverja rekistefnu þeirra á milli var ákveðið að hringja á sjúkrabíl. Langaði að deyja á sjúkrahúsinu „Löggan kom þarna að okkur og lög- reglumennirnir héldu kannski að þeir væru komnir í eitthvert „böst“ en við sögðum bara: Nú þurfum við bara hjálp, það er ekkert hérna fyrir ykkur að hafa. Það komu fjórir sjúkrabílar sem brunuðu með okkur á gjörgæslu. Þar tóku við margir klukkutímar af einhverri geðveiki. Mig langaði bara að deyja. Læknirinn sagði að það væri ekkert hægt að gera – þú deyrð ekkert, þér líður bara eins og þú sért að deyja. Þú verður bara að harka þetta af þér.“ Aðspurð hvort það hafi þurft að binda hana niður segir hún að það hafi ekki mátt. Hún hafi alltaf verið látin setjast á rúm sem hún klifraði alltaf niður af aftur. „Ég gat ekki verið kyrr. Það var allt á milljón. Mér leið eins og ég væri að hrapa inn í eitthvert ljós á milljón kíló- metra hraða. Það var allt á fleygiferð. Ég gat alveg hugsað skýrt, en ég gat ekki með nokkru móti stjórnað sjálfri mér. Ég gat innst inni náð að tala til Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Víti til varnaðar Bjarney Lára endaði páskahelgina árið 1999 á gjörgæsludeild eftir að hafa tekið inn sýru sem reyndist mun sterkari en hana óraði fyrir. Henni fannst hún vera að bráðna og vildi helst deyja þegar ofskynjunarlyfið fór með hana í ferðalag til helvítis. Nýr utanríkisráðherra Lilja DöggAlfreðsdóttir. „Þetta er ógeðs- legasta tilfinning sem ég hef upplifað á ævi minni – að byrja að bráðna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.