Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 28
Helgarblað 20.–23. maí 201624 Sport
s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com
Ertu á leið í flug?
13.900 kr. fyrir 2 með morgunmat
Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á
flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu
Láttu fara
vel um þig
nóttina fyrir
eða eftir flug
og gistu hjá
okkurNý rúm frá RB
rúm
1. maí til 15. júní
Óþekkta nafnið á lista þeirra dýrustu
n Fáir muna eftir Gigi Lentini n Keyptur á metfé til AC Milan n Bílslys breytti öllu
K
aupverðið á honum var
fordæmt af ítölskum fjöl-
miðlum, stuðningsmönn-
um annarra félaga og
Vatíkaninu, sem sagði
það hreinlega aðför að heiðri og
sæmd ærlegrar vinnu. Þrátt fyrir
fárið og baráttuna um undirskrift
hans í byrjun tíunda áratugar-
ins, þá hringir nafnið Gianluigi
Lentini ekki bjöllum hjá mörg-
um knattspyrnuáhugamönnum. Í
það minnsta ekki þegar litið er til
þess að í þrjú ár bar ítalski kant-
maðurinn þá byrði að vera dýr-
asti knattspyrnu maður í heimi.
Ólíkt mörgum sem hlotið hafa
þann titil síðan þá fór Lentini ekki
í sögubækurnar sem einn besti
knattspyrnumaður sögunnar.
Örlagaríkt kvöld í ágúst 1993 sá til
þess. DV rifjar upp sögu þessa lítt
þekkta nafns á lista yfir þá dýrustu.
Peningalestin á Ítalíu
„Hann var ótrúlega hæfileikaríkur.
Fljótur, sterkur og áræðinn. Virki-
lega góður,“ sagði Fabio Capello eitt
sinn um Lentini sem hann keypti
til AC Milan frá Torino á sem nem-
ur 13 milljónir punda árið 1992.
Hann varð með því dýrari en Ro-
berto Baggio, Jean-Pierre Papin og
Gianluca Vialli.
Í byrjun tíunda áratugarins voru
peningarnir í heimsfótboltanum á
Ítalíu. Þangað fóru stærstu nöfnin
og bestu leikmennirnir sem stór-
liðin greiddu stórfé fyrir og fengu
ríkulega launað. Um nokkra hríð
hafa peningarnir leitað til Englands
en til samanburðar á fjárhagsstöðu
ensku úrvalsdeildarinnar og ítölsku
deildarinnar á þessum tíma þá
varð Roy Keane, dýrasti leikmaður
í sögu Bretlands, árið 1993, þegar
Manchester United keypti hann frá
Nottingham Forest á 3,75 milljónir
punda. Upphæðirnar áttu auðvitað
bara eftir að hækka en ítölsku stór-
liðin voru í allt öðrum fjárhagsleg-
um styrkleikaflokki en þau ensku á
þessum tíma.
Uppalinn hjá Torino
Gianluigi Lentini fæddist í mars
1969 í Túrín. Hann varð fljótt
áhugamaður um knattspyrnu
og lék með yngri flokkum Tor-
ino sem barn og unglingur. Von-
ir voru bundnar við hann en hann
lét ekki mikið fyrir sér fara í fyrstu.
Árið 1986 var hann orðinn við-
loðinn aðalliðið en fékk fá tækifæri
enda ungur að árum. Tímabilið
1988/89, þegar hann var átján ára,
var hann sendur að láni til Ancona
sem þá var nýkomið upp í Serie B.
Hann lék 37 leiki það tímabil og
tók stórstígum framförum, styrkt-
ist og þroskaðist. Lentini var kant-
maður sem kunni best við sig úti
á vinstri vængnum og sýndi mikla
hæfileika. Þegar hann sneri aftur til
Torino tímabilið 1989/90 hafði fé-
lagið fallið um deild og misst alla
sína bestu leikmenn. Lentini steig
upp, lék vel, skoraði sex mörk og
hjálpaði Torino að vinna Serie B og
sæti í efstu deild á nýjan leik.
Rísandi stjarna
Næstu tvö tímabil, undir stjórn Em-
iliano Mondonico, varð Torino að
miklu spútnikliði sem vann bæði
gamla Mið-Evrópubikarinn svo-
kallaða (Mitropa Cup) árið 1991,
komst í úrslit UEFA-bikarsins 1992
og náði þriðja sæti í Serie A tímabil-
ið 1991/92. Og Lentini var ein af
stjörnum liðsins ásamt Enzo Scifo
og Roberto Policano. Þremenn-
ingarnir á miðjunni skoruðu sam-
tals 20 mörk í deildinni það tímabil.
Frammistaða Lentini fór ekki fram
hjá stórliðunum og strax eftir síð-
asta leik tímabilsins voru tvö þeirra
stærstu farin að sverma fyrir hon-
um.
Félagsskiptaglugginn í Serie
A var eins og villta vestrið á þess-
um árum. Árið 1990 varð Roberto
Baggio dýrasti leikmaður sögunn-
ar þegar Juventus keypti hann á
8 milljónir punda frá Fiorentina.
Sumarið 1992 var samt galið.
Metið hafði þegar fallið í tvígang.
Fyrst þegar Papin var keyptur til
AC Milan á 10
milljónir punda
og svo aftur
þegar Juventus
keypti Vialli á 12
skömmu síðar.
Og þessi tvö
félög voru stað-
ráðin í að landa
Lentini líka. Til-
boð og gagntil-
boð gengu fé-
laga á milli í
rúman mánuð
og Torino var í
bílstjórasætinu.
Upphæðirnar
sem boðið var í
Lentini hækkuðu
sífellt og ljóst varð
að félagið gæti
ekki haldið honum.
Dýrastur í sögunni
Fabio Capello hafði tekið við af
Arrigo Sacchi sem knattspyrnu-
stjóri Milan árið 1991 og vildi ólm-
ur búa til sitt eigið lið og losna úr
skugga forverans. Capello náði
að sannfæra Silvio Berlusconi
eiganda Milan að greiða sem nem-
ur 13 milljón-
um punda fyr-
ir Lentini, skáka
þar með Juvent-
us og gera Lentini
óvænt að dýrasta
leikmanni
knattspyrnu-
sögunnar.
Viðbrögð-
in voru gríðar-
leg og langt í frá
jákvæð að öllu
leyti. Fjölmiðl-
ar sögðu ítölsku
peningalestina
stjórnlausa,
Vatíkanið
fordæmi
kaupverðið
sem fyrr segir
og stuðnings-
menn Torino
voru bálreiðir yfir því að sjá á eftir
uppalinni hetju og lykilmanni. Eig-
andi félagsins, Gian Mauro Borsan,
þorði ekki út af heimili sínu svo
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Einn sá dýrasti Árið 1992 komst Gianluigi Lentini á lista yfir dýrustu knattspyrnumenn
sögunnar þegar AC Milan greiddi Torino 13 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Ógnarsterkt lið AC Milan var stjörnum prýtt tímabilið 1992/93. Lentini er fyrir miðju í
fremstu röð. Dýrastur allra.
Rísandi stjarna í Torino
Lentini ólst upp í Torino þar
sem frammistaða hans vakti
athygli stórliða.