Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Side 11
Fréttir 11Vikublað 26.–28. apríl 2016 Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is Retor fræðsla sér um íslensku kennslu fyrir erlent starfsafl hjá Hýsingu Vöruhóteli 10 bestu veitingastaðirnir Þ að kom mörgum á óvart þegar eigendur eins vin­ sælasta veitingastaðar landsins, Friðriks V, til­ kynntu að staðnum yrði lok­ að 1. júní næstkomandi. Í úttekt DV af vefsíðunni Tripadvisor trónir stað­ urinn á efsta sæti yfir veitingastaði í Reykjavík en sú staða byggist á ein­ kunnum gesta, innlendra sem er­ lendra. Umfjöllunin um veitinga­ staðinn er lofsamleg og afleiðingin er sú að nánast hvert kvöld er barist um að fá eitt af 32 borðum hans. Ekki erfið ákvörðun að loka Hjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir hafa staðið saman vaktina frá því að staðurinn var opnaður fyrst á Akureyri fyrir fimmtán árum. Alvarleg veikindi Arnrúnar, Öddu, hafa nú gert það að verkum að hjónin hafa ákveðið að ljúka ferðalagi Friðriks V, að minnsta kosti að sinni. „Það var ekki erfið ákvörðun að loka staðnum. Ég vil ekki halda áfram án hennar. Staður­ inn væri ekki sá sami ef ég væri ekki í eldhúsinu og Adda frammi í sal. Auð­ vitað vildi maður að þetta hefði end­ að öðruvísi en við erum sátt við okk­ ur og þetta ferðalag. Kannski spilar inn í að við þurftum að loka staðnum eftir hrun út af fjárhagsvandræðum. Við höfum því reynslu af því að það er hægt að taka upp þráðinn aftur síðar,“ segir Friðrik. Innblástur frá Ítalíu Hann segist stoltur af því að veitinga­ staðurinn fái góða umsögn hjá við­ skiptavinum sínum en játar svo að þau skoði aldrei umsagnir á síð­ unni. „Við eyðum afar litlum tíma í að fylgjast með þessum síðum, það var til dæmis viðskiptavinur sem bjó til „prófælinn“ okkar á Tripadvisor. Hins vegar skiptir þetta vissulega miklu máli og við fáum klárlega mik­ ið af viðskiptavinum út á þennan lista,“ segir Friðrik. Að sögn Friðriks er umhugsunar­ efni að lítill, fjölskyldurekinn stað­ ur sem leggur áherslu á persónulega upplifun gesta sé í fararbroddi. „Ég vil ekki halda áfram án hennar“ n Friðrik og adda hætta með veitingastaðinn Friðrik v n Hættir á toppi tripadvisor„Adda sér um upp­ lifun gesta, tekur á móti þeim, stjanar við þá og kveður þá eftir mál­ tíðina. Hún heldur um allan pakkann og ég gæti ekki staðið í þessu án hennar. Friðrik og Adda Fimmtán ára ferðalag þeirra með Friðrik V endar þann 1. júní næstkomandi. Mynd SIgtryggur ArI n notendur tripadvisor gefa stöðunum í reykjavík einkunn n umsögn gesta skiptir veitingahús miklu máli n eigendur besta veitingastaðarins ætla að loka í sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.