Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 11
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Fréttir 11 því væru fjölmörg námskeið í boði og væru nemendur ákaft hvattir til þess að sækja sér aukna þekkingu og helst gerast kennarar sjálfir með réttindi frá Rocky Mountain School of Mystery. Kennarar þyrftu hins vegar reglulega að mæta á endur- menntunarnámskeið í höfuðstöðv- um skólans auk þess sem hlutdeild af gjaldi hvers nemanda, sem slík- ir kennarar tækju að sér, rynni til eiganda skólans. Ljóst er að tekjur Guðna af þessu fyrirkomulagi hafa verið allnokkrar því samkvæmt op- inberum tölum RMMS-skólans í byrjun árs 2008 höfðu 4.412 Japanir undirgengist byrjendanámskeið og 80 kennarar höfðu atvinnu sína af því að kenna fræðin um allt Japan. Þá er ótilgreindur sá fjöldi nemenda og kennara sem starfaði utan Japans. Virkjaði DNA-ið Dr. Gaitanidis undirgekkst sjálfur þrjár meðferðir hjá fyrrverandi nemendum úr skóla Guðna. Eitt þeirra bar heitið „DNA-virkjun“ (e. DNA Activation) og er að sögn Gaitanidis vinsælasta námskeiðið sem nemendur Guðna og hann sjálfur bjóða upp á. Námskeiðið er sagt virkja 22 af 24 þráðum í DNA. Samkvæmt vísindunum er DNA-kjarnasýra sem er mynduð úr tveimur þráðum línulegra fjölliða af deoxýríbókirnum en í nýaldarkreðsunum er því hins vegar haldið fram að þræðirnir séu margfalt fleiri. Gaitanidis lýsir því hvernig kona í eins konar magadansaraklæðum kemur og rótar í hárinu á honum og gerir ýmiss konar handahreyfingar yfir höfði hans með miklum tilþrifum. Síðan tekur hún sér stöðu fyrir aftan hann og nuddar niður hrygg hans í um það bil 10 mínútur. Síðan úðaði hún ilmvatni yfir hann og leyfði honum að yfirgefa salarkynnin. Að auki fór hann í meðferðir í „vampíruheilun“ og „einstakri rósaheilun“, sem að öll tóku svipaðan tíma. Fyrir tvær fyrstu meðferðirnar borgaði Gaitanidis rúmlega 3.000 krónur en tæplega 6.000 krónur fyrir hið síðasta þar sem rándýrt rósailmvatn var brúkað við heilunina. Telur að vinsældirnar hafi minnkað DV hafði samband við dr. Gaitanidis, sem er prófessor við Chiba-háskóla í Japan. Hann kvaðst lítið hafa fylgst með starfsemi Guðna síðan árið 2010 þegar hann lauk ritgerð sinni. „Varðandi viðskiptamódel skólans þá notuðu margir viðmælenda minna orðið píramídasvindl um starfsem- ina. Þessir aðilar höfðu tekið þátt í starfi skólans og höfðu reynslu af öðrum slíkum skólum í Japan. Það er hins vegar rétt að taka það fram að vinsældir slíkra skóla virðast vera að minnka hratt en ákveðið andlegt æði gekk yfir Japan fyrir nokkrum árum, sem má rekja til mikillar fjöl- miðlaumfjöllunar. Síðan þá hefur umfjöllun um þessi mál minnkað og ég er nokkuð viss um að skóli Guðna, The Modern Mystery School, njóti ekki sömu vinsælda og áður. Það má líka rekja til þess að fleiri skólar hafa tekið tekið til starfa,“ segir Gaitanidis. 30 milljónir fyrir nokkurra daga námskeið Hvort færri nemendur sæki The Modern Mystery School nú en á árum áður skal ósagt látið en ljóst er að skólinn er að skila eigendum sínum góðum tekjum. Á dögun- um lauk í Tókíó í Japan námskeiði sem bar yfirskriftina „The Healers Academy“ og sóttu námskeiðið um 120 einstaklingar. Sé miðað við verð- lista á heimasíðu The Modern My- stery School fyrir sambærilegt nám- skeið í Kanada, sem hefst 13. maí, þá kosta sætin á bilinu 250–300 þús- und krónur. Ef við gefum okkur að sama verð sé á námskeiðinu í Jap- an má reikna með að hið fimm daga námskeið hafi skilað tekjum upp á rúmlega 30 milljónir króna. Þá ber að geta þess að enginn getur komið inn af götunni og skráð sig í „Healers Academy“. Viðkomandi þarf að vera vígður inn í skólann og hafa tekið þátt í fjölmörgum öðrum námskeið- um sem öll kosta sitt. Vefurinn er æði flókinn en ljóst er að fjárfesting þeirra sem taka þátt hleypur á millj- ónum. Allt er þetta gert til þess að öðlast réttindi frá skólanum til þess að bjóða upp á stuttar meðferðir, til dæmis eru einstaklingar að sækjast eftir réttindum frá skóla Guðna til þess að bjóða upp á ýmsar heilun- armeðferðir gegn gjaldi, eins og dr. Gaitanidis lýsti í ritgerð sinni. Mark- mið nemenda er að hafa atvinnu sína af slíkri starfsemi og ná þar með upp í fjárfestingu sína. Starfið afar umdeilt Það er óhætt að fullyrða að starfsemi Guðna og fylgjenda hans sé umdeild. Aðeins þarf að leita að nafni hans og skólans til þess að fá upp fjölmarga þræði þar sem gagnrýnendur rífa starfsemina í sig. Einn slíkur aðili er Travis Bodick frá Seattle sem sótti námskeið hjá Rocky Mountain Mystery School: „Ég sótti námskeið hjá skólanum um langt skeið og get ekki mælt með því við nokkurn mann. Ég eyddi stórfé og rak mig alltaf á fleiri leyndarmál. Kennarar predika í sífellu að heimurinn sé að breytast og peningar séu kerfi sem er að verða úrelt en fyrir það rukka þeir stórfé. Starfsemi skólans snýst ekki um að bæta sjálfan þig eða heiminn, heldur að læra hvernig eigi að rukka annað fólk fyrir að miðla þekkingunni,“ segir Travis, sem segist hafa lent í fjárhagsvandræðum út af því að kennarar pressuðu hann sífellt til þess að taka fleiri og dýrari námskeið. Þá hafi hann verið hvattur til þess að taka lán ef hann sagðist ekki eiga fyrir tilteknu námskeiði. Einnig rekur Travis hvernig meirihluti þeirra sem sæki skólann eigi félagslega erfitt uppdráttar og séu einmana sálir sem séu auðveld skotmörk. Það skal hins vegar tekið fram að á sömu síðum stíga iðulega fram nafnlausir einstaklingar sem verja starfsemi skólans og telja sig og aðra hafa fengið mikið út úr nám- inu sem þar fer fram. Þá er bent á að verðskrá skólans sé yfirleitt mjög aðgengileg og ekki sé hægt að áfell- ast skólann fyrir að bjóða upp á námskeið sem fullorðið fólk er til- búið að greiða fyrir. Umsvifamikil viðskipti Þá er þess ógetið að Guðni hefur reynt að hasla sér völl á markaði fyr- ir ýmiss konar heilsuvörur. Á síðunni OfficeGudnason selur hann vör- ur frá Alkemistanum og Gullsteini sem framleiddar eru á Íslandi. Guðni hafði háar hugmyndir um starfsemi hérlendis en fyrirtæki í hans eigu, Ísland, hvar er þín fornaldarfrægð ehf., fékk úthlutað lóð við Langa- vatn í Reykhólasveit þar sem ætlun- in var að byggja upp verksmiðju sem myndi vinna heilsuvörur úr þörung- um. Jón Árni Sigurðsson, eigandi Gullsteins ehf., staðfestir í samtali við DV að Guðni hafi lagt 6 milljónir króna í að hjálpa honum með upp- byggingu lítillar verksmiðju fyrir vör- ur Gullsteins. Frekari fjárfestingar eru hins vegar óráðnar og verkefnið hefur legið í dvala um nokkurt skeið. Þá herma heimildir DV að hvers konar vörusala sé stór hluti af starf- semi Modern Mystery School, hvort sem um sé að ræða alls kyns vörur til að nota við heilunarmeðferðir en einnig sérmerkta einkenningsbún- inga sem merktir eru sem „stríðs- menn ljóssins“. Rétt er að geta þess að Guðni Guðnason svaraði ekki fyrirspurnum DV um viðtal í gegnum Facebook- síðu sína. n BB | | BB BB BB | BLEMISH BAL M THE ORIGINAL Light Classic Honey| www.schrammek.com The power of medical beauty. Útsölustaðir Verði þinn vilji snyrti og nuddstofa Borgartún 3 Reykjavík / Heilsa og útlit Hlíðasmára 17 Kópavogi / Deluxe snyrti og dekurstofa Glæsibæ Nánari upplýsingar: www.vilja.is Dregur úr bólgum í húð og róar húðina Örvar endurnýjun húðar Hylur háræðaslit, stórar húðholur, roða og litabreytingar Sótthreinsandi Gott á sólbruna, brunasár og önnur sár Gott á bólur Góður hyljari Hentar öllum húðgerðum www.schrammekshop.com erði þinn vilji snyrti- li lí rs ára i - og dekurstofa Glæsib Snyrtistofan Tulip Hæðasmára 6 Kópavogi / Pandora snyrti- og fót ðgerðastofa Þangbakka 8-10 Reykjavík Nánari upplýsingar: www.vilja.is BB | | BB BB BB | BLEMISH BAL M THE ORIGINAL Light Classic Honey| www.schrammek.com The power of medical beauty. Útsölustaðir Verði þinn vilji snyrti og nuddstofa Borgartún 3 Reykjavík / Heilsa og útlit Hlíðasmára 17 Kópavogi / Deluxe snyrti og dekurstofa Glæsibæ Nánari upplýsingar: www.vilja.is Dregur úr bólgum í húð og róar húðina Örvar endurnýjun húðar Hylur háræðaslit, stórar húðholur, roða og litabreytingar Sótthreinsandi Gott á sólbruna, brunasár og önnur sár Gott á bólur Góður hyljari Hentar öllum húðgerðum www.schrammekshop.com erði þinn vilji snyrti- li lí rs ára i - og dekurstofa Glæsib Snyrtistofan Tulip Hæðasmára 6 Kópavogi / Pandora snyrti- og fót ðgerðastofa Þangbakka 8-10 Reykjavík Nánari upplýsingar: www.vilja.is B |B | BB BB BB | BLEMISH BAL M THE ORIGINAL Light Classic Honey| www.schrammek.com The power of medical beauty. Útsölustaðir Verði þinn vilji snyrti og nuddstofa Borgartún 3 Reykjavík / Heilsa og útlit Hlíðasmára 17 Kópavogi / Deluxe snyrti og dekurstofa Glæsibæ Nánari upplýsingar: www.vilja.is Dregur úr bólgum í húð og róar húðina Örvar endurnýjun húðar Hylur háræðaslit, stórar húðholur, roða og litabreytingar Sótthreinsandi Gott á sólbrun , brunasár og önnur sár Gott á bólur Góður hyljari Hentar öllum húðgerðum www.schrammekshop.com erði þinn vilji snyrti- li lí rs ára i - og dekurstofa Glæsib Snyrtistofan Tulip Hæðasmára 6 Kópavogi / Pandora snyrti- og fót ðgerðastofa Þangbakka 8-10 Reykjavík Nánari upplýsingar: www.vilja.is Útsölustaðir Verði þinn vilji Snyrti- og nuddstofa. Borgartún 3, Reykjavík Heilsa og útlit Hlíðarsmára 17, Kópavogi Deluxe snyrti- og dekurstofa Glæsibæ Snyrtistofan Tulip Hæðasmára 6, Kópavogi Pandora snyrti- og fótaðgerðastofa Þangbakka 8-10 Reykjavík Nánari upplýsingar: www.vilja.is S íðastliðinn föstudag fékk Salome Estevez Garcia Buabonah að vita að til stæði að senda hana, eiginmann hennar og tvö ung börn þeirra úr landi. Hún segist vera hrædd við að vera send til baka en að hennar sögn stendur til að senda fjölskylduna aftur til Afríku. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ, þar sem sonur hennar, þriggja ára, gengur í skóla. Stúlkan þeirra, eins og hálfs, er fædd á Íslandi en þau hafa búið hér í tæp tvö ár. Sonur þeirra hefur þurft á aðstoð að halda vegna talörðugleika. Hana hefur skólinn veitt. Eiginmaður Salome, sem er frá Nígeríu, hefur staðið í hungurverkfalli síðan á mánudag vegna yfirvofandi brottvísunar. Hún segir að erfitt sé að horfa á eiginmann sinn í slíkum aðstæðum og er hrædd um að eitthvað slæmt muni gerast. „Ég þarf einhvern til að heyra sögu mína og hlusta á hana,“ segir Salome, sem er hrædd um að ef þau snúi aftur til Afríku verði hún, maður hennar eða börnin jafnvel drepin. Þá segist Salome þurfa að taka lyf vegna sykursýki, lyf sem hún fái ekki í Afríku. Í úrskurði Útlendingastofnunar, kemur fram að Salome, ásamt börnunum tveimur og eiginmanninum, séu send heim á grundvelli laga um útlendinga. Miðbaugs-Gínea sé tiltölulega „friðsælt ríki“ þótt mannréttindi væru þar ekki virt að öllu leyti. „Það var mat Útlendingastofnunar að fyrirliggjandi upplýsingar bentu ekki til annars en að kærandi og börn hennar gætu búið í Miðbaugs- Gíneu þótt barnsfaðir hennar væri ekki sömu trúar og hún.“ Salome er múslimi en hann er kristinnar trúar. Send úr landi me tvö ung börn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.