Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 2
Helgarblað 20.–23. maí 20162 Fréttir Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á Steinn@dv.is Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Formlegur frestur Thorsil runninn út Reykjaneshöfn hefur ekki enn borist 140 milljóna greiðsla Thorsil vegna lóðar undir kísilver R eykjaneshöfn hefur ekki enn borist fyrsta greiðsla Thorsil ehf. á gatnagerðargjöldum, upp á 140 milljónir króna, vegna lóðar fyrirtækisins í Helguvík. Svo gæti farið að stjórn hafnarinnar, sem stefnir í greiðslu- fall í kjölfar árangurslausra viðræðna við kröfuhafa hennar, samþykki að seinka fyrsta gjalddaga Thorsil í sjötta sinn. Fyrirtækið átti upphaf- lega að ganga frá greiðslunni í des- ember 2014. Hefur mikil áhrif Stjórn Reykjaneshafnar samþykkti í mars síðastliðnum að fresta í fimmta sinn fyrsta gjalddaga Thorsil, sem vill reisa kísilmálmverksmiðju í Helgu- vík, til 15. maí. Halldór Karl Her- mannsson, hafnarstjóri Reykjanes- hafnar, staðfestir í samtali við DV að greiðslan hafi ekki borist. Stjórnend- ur hafnarinnar munu að hans sögn funda með forsvarsmönnum Thorsil á næstu dögum. „Við ætlum að hitta þá til við- ræðna og þá munu næstu skref ráð- ast. Við höfum ekki tekið neina af- stöðu um framhaldið en mér þætti ekki ólíklegt að það verði mynd- að eitthvert svigrúm svo Thorsil geti hnýtt saman lausa enda. Mér skilst að þetta sé komið á þann spöl að menn séu að loka málum og þá þurfa þeir aukið svigrúm til að klára það,“ segir Halldór og heldur áfram: „Þetta hefur mikil áhrif á tekju- hliðina hjá okkur en við ráðum því miður ekki við gang málsins. Það hefur ekkert upp á sig að verða ósáttur og ég er bjartsýnn á að þetta fari að klárast.“ Skapar óvissu Reykjaneshöfn hefur verið á greiðslufresti gagnvart stærstum hluta kröfuhafa sinna frá október í fyrra. Ástæðan er sú að höfnin getur ekki að óbreyttu staðið undir greiðslu skulda sem námu rétt rúmum átta milljörðum króna í árslok 2015. Í til- kynningu hafnarinnar til Kauphall- ar Íslands þann 14. apríl síðastliðinn sagði að samkomulag við kröfuhafa, sem staðið hefur yfir síðastliðna 18 mánuði, hefði ekki náðst. Að óbreyttu væri fyrirséð að til greiðslu- falls á skuldbindingum Reykjanes- hafnar, sem er í eigu Reykjanesbæjar, kæmi. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í kjölfarið að tilkynna Eft- irlitsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga að samningar um skuldalækkun hjá sveitarfélaginu og höfninni séu ekki í sjónmáli. „Eins og hefur komið fram hjá bæjarstjóranum þá höldum við áfram að ræða við kröfuhafana í von um að finna niðurstöðu sem menn geta ver- ið sáttir við. Það hefur ekki verið tek- ið nein afstaða til annars en að reyna það til þrautar,“ segir Halldór. Hæstiréttur felldi í síðustu viku úr gildi ákvarðanir Ragnheiðar Elín- ar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, og ráðuneytis hennar, um að Landsneti væri heimilt að taka land á fimm jörðum á Reykjanesi eignarnámi. Niðurstaðan þýð- ir að Landsnet þarf nú að tengja Suðurnesjalínu 2 með öðrum leið- um þannig að auka megi raforkuör- yggi á Suðurnesjum. Thorsil samdi við Landsnet í október 2015 um raf- orkuflutninga fyrir væntanlegt kísil- ver fyrirtækisins í Helguvík. „Við höfum ekki hitt þá [forsvars- menn Thorsil] síðan þetta kom upp þannig að við vitum ekki hvort þetta hefur áhrif. Auðvitað skapar þetta ákveðna óvissu en mér finnst nú lík- legt að Landsnet leysi þessi mál, enda hefur fyrirtækið tvö ár til þess.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Lóðargreiðsla United Silicon í innheimtu Líkt og DV greindi frá í febrúar þá hefur Reykjaneshöfn ekki heldur borist 100 milljóna króna greiðsla sem eigandi lóðarinnar undir kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík átti að borga í lok nóvember 2014. Stjórnendum hafnarinnar og eigendum einkahlutafé- lagið Geysis Capital greinir á um ákvæði lóðarsamnings þeirra og eru vanskilin komin í innheimtu. Hafnarstjórinn Halldór Karl Hermanns- son segir að þegar fyrsta greiðsla Thorsil komi til með að berast Reykjaneshöfn komi dagsetningar fyrir næstu greiðslur fyrirtæk- isins vegna lóðarinnar í Helguvík. Frestun fyrsta gjalddagans seinki því öllu ferlinu. Helguvík Thorsil vill reisa kísilmálmverksmiðju við Berghólabraut í Helguvík. Fyrirtækið gerði lóðarleigusamning við Reykjaneshöfn í apríl 2014 en hefur ekki enn greitt fyrstu greiðslu gatnagerðargjalda. Mynd SiGtryGGur Ari JóHAnnSSon „Þetta hefur mikil áhrif á tekju- hliðina hjá okkur en við ráðum því miður ekki við gang málsins. Höfnin dýpkuð Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að verja allt að fimm milljónum króna til dýpkun- ar í Kópaskershöfn. DV greindi frá því á dögunum að ófremdar- ástand væri við höfnina vegna sandburðar. Bryggjurnar væri ekki hægt að nota nema að hluta og dæmi væru um að bát- ar kæmust ekki í róðra á fjör- unni. „Hafnanefnd telur brýnt að rekstur Kópaskershafnar sé tryggður eftir bestu getu og farið verði í dýpkun hafnarinnar eins fljótt og auðið er“, segir í bókun en í framhaldinu verður farið í út- tekt og greiningu á starfsemi og rekstrarumhverfi hafnarinnar. Mynd HAukur MArinóSSon Margrét Indriðadóttir látin Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins, lést á Líknardeild Landspítalans á mið- vikudag. Margrét fæddist á Akur- eyri 1923 og varð fyrst kvenna á Norðurlöndum til að gegna starfi fréttastjóra á ríkisfjölmiðli. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1943. Margrét var ráðin á fréttastofu Útvarps árið 1949 og starfaði þar til ársins 1986. Eiginmaður Mar- grétar var Thor Viljhálmsson rit- höfundur. S veitarfélagið Norðurþing var rekið með 154 milljóna króna tapi í fyrra. Meirihluti sveit- arstjórnar segir niðurstöð- una sýna krefjandi rekstrarumhverfi en minnihlutinn segir hana valda miklum vonbrigðum. Sveitarsjóður Norðurþings hefur verið rekinn með tapi frá árinu 2008. Í bókun meirihluta Sjálfstæðis- flokks og V-lista, sem sveitarstjórn- arfulltrúar hans lögðu fram á þriðju- dag, segir að fóðra hafi þurft á liðnum árum háar skuldir með takmörkuð- um rekstrartekjum. Ljóst sé að ýms- ar hagræðingaraðgerðir á árinu 2015 hafi ekki skilað sér í uppgjöri ársins. Tekið er fram að batnandi rekstr- arhorfur séu innan sveitarfélagsins vegna aukinna umsvifa í samfélagi og atvinnulífi. Þá hafi komið fram vísbendingar um auknar tekjur og já- kvæðari íbúðaþróun. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknarflokks og Sam- fylkingarinnar, segir í annarri bók- un af sama fundi það ljóst að rekstur sveitarfélagsins búi ekki til það fé í rekstri sem þurfi til að viðhalda sjálf- bærni. n haraldur@dv.is Norðurþing rekið með tapi Samfelldur taprekstur sveitarsjóðsins frá árinu 2008 Húsavík Sveitarfélagið Norðurþing var stofnað árið 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.