Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 15
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Umræða Stjórnmál 15 Draumurinn fjaraði út eftir forskrift sögunnar n Samfylkingin í tilvistarkreppu 16 árum eftir stofnun n Sagan endurtekur sig n Sameiningin er orðin að óeiningu n Næsti formaður mögulega sá síðasti Í sæng með höfuðand- stæðingnum Engu að síður tók Samfylkingin í fyrsta skipti sæti í ríkisstjórn með „höfuðandstæðingnum“, Sjálfstæð­ isflokknum. Davíð Oddsson hafði þá ráðið sig í Seðlabankann og Geir H. Haarde tekinn við valda­ taumunum í Valhöll. Kom það á daginn sem Steingrímur J. hafði sagt í árdaga Samfylkingarinnar. „Það eru ýmis teikn á lofti um að Samfylkingin sé hraðbyri að þró­ ast í sama farveg og gamli Alþýðu­ flokkurinn, og við vitum hvert sögulegt hlutskipti hans var í sam­ skiptum við Sjálfstæðisflokkinn. Það var allt annað en að vera höf­ uðandstæðingur, heldur var hann þvert á móti ein meginríkisstjórn­ arhækja Sjálfstæðisflokksins.“ Þetta stjórnarsamstarf átti eftir að verða Samfylkingunni örlagaríkt. Bankahrunið reið yfir og Samfylk­ ingin, sem þá var nánast forystulaus vegna veikinda formannsins, sleit samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Minnihlutastjórn var mynduð fram að kosningunum vorið 2009 og Jó­ hanna Sigurðardóttir var á þessum tímapunkti eini stjórnmálamaðurinn sem naut trausts til að leiða flokk­ inn. Að loknum kosningum myndaði hún ríkisstjórn með VG, fyrstu hreinu vinstri stjórnina á Íslandi. Óumflýjanlegt kosningatap Óhætt er að segja að samstarfið við VG hafi verið þyrnum stráð og má færa rök fyrir því að það hafi ver­ ið upphafið að hnignuninni. Ekki skal dregið úr því að verkefnin voru risavaxin. Rétta þurfti af fjárlaga­ halla upp á hundruð milljarða, skuldir almennings höfðu rok­ ið upp úr öllu valdi og atvinnulífið var botnfrosið. En það voru önn­ ur mál sem léku vinstri stjórnina grátt – Ice save, aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið og ný stjórn­ arskrá. Ekki bætti úr skák að þing­ flokkur VG var afar erfiður í sam­ starfi. Það var óumflýjanlegt að Sam­ fylkingin myndi fá á sig högg í þing­ kosningunum 2013, enda ríkis­ stjórnin orðin afar óvinsæl og fylgið tekið að reytast mjög af stjórnar­ flokkunum. Árni Páll Árnason sigr­ aði Guðbjart heitinn Hannesson í formannskjöri nokkrum mánuð­ um fyrir kosningar, en var settur í þá einkennilegu stöðu að vera formað­ ur stjórnarflokks utan ríkisstjórn­ ar, þar eð Jóhanna ákvað að vera forsætisráðherra út kjörtímabilið. Kosningabarátta Samfylkingarinnar var almennt talin frekar mislukkuð en fáa óraði þó fyrir því bylmings­ höggi sem kosningaúrslitin voru. Samfylkingin fékk aðeins 12,9 pró­ sent, eitt versta kosningatap á Vest­ urlöndum. Lagði haltur af stað Formannsferill Árna Páls var þess vegna strax orðinn fallvaltur þótt hann hafi aðeins setið nokkra mánuði í embætti. Hann sætti gagn­ rýni flokksmanna sem vildu skella fylgistapinu á hann og naut þar að auki takmarkaðs stuðnings inn­ an þingflokksins. Það kom berlega í ljós þegar Sigríður Ingibjörg Inga­ dóttir bauð sig fram gegn Árna Páli á landsfundi, einungis með sólar­ hrings fyrirvara. Þetta afhjúpaði klofning innan raða Samfylkingar­ innar og þótti mörgum sem at­ laga Sigríðar Ingibjargar hafi ver­ ið ómakleg. Sú staðreynd að Árni Páll sigraði með aðeins einu at­ kvæði, sínu eigin, varð síst til að efla traustið á flokknum. Samfylkingin hafði fram að þessu verið á þokka­ legu, þó langt í frá ásættanlegu, róli í skoðanakönnunum. Síðan þá hef­ ur þróunin aðeins verið á einn veg, niður á við. Vegna mikillar undiröldu innan flokksins var ákveðið að flýta for­ mannskjöri og verður það haldið í sumar. Í kjölfarið skrifaði Árni Páll flokksmönnum einlægt bréf þar sem farið var hörðum orðum um ákvarð­ anir sem teknar voru í stjórnartíð Jó­ hönnu. Þannig hafi flokkurinn „ekki varið ítrustu hagsmuni þjóðarinn­ ar“ í Icesave­málinu, að aðildarum­ sóknin að ESB hafi byggst á flóknu baktjaldasamkomulagi sem aldrei hélt og að Samfylkingin hafi tek­ ið stöðu með fjármálakerfinu gegn fólkinu í skuldamálum heimilanna. Þetta bréf vakti mismikla lukku inn­ an flokksins, einkum gagnrýni Árna Páls á meðferð stjórnarskrármálsins sem hann sjálfur hefur verið sakað­ ur um að drepa. Enda kom á daginn að hann dró formannsframboð sitt til baka. „Flokkar okkar klofnuðu og sundruðust“ Með fullri virðingu fyrir þeim fram­ bjóðendum sem sækjast eftir for­ mannsembættinu, þá verður að segja það hreint út að enginn þeirra er líklegur til að endurheimta fylgi flokksins. Tveir þeirra koma úr þingflokki sem hefur verið áberandi slappur á kjörtímabilinu og sá þriðji hefur starfað utan flokksins eftir að hafa fallið út af þingi. Samfylkingin er í bráðri þörf fyrir blóðgjöf og nýtt blóð kemur ekki með þessum þrem­ ur frambjóðendum. Flokkurinn þarf á sínum Bernie Sanders eða Jeremy Corbin að halda, en slíkur maður virðist ekki vera til. Í besta falli situr Samfylkingin uppi með John Ed­ wards eða Ed Miliband. Staðan er því þessi: Fylgið er í sögulegu lágmarki og það er ekkert í kortunum sem bendir til þess að það breytist, flokkurinn er forystu­ laus og nýr formaður getur í besta falli vænst þess að skríða aftur upp í tveggja stafa tölu í fylgi, þjóðin hef­ ur engan áhuga á helsta baráttu­ máli Samfylkingarinnar frá stofnun (aðild að ESB) og lúinn þingflokkur ákallar endurnýjun en undanskilur sjálfan sig. Næsti formaður flokks­ ins verður þess vegna mögulega sá síðasti. Hvort hann leggi flokkinn niður sjálfur, eins og Magnús Orri Schram hefur viðrað, eða það falli í hlut kjósenda verður að koma í ljós. Í grein Óskars Guðmundssonar, sem vitnað var til í upphafi, segir: „Það þarf ekki að rekja þessa rauna­ sögu lengi, flokkar okkar klofnuðu og sundruðust forðum á um það bil áratugs fresti. Vinstri hreyfingin var margklofin frá 1930 og fram á okkar dag.“ Hver hefði trúað því að 16 árum síðar myndi Samfylkingin liggja banaleguna? Nú, ef sagan kennir okkur eitthvað hefðu allir átt að búast við því. n Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Bakarameistari & Konditormeistari Allt frá konfektmola upp í fullbúna veislu Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.