Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 25
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Fólk Viðtal 21 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 Þess vegna þýðir ekkert að spá í hvort fólk muni skilja brandarana eða vera ánægt með þá. Það er bara til einn mark- hópur og það er maður sjálfur. Ég geri mikið grín að miðbænum, og bolnum líka, eiginlega eins mörgum týpum og ég get gert grín að. Sumir verða ringl- aðir yfir þessu. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég gerði leikritið Leg og Jón Viðar gagnrýndi það. Honum fannst undar- legt að ég gerði grín að kapítalískum iðnaði sem eyðileggur náttúruna og líka hinum sem verja hana með kjafti og klóm. Honum fannst þetta ekki geta farið saman, en ég gæti ekki ver- ið meira ósammála. Maður á að gera grín að öllum, bæði þeim sem standa nærri manni og þeim sem eru fjar- lægari. Reyndar er ég ekki duglegur að gera grín að öðrum menningarheim- um, eins og Mið-Austurlöndum eða Kína, en það stafar meira af vanþekk- ingu minni. Það þýðir ekki að vera „ignorant“ í gríni.“ Umhugsunarlaus kaldhæðni Grín Hugleiks hefur farið sigurför um heiminn. Bækurnar hans eru orðn- ar um 30 talsins og sumar hafa ver- ið þýddar á 30 tungumál. Mér leikur forvitni á að vita hvort hann hafi verið búinn að hanna atburðarásina þegar hann var nemi í fjöltæknideild Lista- háskólans fyrir rúmum áratug. „Nei, það var ekkert plott í gangi. Ég teiknaði fyrstu 30 myndirnar sum- arið á milli annars og þriðja árs í skól- anum. Það var fyrir sýningu á Seyðis- firði og ég teiknaði þær sama dag og hún var opnuð. Myndirnar urðu svo fyrstu 30 myndirnar í fyrstu bókinni minni.“ Hugleikur segist hafa teiknað myndirnar hratt og nánast hugsunar- laust. „Þetta var umhugsunarlaus kaldhæðni, miklu frekar en kald- hæðni. En myndirnar vöktu lukku hjá samnemendum mínum og ég teikn- aði nógu mikið í viðbót til að geta heft- að saman bók sem ég seldi sjálfur. Þetta gerði ég þrenn jól í röð, en eft- ir það hefur Forlagið séð um útgáfu á mínum bókum.“ Skyldi þessi kolsvarti húmor eiga upp á pallborðið hjá öllum heiminum eða hvað? 30 lönd eru nú ekkert smá- ræði. „Oftast gefa löndin út eina bók og gefast svo upp. Sumir hafa samt gefið út allt eftir mig sem hægt er að þýða. Frakkar hafa náð að gefa út tvær eða þrjár bækur, en Finnar og Bret- ar ná húmornum best, fyrir utan Ís- lendinga.“ Eru lesendur þínir meira banka- menn eða veganar, eða ákveðnir hóp- ar? skýt ég inn í. „Það er ekki til ákveðinn höfund- ur sem höfðar meira til vegana, en ætli Ayn Rand sé ekki sá höfund- ur sem höfðar til bankamanna. Mín- ir lesendur eru alls konar fólk, ekki bara ein týpa. Ég sá einu sinni heim- ildamynd um South Park þar sem talað var um að bæði repúblikanar og demókratar vilji eigna sér þættina. Það er nefnilega hægt að lesa heilmik- il frjálshyggjuskilaboð úr þáttunum, en á sama tíma má túlka margt lengst til vinstri. Ég held að það sé svipað hjá mér. Ef ég er pólitískur skýt ég mis- kunnarlaust í báðar áttir. Þó svo að ég hugsi meira til vinstri, finnst mér hið pólitíska kerfi meingallað, og þar af leiðandi eru báðir pólar fastir í þeim galla.“ Þannig að líklega er hlegið að bröndurum Hugleiks jafnt í Valhöll sem Tortuga. Við dveljum áfram við pólitíkina. „Winter is coming“ „Mér líður stundum eins og við séum stödd í Game of Thrones. Það virð- ist alltaf eitthvað vera alveg að fara að gerast, en svo gerist ekkert. Byltingin er að minnsta kosti ekki í þessari þáttaröð. Ég er eiginlega dálítið búinn að missa trúna á mannfólkinu. Sjáðu til dæmis síðustu mótmælahrinu, í kjölfar Panama-skjalanna. Þar var slegið met í fjölda, fleiri mótmæltu en í kjölfar hrunsins, en svo þreytist fólk á þessu. Ég er alveg jafnsekur því ég mætti alls ekki á öll mótmælin. Ég held að það pólitískasta sem ég hef teiknað sé gullfiskurinn sem er í laginu eins og Ísland. Ég teiknaði hann daginn eftir að Framsóknarflokkurinn var kosinn aftur til valda og sagði þá í gríni að þetta væri góður dagur fyr- ir grínista. En gullfiskurinn er alltaf í gildi. Samt verð ég að hafa fyrirvara á því að tala svona, því eins og Fram- sóknarflokkurinn og Donald Trump eru frábær uppspretta gríns, þá eru þetta opin skotmörk. Grínið verður frekar eins og sjálfsvörn – leið til að lifa af með þessi öfl í valdastöðu. Þannig að frekar vil ég vera laus við Trump og Framsókn en að gera grín að þeim. Þegar stjórnvöld eru með svona stór- an „fokkjú“-putta í áttina til manns, verður maður að segja „fokkjú“ á móti. Eiginlega er þetta meira „fokkjú“ en einhver skemmtun.“ Það er ljóst að Hugleikur hallast til vinstri í pólitík, ég spyr hann nánar út í það hvar hann stendur. „Ég er fyrst og fremst útópisti. Ég horfi á Star Trek og hugsa „af hverju er lífið ekki orðið svona?“ Mér finnst alls konar tækni spennandi og held að við ættum að einbeita okkur að þannig hlutum í staðinn fyrir skamm- tíma-rassgataskoðanir. Þá mundi allt skána. Fólk virðist stjórnast af ótta og óöryggi – til dæmis við óstöðugleika. Hrædda fólkið kýs þann sem lofar lausnum sem fyrst. En þær eru í eðli sínu skammtímalausnir. Lúalegast þykir mér þó þegar flokkar ala á ótta og fordómum til að laða að sér fylgi. Við sjáum Trump gera þetta núna, og Framsókn á síðustu metrunum fyr- ir borgarstjórnarkosningar. Að nota útlendingahatur til að öðlast styrk er afskaplega lúalegt.“ Járnhásætið Hvað með forsetaembættið? Hvernig tilfinningar berðu til þess? „Forsetaembættið var fyndinn brandari fyrir stuttu síðan. En núna er eins og það sé verið að endurtaka „pönslænið“ aftur og aftur. Ég var með nokkrar pælingar í sambandi við brandara um forsetaembættið, en svo var þetta búið að fara svo marga hringi að mér fannst álíka spennandi að tala um það eins og veðrið. Ólafur er búinn að vera svo lengi þarna að ég er hættur að nenna að fylgjast með honum. Eins og Simpsons-þættirnir í sjónvarpinu, ég hata þá alls ekki, en er löngu hættur að nenna að horfa því þeir hættu að vera fyndnir fyrir löngu. Ég vorkenni Ólafs Ragnars-eftirhermum hræði- lega. Þær verða að fá annan forseta til að leika. Það er svo leiðinlegt að búa í landi þar sem boðið er upp á það sama aftur og aftur og aftur – þannig ástand sýnir mikinn ófrumleika. Pólitískt séð er Davíð Oddsson þó mun verri padda. Samt mundi ég frekar vilja sjá hann sem forseta, bara af því ég nenni ekki Ólafi lengur. Ég á svo auðvelt með að fá ógeð á hlutum og leiðast.“ Jahá! Verður mér að orði. Krúnuleikar Hugleiks „Game of Thrones er hin fullkomna pólitíska allegoría.“ Mynd SigtryggUr Ari gullfiskur Hugleiks Þjóðin sem gleymir auðveldlega. Mynd HUgleiKUr dAgSSon „Ef maður reynir að þóknast neyt- andanum dettur maður strax niður í meðal- mennsku. „Þegar stjórnvöld eru með svona stóran „fokkjú“- putta í áttina til manns, verður maður að segja „fokkjú“ á móti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.