Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Síða 12
Helgarblað 20.–23. maí 201612 Fréttir
SJÓNMÆLINGAR
LINSUR • GLERAUGU
Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík
Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is
Lífeyrissjóðirnir ósáttir
við fjárfestingarfjötra
n Gagnrýna frumvarp sem á að takmarka heimildir til fjárfestinga n Vilja hækka úr 15% í 25%
L
andssamtök lífeyrissjóða
(LL) gagnrýna frumvarp
sem á að takmarka heimild-
ir þeirra til fjárfestinga við
15% í hverju félagi. Telja þau
frumvarpið leiða til þess að erfiðara
verði að fjármagna verkefni eins og
stærri innviðafjárfestingar. Slík þró-
un eigi eftir að draga úr umsvifum
í hagkerfinu til lengri tíma sem og
hagvexti og lífskjörum. Forstjóri
verðbréfafyrirtækisins Virðingar
tekur undir þetta og segir mikilvægt
að frumvarpinu verði breytt.
„Þetta er óheppilegt fyrir margra
hluta sakir og getur hreinlega kom-
ið í veg fyrir fjárfestingar á ýmsum
sviðum. Sér í lagi núna þegar líf-
eyrissjóðum er að fækka með sam-
einingum,“ segir Hannes Frímann
Hrólfs son, forstjóri Virðingar, í sam-
tali við DV.
Vilja hækka í 25%
Samkvæmt stjórnarfrumvarpi um
breytingu á lögum um skyldu-
tryggingu lífeyrisréttinda og starf-
semi lífeyrissjóða á að koma í veg
fyrir að lífeyrissjóður eigi meira en
15% í hverju hlutafélagi. Einnig er í
frumvarpinu tekin af tvímæli um að
rýmri mörk til fjárfestinga í samlags-
hlutafélögum, sem voru hækkuð úr
15% í 20% á árunum 2009 til 2015,
til að liðka fyrir aðkomu sjóðanna
að fjármögnun fjárfestingarfélaga,
verði framlengd. Landssamtök líf-
eyrissjóða gagnrýna þessar ákvarð-
anir í umsögn þeirra sem efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis barst
síðastliðinn þriðjudag. Í henni er
bent á að rýmri mörk hafi stuðlað
að fjármögnun ýmissa félaga sem
styðja við nýsköpun og sprotastarf-
semi sem og lítilla og meðalstórra
fyrirtækja.
„Að mati LL eru rök til þess að
þrengja ekki þessar heimildir, held-
ur, ef eitthvað er, að lögfesta rýmri
heimildir og gera þær almennar.
Það væri ráðlegt að miða við 25% í
þeim efnum og láta slíkar heimildir
ná til annarra félaga, þó að undan-
skildum þeim félögum sem eru
skráð á skipulegum verðbréfamark-
aði,“ segir í umsögn samtakanna.
Þar er einnig varað við því að
verði frumvarpið að lögum geti það
skert svigrúm sjóðanna til skilvirkr-
ar eignastýringar og þannig tak-
markað svigrúm til ávöxtunar fjár-
muna sjóðfélaga. Bent er á að flest
fjárfestingarverkefni lífeyrissjóð-
anna undanfarin ár hafi verið fjár-
mögnuð með stofnun samlags-
hlutafélaga. Ástæðan sé sú að með
því móti hafi sjóðirnir getað átt allt
að 20% hver í ákveðnu verkefni.
„Líklegt er að mörg eða jafnvel
flest innlend framtaksfjárfestingar-
verkefni undanfarinna ára hefðu
ekki orðið að veruleika ef hámark-
ið hefði verið 15%. [...] Ef ákvæði um
15% hámarkshlutdeild í samlags-
hlutafélögum verður viðvarandi
leiðir það til þess að erfitt verð-
ur að fjármagna ýmis verkefni og
færri verkefni, fyrirtæki eða inn-
viðafjárfestingar verða að veruleika.
Jafnframt er líklegt að gerðar verði
hærri arðsemiskröfur til þeirra ver-
kefna sem þó tekst að fjármagna.
Þetta gæti leitt til minni umsvifa í
hagkerfinu til lengri tíma, minni
hagvaxtar og þar af leiðandi lakari
lífskjara,“ segir í umsögninni.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi –
lífeyrissjóður og sjóðastýringarfyr-
irtækið Stefnir, dótturfélag Arion
banka, hafa einnig sent inn um-
sagnir þar sem fjárfestingarheim-
ildir frumvarpsins eru gagnrýndar
á sama hátt.
Sundabraut og spítalinn
Hannes Frímann hélt erindi á
morgunverðarfundi Samtaka fjár-
málafyrirtækja (SFF) föstudaginn
13. maí þar sem hann benti á að
reglan um hámarkshlutdeild lífeyr-
issjóða í félögum hafi sífellt meiri
áhrif þar sem sjóðunum hafi fækk-
að mikið á undanförnum árum.
Verði fleiri sjóðir sameinaðir, með-
al annars út af hagkvæmniskröfum,
muni hún hafa sífellt meiri áhrif.
Hlutdeild upp á 15% þýði að sjö
lífeyrissjóði hið minnsta þurfi svo
þeir geti fjármagnað verkefni ein-
ir. Reynslan hafi sýnt að oft þurfti
sjö til tíu sjóði til að koma að einu
verkefni þrátt fyrir 20% regluna í
samlagshlutafélögum.
„Fyrir stóru sjóðina, ef þetta
eru flóknar fjárfestingar, kann að
myndast sú skoðun að þeir hugsa,
heyrðu, þetta tekur því ekki. Þetta
er of lítið fyrir okkar stóra sjóð og
of mikill tilkostnaður að skoða slíka
fjárfestingu ef við megum ekki fjár-
festa fyrir til að mynda meira en 300
milljónir króna í tveggja milljarða
króna verkefni,“ segir Hannes.
„Rök fyrir 15% reglunni gætu
verið að það sé vilji löggjafans
að takmarka áhrif lífeyrissjóða í
stærstu hlutafélögum landsins.
Hægt er að ná þeim vilja á skyn-
samlegri hátt. Til dæmis með því að
láta 15% regluna einungis gilda fyrir
skráð hlutafélög en 25–50% hlutfall
gilda fyrir aðrar fjárfestingar. 25%
regla myndi til dæmis þýða að fjórir
lífeyrissjóðir gætu fjármagnað verk-
efni í sameiningu.“
Aðspurður hvaða innviðafjár-
festingar gætu orðið fyrir áhrifum ef
frumvarpið verður að lögum nefnir
Hannes meðal annars Sundabraut,
nýjan Landspítala og Flugstöð Leifs
Eiríkssonar.
„Öll þau verkefni sem mögulega
hafa verið nefnd þar sem þarf að fá
einkafjármagn að opinberum fram-
kvæmdum. Allt eru þetta dæmi um
verkefni sem allir vita að er brýn
þörf á að ráðast í og finna fjármagn
fyrir.“ n
Forstjóri Virðingar Hannes Frímann
Hrólfsson. Mynd hag@Vb.iS
haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is
Keflavíkurflugvöllur Landssamtök lífeyrissjóða óttast að takmarkanir á getu þeirra til að fjármagna ný verkefni hafi neikvæð áhrif á
hagvöxt og innviðafjárfestingar. „Þetta er óheppi-
legt fyrir margra
hluta sakir og getur
hreinlega komið í veg
fyrir fjárfestingar á
ýmsum sviðum.