Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 32
Helgarblað 20.–23. maí 201628 Menning Y firleitt þegar maður les handrit fær maður ein- hverja mynd af því sem maður getur gert, hvort sem sú leið verður svo ofan á að lokum. En þegar maður les handrit eftir Tyrfing þá hugsar maður bara: „Sjitt, ég veit ekkert hvernig ég á að leika þetta!“ Mér finnst það geggjað,“ segir Hjörtur Jóhann Jónsson, sem leikur eitt aðalhlutverkið í Auglýs- ingu ársins, nýjasta verki leikskálds- ins. Hjörtur hefur verið áberandi á leiksviðinu undanfarið ár. Auk þess að leika í kvikmyndunum Austur og Reykjavík sprakk hann út í hlutverki vöðvastælts og ógnvænlegs Skarp- héðins í verðlaunaverkinu Njálu. Nú birtist hann hins vegar bæði sem dularfullur, moldríkur og staur- fættur verkkaupi sem fær heill- um horfna auglýsingastofu til að gera flottustu auglýsingu ársins ... um ekki neitt. Auglýsing ársins er grótesk sýn á yfirborðsmennsku aug- lýsingaheimsins, söluvöruvæðingu náttúrunnar, oflæti listabransans, þrælslund, hræsni og fúsk í íslensku samfélagi og mannlegu eðli almennt. Hommahækjur og karlabörn Auglýsing ársins er þriðja verkið eft- ir Tyrfing sem Hjörtur leikur í. „Við vinnum rosalega vel saman, erum vinir og höfum gaman af hvor öðr- um,“ segir hann. Í útskriftarverkefni leikskálds- ins úr LHÍ, einleiknum Grande, lék Hjörtur óþægilega samrýnd mæðgin, fullorðinn mann sem reynir hvað hann getur til að slíta sig frá móð- ur sinni, útlifaðri hommahækju og djammdrottningu. Hið ógnvænlega sifjaspell í lok verksins rennur ef- laust fæstum þeim sem sáu verkið úr minni. Næst tók hann þátt í uppsetn- ingu Óskabarna ógæfunnar á Bláskjá, þar sem hann lék hárkolluklætt karlabarn i fitubúningi sem hætti sér ekki upp úr kjallara föður síns, ný- látins kópavogsks broddborgara. „Þetta er alltaf eitthvað svaka- legt. Ein helsta áskorun leikarans er þá bara að treysta. Oft er Tyrfingur nefnilega langt á undan manni. Mað- ur skilur ekkert hvað er í gangi, af hverju hann ákveður að fara þangað, af hverju hann segir þetta eða seg- ir það svona. Það eru alltaf mörg lög ofan á hverju lagi – þetta er mjög út- pælt hjá honum. Leikurinn þarf líka að dansa á einhverri línu. Þetta þarf að vera alvara – það má ekki bara grína sig í gegnum þetta og leika persónurnar eins og algjörar fígúrur – en það má heldur ekki svíkja stíl- inn og stemninguna með því að fletja þetta við jörðina og gera allt algjör- lega eðlilegt,“ segir Hjörtur um þær áskoranir sem leikarar þurfa að tak- ast á við í verkum Tyrfings. „Oft veit maður í raun ekki sjálf- ur hvort margt af því sem gerist í leik- ritinu eigi að vera að gerast í raun- veruleikanum eða ekki. Og stundum þarf það bara að fá að liggja milli hluta. Það er oft mikil þörf hjá leikur- um að skilja og það er vissulega nauðsynlegt, en skilningurinn þarf ekkert endilega að vera bundinn við fullkomlega röklega atburðarás. Mér finnst skemmtilegt þegar skilningur- inn felst bara í einhverri tilfinningu, andrúmslofti eða stemningu, sem meikar ekkert endilega sens en er samt einhvern veginn rétt. Þetta er svolítil áskorun því maður þarf bara að stökkva út í óvissuna,“ segir hann. „Bæði í leiklist og lífinu þarf mað- ur að taka að sér verkefni sem eru manni eiginlega ofviða, þá finn- ur maður nýjar hliðar á sjálfum sér. Þegar maður finnur leiðir til að redda og bjarga sér vex maður og stækkar, bæði í sínu fagi og sem manneskja. Það á algjörlega við um verkin hans Tyrfings.“ Siðrof/geðrof Hvernig nálgast þú annars hlutverk yfirleitt? Hvernig býrð þú þig undir að leika tiltekinn karakter? „Ég get ekki sagt að ég hafi eina auðútskýranlega aðferð. En mér finnst gott að undirbúa mig sem mest áður en við byrjum, læra texta, stúd- era handrit og karakter og vera með alls konar hugmyndir en reyna að festa mig ekki í neinu. Því það sem gerist „spontant“ í æfingaferlinu er nánast alltaf betra en það sem maður býr til heima eða gerist í hausnum á manni. Ég vil prófa alls konar og geta brugðist við og leyft þessu að fæðast í ferlinu. Það er bæði kraftmeira og maður er meira í núinu, það er svona list augnabliksins,“ segir Hjörtur. Auglýsing ársins hefur fengið svo- lítið blendnari viðtökur en fyrri verk leikskáldsins, þegar ég gekk út úr leik- húsinu heyrði ég að minnsta kosti heldra fólk segja hluti sem ég vil helst ekki hafa eftir á prenti. „Ég hef bara heyrt mjög marga góða hluti, en þetta er náttúrlega stærsta verkið hans Tyrfings, bæði í lengd, persónufjölda en líka í því hversu margir sjá það. Bláskjár var stutt verk sem spurðist út og fólk sem hafði heyrt um það mætti. Þannig að fólk var kannski undirbúnara, eða að minnsta kosti búið undir að láta koma sér á óvart. Auglýsing ársins er hins vegar venjuleg kortasýning sem fólk mætir bara á til að sjá nýtt ís- lenskt verk eftir þennan Tyrfing Tyrf- ingsson, þetta „unga upprennandi skáld“. Mörgum finnst gaman að láta koma sér á óvart og vita ekki hvað er í gangi, en ég held að sumir verði svo- lítið sjokkeraðir. Það er kannski hægt að segja að þetta sé alls ekki fyrir alla en rosalega mikið fyrir suma. Þetta „Þarna birtast all- ir þessir helvítis bjúgsokkar í þjóðfélaginu, þessir útúrtættu, gömlu þreyttu pólitíkusar sem geta bara ekki látið okkur í friði „Hvernig á ég að leika þetta?“ „Þegar ég er reið- ur með skegg er ég greinilega bara Skarp- héðinn í huga fólks. Hjörtur Jóhann leikur bjúgsokk og dularfullan staurfætling í Auglýsingu ársins Að sjúga bjúgsokk Bjúgsokkur á hendi Hjartar leikur óvænt og mikilvægt hlutverk í Auglýsingu ársins – en áhorfandi þarf að spyrja sig hvort sokkurinn sé brúðan eða búktalarinn. Mynd Sigtryggur Ari Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.