Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 10.–13. júní 2016 Umræða Stjórnmál 13 n Meirihluti þingmanna ætlar að freista endurkjörs n Reynsluboltarnir hverfa einn af öðrum Hinir óákveðnu „Fannst minn tími búinn“ Hefði viljað sitja í ríkisstjórn á góðæristímum Nokkrir þingmenn hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir gefi kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Fjögur þeirra koma úr Framsóknarflokknum, þau Jóhanna María Sigmunds- dóttir, Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson og Haraldur Einarsson. Vigdís sagðist í sam- tali við Eyjuna ætla að tilkynna um ákvörðun sína þann 1. júlí en Jóhanna María vildi ekkert gefa upp um áform sín. Karl segir að það styttist í ákvörðun hans enda kjördæma- þing Framsóknarflokksins í Reykjavík haldið síðar í þessum mánuði: „Það eru margir hlutir sem spila inn í. Þegar líður að kosningum er bara eðlilegt að menn vegi og meti hvað þeir vilja gera næstu árin.“ Haraldur segist sömuleiðis þurfa að meta stöð- una. Annars vegar sé hann ánægður með þann árangur sem náðst hafi á kjörtímabilinu og honum finnist nú að hann sé kominn vel inn í hlutverk þingmannsins. Hins vegar hafi hann ekki lokið námi sínu, hann eigi tvö ung börn og fjölskyldulífið líði vissulega að sumu leyti fyrir starfið. Þá spili líka inn í að hann er afreksmaður í frjálsum íþróttum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, hefur sömuleiðis ekki gert upp hug sinn. „Ég ætla mér að fara í sumarfrí og taka ákvörðunina þá. Það er ekki búið að gefa út hvenær kosningar verða og ekki heldur hvernig haga á framboðsmálum hjá Samfylk- ingunni. Þegar það skýrist mun ég tilkynna mína ákvörðun,“ segir Sig- ríður Ingibjörg sem gerði atlögu að formannsembætti flokksins á kjör- tímabilinu, en tapaði með einu atkvæði. Hún segir spennandi verkefni fram undan með nýjum formanni Samfylkingarinnar og að hún telji sig eiga fullt erindi áfram inni á þingi. Loks sagðist Guðmundur Steingrímsson, þingmaður og stofnandi Bjartrar framtíðar, vera að velta framhaldinu fyrir sér. Ekki náðist í Ill- uga Gunnarsson menntamálaráðherra en hann hefur enn ekkert gefið upp um framtíðaráform sín. K atrín Júlíusdóttir segir að hún hefði gjarnan viljað upplifa að sitja í ríkisstjórn á góðæristímum og hafa þannig tök á að koma á aukn- um jöfnuði í samfélaginu. Katrín, sem mun láta af þingmennsku í haust, var fyrst kjörin á þing árið 2003 fyrir Samfylkinguna. Hún var iðnaðarráðherra á árun- um 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra 2012 til 2013. „Ég er búin að vera lengi, í 13 ár, á Alþingi, og þar á undan í þó nokkur ár í trúnaðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka. Þegar maður stendur á fertugu þá kannski fer maður að spá í seinni hlutann. Ég fann bara að þetta var rétti tíminn til að hætta, ég get ekki útskýrt það betur. Ég lifi eftir því prinsippi að hlusta á litlu röddina inni í mér og hún sagði mér að hætta,“ segir Katrín að- spurð um ástæður þess að hún láti nú gott heita. Katrín segir að hún sjái þó alls ekki eftir tíman- um á þingi, öðru nær. „Þetta er búinn að vera frábær tími og ég hvet allt gott fólk til að reyna sig við starfið, við þurfum á því að halda.“ Katrín segir að þrátt fyrir þetta hefði hún gjarnan viljað hafa upplifað það að vera í ríkisstjórn á góðæris tíma, en ekki bara í niðurskurðarstjórn eftir hrun. Hún segist þess þó fullviss að sú ríkisstjórn hafi unnið gríðarlega gott starf. „Það breytir þó ekki því að auðvitað hefði ég sem jafnað- armaður viljað vera í ríkisstjórn á tímum þar sem við hefðum getað gert róttækar breytingar á samfélaginu í átt til meiri jafnað- ar.“ Katrín nefnir einkum tvennt í þessum efnum. Hún hefði viljað tryggja öryrkjum og öldruðum mannsæmandi kjör og hún hefði viljað ná að styðja betur við ungt fólk og barnafjölskyldur. Katrín nefnir einnig mál sem hún sé stolt af að hafa komið áfram, meðal annars að hafa tek- ið þátt í að koma á lögum sem banni framsal orkuauðlinda úr ríkiseigu. Þá segir Katrín að hún sé líka stolt af því að hafa kom- ið Inspired by Iceland átakinu á koppinn eftir eldgosið í Eyja- fjallajökli. „Þar sýndum við fram á að opinberir aðilar og einka- aðilar gátu unnið saman með miklum sóma og náð árangri.“ Katrín segir aðspurð að hún útiloki ekki að snúa aftur í pólitík síð- ar. „Ég segi aldrei aldrei, eins og þar stendur.“ R óbert Marshall ætlar að láta af þingmennsku eftir kosningar nú í haust en hann settist fyrst á þing sem þingmaður Sam- fylkingarinnar árið 2009. Í kosn- ingunum 2013 var Róbert síðan kjör- inn á þing fyrir Bjarta framtíð. „Fólk á auðvitað að ákveða það fyrir sig hvort það vilji reyna að gera þingmennsku að ævistarfi en ég held að þetta sé þó vinna sem fólk eigi ekki að vera of lengi í. Ég er í raun búinn að vera frá 2006 í þessu, fyrst sem aðstoðarmaður ráðherra og varaþingmaður, og síðan sem þingmaður bæði í stjórn og stjórn- arandstöðu og búinn að svala metn- aði mínum í þessum efnum öllum. Ég er ennþá ungur maður, bara 45 ára gamall, og margt sem mig langar að gera fleira. Mér fannst bara minn tími búinn þarna.“ Spurður hvort hann yfirgefi sviðið þreyttur eftir átökin svarar Róbert því til að starf þingmanna geti vissulega verið slítandi. „Þú ert svolítið mikið alltaf í vinnunni en að sama skapi geturðu líka að nokkru leyti stýrt vinnutíma þín- um sjálfur. Stundum var maður nú samt kannski meira í vinnunni en var hollt, ekki síst þegar ég var þing- flokksformaður. Ég kem kannski ekki þreyttur út úr þessu, ég kem bara þannig úr þessu að ég sé búinn að fá nóg.“ Róbert segir að í gegnum árin hafi hann skrifað mjög mörg mál og vitanlega hefði hann vilj- að að fleiri þeirra hefðu náð fram að ganga. Þingmennska sé hins vegar samvinnuverkefni. „Það að hafa tekið þátt í að koma stjórnar- skrárvinnunni af stað og að hafa tek- ið þátt í að gera það sem gera þurfti eftir hrunið er eitthvað sem ég er mjög ánægður með að hafa komið að. Þá hefur umræðan um náttúru- vernd, sem er mitt hjartans mál, tek- ið miklum stakkaskiptum.“ En hafði lítið fylgi Bjartrar fram- tíðar í skoðanakönnunum eitthvað að gera með ákvörðunina? „Það er auðvitað erfitt að fullyrða um það en ég gekk til liðs við Bjarta framtíð þegar flokkurinn var undir 5 prósentum og ég er sannfærður um að hann muni rétta úr kútnum fyrir kosningar. Þegar maður tekur svona ákvörðun þarf maður að gera það upp við sig hvort maður sé að hætta af því að maður vill það eða af því að það gengur illa. Í mínu tilfelli er niðurstaðan að ég vilji það.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.