Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 29
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Skrýtið Sakamál 25 Kynningarafsláttur í verslun Lyfsalans Óþekkta nafnið á lista þeirra dýrustu Dýrustu leikmenn sögunnar Ár Leikmaður Kaupverð í milljónum punda 1990 Roberto Baggio £8m 1992 Jean-Pierre Papin £10m 1992 Gianluca Vialli £12m 1992 Gianluigi Lentini £13m 1995 Alan Shearer £15m 1997 Ronaldo £19,5m 1998 Denilson £21,5m 1999 Christian Vieri £32,1m 2000 Hernán Crespo £35,5m 2000 Luis Figo £37m 2001 Zinedine Zidane £46,6m 2009 Kaká £56m 2009 Cristiano Ronaldo £80m 2013 Gareth Bale £86m Samantekið af Bleacher Report UK. dögum skipti eftir á, þar sem æfir mótmælendur fylltu götur og höfðu umkringt heimili hans. For- ráðamenn félagsins gátu þó and- að léttar að hafa ekki selt Lentini til nágrannanna og erkifjend anna í Juventus. Þá fyrst hefði allt orðið vitlaust. Löngu síðar átti eftir að koma í ljós, í það minnsta ásakanir, um grunsamlegar og ólöglegar greiðsl- ur frá Berlusconi til Borsano, í gegnum erlenda bankareikninga. Sem sagan segir að hafi liðkað fyrir viðskiptunum. Lentini lét þetta umstang ekki á sig fá. Hann skoraði 7 mörk og lagði enn fleiri fyrir liðsfélaga sína tímabilið 1992/93. AC Milan rúllaði yfir Serie A og tapaði aðeins tveim- ur leikjum á leiðinni að meist- aratitlinum. Tímabilinu lauk þó með vonbrigðum því Milan tapaði fyrir Marseille í úrslitaleik hinn- ar þá nýstofnuðu Meistaradeild Evrópu. Bílslys breytti öllu Í ágúst 1993 kom vendipunktur- inn í bæði ferli og lífi Gigi Lentini. Hann var á heimleið eftir æfinga- mót í Genoa þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi. Hann missti stjórn á Porche 911 sportbíl sínum á 200 kílómetra hraða, endaði utan vegar, fór fjölmargar veltur og stóð bifreiðin að lokum í ljósum log- um. Vörubílstjóri kom Lentini til bjargar, sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. Hann höfuðkúpubrotnaði, slasaðist á auga og var haldið sofandi í um tvo daga. Minna fór fyrir fréttum af því að kraftaverk væri að Lentini væri á lífi, heldur var athygli fjölmiðla á hugsanlegu fjárhagslegu tjóni AC Milan. Varð aldrei samur Annað kraftaverk var þó að strax í ársbyrjun 1994 var Lentini byrjaður að æfa aftur. En það var ljóst að hann var ekki sami leikmaðurinn og hafði hrellt varnir andstæðing- anna af vinstri kantinum árin á undan. Hann var plagaður af minnis- leysi, svima og sjóntruflunum utan vallar og eftirköst slyssins komu niður á frammistöðu hans á vellin- um. Þegar á leið tímabilið 1993/94 var forráðamönnum AC Milan og liðsfélögum Lentini orðið ljóst að hann yrði aldrei samur. „Þú gast séð að hæfileikarnir, hvernig hann var fyrir slysið, jafn- vægið og annað, var gjörbreytt,“ minntist Marcel Desailly, liðsfélagi hans eitt sinn í viðtali. Í úrslitaleik Meistaradeildarinn- ar 1994 komst hann aðeins á bekk- inn, þrátt fyrir meiðsli og þunn- skipaðan hóp sökum takmarkana á notkun erlendra leikmanna. Milan lagði Barcelona 4-0 og Lentini fékk verðlaunapening, en hans tími var liðinn. Fjaraði út Næstu tvö tímabil hjá Milan var hann í algjöru aukahlutverki. Kom aðeins við sögu í 26 leikjum. Hann var lánaður til Atalanta tímabil- ið 1996/97 og síðan seldur aftur til uppeldisfélagsins Torino árið 1997 á aðeins 2 milljónir punda. Þar kom hann við sögu í 93 leikjum til ársins 2001 og flakkaði síðan milli sex neðri- og utandeildarfélaga árin á eftir. Þótt ótrúlegt megi virðast þá lagði hann ekki skóna formlega á hilluna fyrr en 2012. Verðlaunaður ferill Það var árið 1995 skilaði kvöð- inni sem fylgdi því að vera dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar Newcastle greiddi Blackburn 15 milljónir punda fyrir Alan Shearer. Þrátt fyrir að ferill Lentini verði ávallt skilgreindur út frá kaupverðinu og bílslysinu sem breyttu lífi hans og margir telja það sorgarsögu að hann hafi aldrei orðið sú alheimsstjarna sem væntingunum fylgdi – þá verð- ur ekki hjá því litið, þegar horft er til baka, að hann á fleiri verðlaunagripi en margir. Einn Meistaradeildartitil, þrjá ítalska meistaratitla, þrjá ítalska bikartitla og einn evrópskan Ofur- bikar á ferilskránni sem og 13 lands- leiki með Ítalíu á ferilskránni. n Forsprakki Sex Money Murder bíður réttarhalda K viðdómur (e. grand jury) hefur ákveðið að ákæra forsprakka Sex Money Murder-gengisins, SMM, sem starfar á austurströnd Bandaríkjanna. Maðurinn heitir Kenneth Eric Jackson en er einnig þekktur undir götunafninu KG the God. Honum er gefið að sök að hafa úr fangelsi fyrirskipað að láta myrða níu mánaða gamlan dreng. Voðaverkið var framið þann 10. maí 2014. Þá sat Jackson á bak við lás og slá í Georgíu en stýrði mönn- um sínum með síma sem honum hafði tekist að smygla inn í fangels- ið. Í gegnum hann er hann sagður hafa fyrirskipað mönnum sínum að taka litla drenginn af lífi. Aðgerðin var hugsuð sem hefnd gegn frænda litla drengsins, sem er sagður hafa tengst láti meðlims Sex Money Murder. Hvorki barnið né foreldrar þess höfðu sér neitt til saka unnið. Fjölmörg ofbeldisbrot Jacksons bíður nú ákæra fyrir marg- víslega glæpi. Hann er grunaður um tilhæfulaust morð (e. malice murder) en í Georgíu nær það yfir morð sem framin eru án nokkurr- ar ástæðu. Hann er auk þess grun- aður um margar líkamsárásir og ýmis önnur ofbeldisbrot. Með hon- um eru ákærðir Marco Watson og Christopher Florence, en þeim er gefið að sök að hafa framkvæmt ódæðið. Þeir eru báðir meðlim- ir klíkunnar. Fjórði maðurinn, Devin Thomas, kemur einnig fyrir í ákærunni, eins og Eunice English en þau eru ekki talin hluti af SMM. Fimmenningarnir bíða allir rétt- arhaldanna en ákæruliðirnir eru að lágmarki fimmtán talsins, að því er fram kemur í frétt 11alive.com. Flúðu inn á bað Saksóknari segir að Thomas, Watson og Florence hafi brotist inn á heimili barnsins, eftir skipan- ir Jacksons í maí í hittifyrra. Móð- ir barnsins, Tanyika Smith, amma þess og fjölskylduvinur voru á heimilinu, ásamt barninu, þegar árásin var gerð. Heimilisfólkið flúði inn á baðherbergi þegar það varð vart við innbrotið og leitaði þar skjóls og hringdi þaðan í lög- regluna. Byssumennirnir brut ust inn á baðherbergið og skutu þar litla drenginn, en allir heimilis- menn urðu fyrir skoti enda var kúl- unum látið rigna. Drengurinn einn lést af sárum sínum. n baldur@dv.is Lét myrða níu mánaða dreng Látinn Drengurinn var aðeins 9 mánaða gam- all þegar hann var skotinn. Ofbeldismaður Kenneth Eric Jackson bíður dóms.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.