Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 10.–13. júní 201624 Sport LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG Eru bEtri En mEnn halda n besti leikmaður heims innansborðs n unnu alla leiki í undankeppninni n Ströng öryggisgæsla gerir Portúgölum erfitt fyrir Í sland mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á EM á þriðjudag. Þeir eru betri en menn halda og fóru auð- veldlega í gegnum undankeppn- ina. Þar unnu þeir alla leiki sína í riðlinum. Í liðinu er Ronaldo; ann- ar af tveimur bestu fótboltamönn- um heims. Hann nú líklegastur til að hampa Ballon D‘Or eftir sigur Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Hann niðurlægði Kára Árnason, miðvörð íslenska landsliðsins, þegar hann skoraði sex mörk gegn Malmö í leikjunum í Meistaradeild Evrópu. Portúgalar hafa átt erfitt með að finna rétta leikkerfið fyrir Ronaldo. Liðið hefur spilað best í 4-4-2 en Ronaldo hefur skorað mest úti vinstra megin í leikkerfinu 4-3-3. Magnað úrval miðvarða Pepe, miðvörður Real Madrid, er fyrstur á blað í vörn portúgalska landsliðsins. En hver verður með honum? Hinn 38 ára Richardo Car- valho, sem flestir muna eftir hjá Chelsea og Real Madrid, er enn í fullu fjöri og spilar með Mónakó í Frakk- landi. Þá er liðið einnig með þá Bruno Alves og Jose Font, sem víða var í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni, en hann leikur með Southampton. Meiðsli Contraos Í flestum tifellum eru meiðsli lykil- manna vondar fréttir. En meiðsli Fabios Contrao, vinstri bakvarðar Portúgala, eru góðar fréttir fyrir Portúgala, að mínu mati. Raphael Guerreiro er einfaldlega betri en Contrao. Liverpool var að sögn ein- hverra miðla komið langt með að tryggja sér þjónustu Guerreiros en nú hafa Dortmund, Barcelona, Real Madrid og Bayern bæst í samkeppn- ina um undirskrift kappans sem lék vel með Lorient í Frakklandi í vet- ur. Þessi 22 ára varnarmaður er fæddur og uppalinn í Frakklandi en leikur með Portúgal því faðir hans er portúgalskur. Erfiður undirbúningur vegna öryggisgæslu Fernando Santos, þjálfari Portú- gala hefur ítrekað rætt um að allur undirbúningur Portúgala fyrir EM sé sérstaklega erfiður vegna þeirrar öryggisgæslu sem í kringum liðið er. Ástæða þess að mun meiri öryggisgæsla er í kringum lið Portúgala en annarra liða er sú að Crist- iano Ronaldo er sagður geta orðið skotmark hryðjuverkasam- taka og því eru engir sénsar teknir. Slíkt hefur haft áhrif á allan undirbúning að sögn þjálfarans. Nani – frábær eða ömurlegur? Nani þekkja flestir íslenskir fótbolta- áhugamenn en hann lék um ára- raðir með enska stórliðinu Man- chester United. Nani er lykilmaður í liði Portúgala og þrátt fyrir að hann verði þrítugur seinna á árinu þá er hann enn mjög óstöðugur leikmað- ur. Nani er annaðhvort frábær eða ömurlegur. Eiginlega aldrei neitt þar á milli. Er Ronaldo meiddur? Spænska blaðið Marca sagði frá því í byrjun vikunnar að Ronaldo væri meiddur á hné og gæti í raun og veru ekki spilað á EM. Fernando Santos hefur hins vegar reynt allt til að sannfæra fjölmiðla og portúgölsku þjóðina um að Ronaldo sé í lagi og spili á EM. n Hjörvars Hafliðasonar Hápressa „Nani er annaðhvort frábær eða ömurlegur. Eiginlega aldrei neitt þar á milli. Fjarri sínu besta? Þegar Ronaldo er í formi stand- ast honum fáir snúning. Hann hefur ekki verið upp á sitt besta í vor en getur þó alltaf skorað mörk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.