Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Síða 10
Helgarblað 20.–23. maí 201610 Fréttir óskað eftir upplýsingum um hvort Guðni hefði numið fræði reglunn- ar. Skriflegt svar barst nokkru síðar þar sem fulltrúi reglunnar sagði að enginn innan hennar kannaðist við Guðna Guðnason. Skýringin kom fram nokkru síðar þegar blaðamað- ur horfði á viðtal við Guðna á youtu- be en þar tekur hann fram að hann hafi numið við leynilega reglu hinnar gullnu dögunar en ekki þá opinberu. Í frekari upptalningu um afrek Guðna kemur fram að hann sé sér- fræðingur í meðhöndlun fjörutíu mismunandi bardagavopna og hafi þjálfað öryggis- og hryðjuverkahópa lögreglu um allan heim. Þá hafi hann einnig haldið námskeið fyrir lífverði hins heilagleika Dalai Lama. Guðni segir einnig frá þeirri staðreynd að hann hafi starfað sem áhættuleikari, meðal annars í mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hrafninn flýgur. Þá seg- ist hann hafa verið atvinnumaður í nútímadansi og haldið sýningar um alla Evrópu í ellefu ár. Einnig sé hann afar fær málari, bæði með olíu- og vatnslitum. Þá má ekki gleyma því að hann er líka myndhöggvari sem og þekktur rithöfundur en eftir hann liggi ritverk sem gefin hafi verið út í fjölmörgum löndum. Hann var að eigin sögn mikill vinur David Bowie og fjölmargar Facebook-færslur hans fjalla um meinta vináttu þeirra. Á annarri síðu, í tilefni af fyrir- lestri á alþjóðlegri ráðstefnu alkem- ista árið 2008, er Guðni kynntur til leiks sem Dr. Barón Gudni Gudna- son von Thoroddsen. Þar er svipuð afreksskrá útlistuð en að auki segir þar að Guðni hafi lært í leynilegum skóla í Salzburg í Austurríki, numið kristilegt Kabbalah í skóla í Bern og alkemískt Kabbalah í skóla í Madrid. Þá hafi hann lært stjörnufræði í Kaíró í Egyptalandi, alkemísk seiðmanna- fræði nærri Alexandríu sem og tantra í sérstökum skóla í Kongó. Þá hafi hann fundið sér tíma til þess að læra dulspeki við skóla í Rúmeníu og Sví- þjóð en einnig viðað að sér óskil- greindri þekkingu í fornum fræðum í Tíbet, Indlandi og Japan. Þetta er að- eins toppurinn á ísjakanum af þeim meintu námskeiðum og titlum sem Guðni hefur að eigin sögn viðað að sér í gegnum árin. Skilnaður og nýr skóli Laurie og Guðni ráku RMMS-skól- ann í rúman áratug allt þar til að leið- ir þeirra skildu og Guðni tók saman við fyrrverandi nemanda sinn, hina japönsku Eiko, sem nú ber einnig eftirnafn hans. Þau stofnuðu nýj- an skóla á grunni hins fyrri sem ber heitið The Modern Mystery School. Þrátt fyrir fullyrðingar Guðna um að skólinn sé starfræktur í 48 löndum þá er greinilegt á námskeiðadagatali skólans að starfsemi hans fer aðal- lega fram í Japan, þar sem Guðni og Eiko búa nú um stundir, og Kanada en þar virðast öflugir samstarfsmenn Guðna reka starfsemina áfram. Hins vegar virðast einnig vera haldin námskeið í Bandaríkjunum, Bret- landi, Suður-Afríku og Brasilíu. Tekinn fyrir í doktorsritgerð Í september árið 2010 skilaði Ioann- is Gaitanidis doktorsritgerð sinni sem hann vann að við Háskólann í Leeds. Í lauslegri þýðingu ber ritgerðin yfir- skriftina: „Andleg viðskipti? Gagn- rýnin úttekt á öldu andlegra með- ferða í Japan nútímans“ (e. Spiritual Business? A Critical Analysis of the Spiritual Therapy Phenomenon in Contemporary Japan). Þar fjall- ar doktorsneminn meðal annars um uppgang Rocky Mountain My- stery School í Japan, skóla Guðna, og hvernig viðskiptamódel skólans er. Að sögn Gaitanidis var umræddur skóli sá stærsti í Japan af sinni tegund og mögulega í heiminum. Útibúin í Japan voru tvö, í Tókíó og Osaka, en einnig væru starfrækt 11 útibú í öðr- um löndum, m.a. Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð og Suður- Afríku. Japan væri hins vegar miðstöð starfseminnar sem helgaðist einmitt af því að Guðni hefði skilið við eig- inkonu sína, Laurie, og kvænst nem- anda sínum, hinni japönsku Eiko, sem komið hafði af krafti inn í starfið. Merki um píramídasvindl Doktorsritgerð Gaitanidis var byggð á ítarlegum viðtölum við einstak- linga sem voru á kafi í hinum and- lega heimi í Japan, þar á meðal átta einstaklinga sem sótt höfðu nám- skeið í skóla Guðna og fram kemur að mikil vinna hafi verið lögð í að rann- saka fullyrðingar viðmælenda. Hann segir þó að erfitt hafi verið að fá upp- lýsingar hjá nemendum Guðna því að þeir vantreystu aðila sem hafði ekki verið innvígður af skólanum. Í ritgerðinni kemur fram að helgi- samkomur og fyrirlestrar sem Guðni héldi væru tilkomumiklar í meira lagi og um árabil hefði hann ver- ið fyrirlesari á árlegum samkomum gullgerðarmanna. Doktorsneminn fjallar síðan um starfsemi skólans sem hann segir að beri ýmis merki um píramídasvindl. Vefur námskeiða Þannig rekur Gaitanidis hvernig hver nemandi skólans þarf að undir- gangast tveggja daga námskeið þar sem heimsmynd skólans væri út- skýrð. Verðið á slíku námskeiði væri um 60 þúsund krónur. Í framhaldi af RáðgeRiR mynd með HasselHoff Guðni H. Guðnason hefur mörg járn í eldinum. Auk reksturs The Modern Mystery School þá hef- ur hann gefið út geisladiska með house-tónlist og spilað á tón- leikum. Þá hefur hann uppi háar hugmyndir um að hasla sér völl í kvikmyndageiranum. Árið 1982 lék Guðni í mynd Hrafns Gunn- laugssonar, Hrafninn flýgur, og þannig fékk hann smjörþefinn af bransanum. Eftir langt hlé framleiddi hann heimilda- myndina „3 Magic Words“ árið 2010 sem og myndina „Beyond The Trophy“ þar sem leikar- inn Micha- el Madsen lék aðalhlutverk- ið. Þá er Guðni einnig titlað- ur framleið- andi japönsku myndarinnar „Story“ eftir leikstjórann Darryl Wharton-Rigby en sú mynd hefur verið í vinnslu frá árinu 2014. Samkvæmt vefsíðunni þekktu, imdb.com, eru hins vegar stærri sigrar í farvatninu. Þar kemur fram að Guðni sé einn af fram- leiðendum myndarinnar „Amer- ican Paradise“ sem gengur einnig undir nafninu „Paradi$e“ og kemur fram að tökur standi yfir. Á vefsíðunni kemur fram að að- alhlutverk myndarinnar sé í höndum hjartaknúsar- ans góðkunna, David Hasselhoff, en að auki kemur fram að Guðni muni sjálf- ur mögulega taka að sér hlutverk í myndinni. DV hafði samband við almannatengil Hasselhoff, Judy Katz, til þess að spyrjast fyrir um fyrirætlanirnar. „Ég var að tala við David í morgun og hann er ekki í neinum tökum. Ég hef aldrei heyrt minnst á þessa mynd fyrr,“ sagði Judy. Skráningin á imdb.com kom henni mjög á óvart og kvaðst hún síðar ætla að láta blaða- mann vita hvernig á því stæði. „Ég hef aldrei heyrt minnst á þessa mynd fyrr. Haraldur Dean Nelson Haraldur minnist Guðna sem kjána sem kunni lítið fyrir sér í bardaga- listum þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Tónlistarmaður Guðni hefur gefið út tónlist í gegnum tíðina, aðallega raftónlist, meðal annars plötuna Voight Kampff. Mögulega hefur hann fengið innblástur fyrir tónlist í krafti vináttu sinnar við David heitinn Bowie, en að sögn Guðna voru þeir miklir vinir á námsárum Guðna í Englandi. allar gerðir skreytinga Kransar, krossar, hjörtu og kistu- skreytingar Smáralind - S: 578 5075 - www.bjarkarblom.iS Persónuleg og fagleg þjónust a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.