Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 33
Helgarblað 10.–13. júní 2016 Sport 25 Lí kl eg t by rj un ar lið P or tú ga la Eru bEtri En mEnn halda Rui Patrício Aldur: 28 ára Landsleikir: 44 (43 mörk á sig) Félag: Sporting CP Hæð: 190 cm Þyngd: 84 kg Síðasta stórmót var ekki gæfulegt hjá Patrício. Liðið tapaði 4-0 fyrir Þýskalandi í fyrsta leikn- um. Hann meiddist í kjölfarið og kom ekki meira við sögu. Patrício er aðalmarkvörður Sporting Lisbon og hefur verið lengi. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool. „Ég tek bara einn dag í einu og geri ekki áætlanir til framtíðar,“ var haft eftir honum nýlega. Cédric Soares Aldur: 24 ára Landsleikir: 10 Félag: Southampton Hæð: 172 cm Þyngd: 67 kg Soares er afar metnaðarfullur leikmaður. Til marks um það rýnir hann gjarnan í myndbönd af vinstri kantmönnum fyrir leiki. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki hátt í 100 keppnisleiki fyrir Sporting Lisbon. Hann samdi við Southampton í fyrra. Danilo Pereira Aldur: 24 ára Landsleikir: 11 Félag: Porto Hæð: 188 cm Þyngd: 83 kg Þrátt fyrir að tímabilið hjá Porto hafi ekki verið upp á marga fiska hefur Pereira slegið í gegn. Hann flutti fimm ára frá Gíneu til Frakklands og hefur leikið í Hollandi, á Ítalíu og í Grikklandi, auk Portúgals. Um er að ræða varnarsinnaðan miðjumann – Aron Einar þeirra Portúgala. Pepe Aldur: 33 ára Landsleikir: 70 Félag: Real Madrid Hæð: 188 cm Þyngd: 81 kg Miðvörðurinn harðsnúni hefur spilað lengi fyrir Real Madrid. Hann er þrátt fyrir það ekki þekktastur fyrir knattspyrnu- hæfileika sína. Öðru nær. Pepe er annálaður skaphundur og lætur skapið iðulega leiða sig í ógöngur. Hann tók á Thomas Müller á síðasta Evrópumóti og fékk rautt, svo dæmi sé tekið. Joao Mário Aldur: 23 ára Landsleikir: 10 Félag: Sporting CP Hæð: 179 cm Þyngd: 73 kg Mário hefur átt frábært tímabil hjá Sporting. Þessi ungi leikmaður skoraði sjö mörk og lagði upp 12 í vetur. Hann er eftirsóttur af stór- liðunum á Englandi en einnig víðar. Er orðinn mikilvægur landsliðinu, enda stýrir hann miðjuspilinu. Gæti farið til Chelsea eða Manchester United í sumar fyrir háa fjárhæð. Cristiano Ronaldo Aldur: 31 árs Landsleikir: 125 Félag: Real Madrid Hæð: 185 cm Þyngd: 80 kg Þetta gæti verið síðasta Evrópumót Ronaldos, sem er líklega besti leikmaður heims um þessar mundir. Hann er leik- maður sem hefur unnið allt með félagsliðum sínum og ræður oftar en ekki úrslitum í leikjunum. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta í vor en hefur fengið dýrmæta hvíld undanfarnar vikur. Bruno Alves Aldur: 34 ára Landsleikir: 85 Félag: Fenerbache Hæð: 189 cm Þyngd: 83 kg Þessi reynslumikli miðvörður er harður í horn að taka. Til marks um það fékk hann rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á Harry Kane í æfingaleik á dögunum. Þetta er sjálfsagt síðasta Evrópumótið hans, eins og nokkurra annarra leikmanna í liðinu. Leikur með Nani hjá Fenerbache. Joao Moutinho Aldur: 29 ára Landsleikir: 83 Félag: Monaco Hæð: 171 cm Þyngd: 61 kg Sjálfsagt situr vítið sem hann klúðraði í víta- spyrnukeppni á móti Spáni á EM 2012 enn í honum, eins og Bruno Alves, sem einnig klikkaði. Þannig mistókst Portúgal að komast í úrslit. Þessi reynslumikli miðjumaður hefur leikið fyrir Sporting og Porto á ferli sínum og var hluti af liði Porto sem vann þrefalt árið 2010. Nani Aldur: 29 ára Landsleikir: 95 Félag: Fenerbache Hæð: 175 cm Þyngd: 66 kg Hefur alla tíð staðið í skugga Ronaldos en er frábær leikmaður. Er að nálgast 100 landsleikja múrinn og stend- ur sig iðulega vel með land- liðinu. Nani, eitt fjórtán systkina, spilar í Tyrklandi og hefur leikið vel á leiktíðinni. Strákarnir okkar þurfa að hafa góðar gætur á Nani. Raphäel Guerreiro Aldur: 22 ára Landsleikir: 6 Félag: Lorient Hæð: 170 cm Þyngd: 67 kg Þessi ungi og efnilegi vinstri bakvörður er fæddur í París og talar bjagaða portúgölsku. Faðir hans var Portúgali og hann valdi liðið fram yfir það franska. Getur einnig leikið sem miðjumaður. Hann kann vel við að fara framarlega á völlinn og er ekki mikið fyrir tæklingar. Flinkur með boltann og góður sendingamaður. Adrien Silva Aldur: 27 ára Landsleikir: 9 Félag: Sporting CP Hæð: 175 cm Þyngd: 69 kg Fyrirliði Sporting hefur verið fastamaður í lands- liðinu frá 2014. Hann hefur sagt að Steven Gerrard og Frank Lampard séu fyrirmyndir hans á vellinum . Frábær með boltann, kraftmikill og góður skotmaður af færi. Hleypur teiganna á milli og berst ávallt til síðasta blóðdropa. Ástríðufullur leikmaður. baldur@dv.is s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu á leið í flug? 13.900 kr. fyrir 2 með morgunmat Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkurNý rúm frá RB rúm 1. maí til 15. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.