Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 33
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Menning 29 L istasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn, Byggðasafn Skagfirðinga og sýningin Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu eru tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2016. Þetta var tilkynnt í tilefni af alþjóðlega safna- deginum, 18. maí. Íslensku safna- verðlaunin eru viðurkenning sem veitt eru annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Almenningur, stofnanir og félaga- samtök gátu sent inn ábendingar um safn eða einstök verkefni á starfssviði safna sem þykja til eft- irbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar, en valnefnd valdi þrjár tilnefningar sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna og eina milljón króna. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn þann 13. júlí á Bessastöðum. n verk er ekkert að útskýra sjálft sig, það er ekkert verið að leiða mann nákvæmlega í gegn, það brun- ar bara áfram og þú getur annað- hvort haldið fast eða dottið útbyrð- is.“ Leikritið brunar áfram og end- ar í nokkurs konar geð- og/eða sið- rofi, og bendir einn gagnrýnandi á að þarna fari að birtast vísanir í aðra karaktera úr öðrum leikverkum sem fara að skjóta upp kollinum: Mary Poppins, Kenneth Máni og Skarphéð- inn úr Njálu. „Það var í raun ekki planað, ekk- ert sérstaklega útpælt eða meðvitað af okkar hálfu. Bergur [Þór Ingólfs- son leikstjóri] gaf okkur lausan taum- inn á köflum. Á ákveðnum stað fer svo að flosna svolítið upp úr verkinu, persónurnar verða veruleikafirrt- ari eftir því sem á líður og undir lok- in er verkið eiginlega komið í algjört rof. Þá fara mörkin að hverfa, milli leikenda og áhorfenda, leikara og persóna, og persónanna innbyrðis – það er kannski skýrast hjá mér, þar sem ég er skyndilega orðinn annar maður, svo báðir í einu og allt í einu einhver annar. Hver er hvað verður algjörlega óljóst. En ég held að Skarp- héðins-tengingin hjá mér komi rosa- lega mikið í gegnum skeggið. Þegar ég er reiður með skegg er ég greini- lega bara Skarphéðinn í huga fólks – og það er bara hið fínasta mál,“ segir Hjörtur. Gamlir þreyttir bjúgsokkar Hvað er það við leiklistina sem heill- ar þig? „Það er bara svo sjúklega gaman – eða gaman er kannski ekki rétta orðið. Það sameinar svo margt sem mér finnst skemmtilegt í lífinu. Þetta er rosalega mikil stúdía á fólki og samfé- lagi, maður verður partur af einhverri umræðu, leikhúsið og listir eru mikil- vægur partur af samfélaginu, partur af því hvernig við tölum saman, hvernig við skoðum okkur sjálf og okkar sam- félag, fáumst við stóru spurningarn- ar,“ segir Hjörtur og bendir á hvernig bæði Njála og Auglýsing ársins hafi brugðist við málefnum líðandi stund- ar, sama dag og Panamaskjölin voru opinberuð stöðvaði leikhópur Njálu sýningu til að syngja þjóðsönginn og á sama tíma breytist möguleg merk- ing Auglýsingar ársins. „Mér fannst áhugavert að þetta leikrit sem innihaldslega var tilbú- ið fyrir löngu uppfærðist mikið við tíðindin. Þegar Panamaskjölin birt- ust og Ólafur Ragnar mætti galvaskur á svæðið til að bjarga þjóðinni. Allt í einu varð verkið þrjátíu sinnum meira relevant – og það var samt mjög relevant áður. Þarna birtast allir þess- ir helvítis bjúgsokkar í þjóðfélaginu, þessir útúrtættu, gömlu þreyttu póli- tíkusar sem geta bara ekki látið okk- ur í friði, verða alltaf að koma og fá að segja sitt, álíta ómögulegt að halda landinu gangandi án þess að þeir séu með puttana í öllu. Það er svo gaman þegar leikhúsið er að fást við hluti sem eru í gangi nákvæmlega þá stundina. Maður fer að hugsa um at- burðina frá fleiri sjónarhornum en maður hefði annars gert. Það er eitt að sjá þetta bara í sjónvarpinu, mæta á mótmæli og skoða á þetta utan frá. Það er annað að vera í verki sem skoðar þetta innan frá, inni á auglýs- ingastofunni, inni í ræðunum, inni í bullinu,“ segir Hjörtur. Nú þegar Auglýsing ársins líður undir lok taka við leikhúsferð utan með Mávinn, æfingar á Bláa hnettin- um sem verður frumsýnt næsta haust, eins og nýtt verk sem nefnist Flick. Þá verður Njála sýnd áfram og Hjörtur getur því ekki rakað af sér vígalegt Skarphéðinsskeggið um stund. „Njála kemur aftur næsta vetur en þegar það er búið í byrjun des- ember ætla ég að raka mig. Ég ætla samt að stytta yfirvaraskeggið í sum- ar, því það er svo mikið vesen. Ég þarf eiginlega að borða í einrúmi því það er svo sóðalegt, sérstaklega ef ég vil borða hamborgara eða pylsu sem ég get ekkki skorið niður í litla bita,“ segir Hjörtur og hlær. n FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3-5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is Hreinsun á jakkafötum 3.160 kr. Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum á Facebook Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 „Þetta verk er ekk- ert að útskýra sjálft sig, það brunar bara áfram og þú getur ann- aðhvort haldið fast eða dottið útbyrðis. Grande Bláskjár Vígalegur Hjörtur fær ekki að raka skeggið af sér fyrr en sýningum á Njálu lýkur næsta vetur. Tilnefningar til safnaverðlauna Ásmundarsafn, Sjónarhorn og Byggðasafn Skagfirðinga tilnefnd Byggðasafn Skagfirðinga Ásmundarsafn Sjónarhorn í Safnahúsinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.