Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 10.–13. júní 201628 Menning Metsölulisti Eymundsson 1.– 8. júní 2016 Allar bækur 1 Bak við luktar dyrB.A. Paris 2 KakkalakkarnirJo Nesbø 3 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 4 Óvættaför 23 Blossi Adam Blade 5 Dalalíf 1Guðrún frá Lundi 6 Þjóðaplágan ÍslamHege Storhaug 7 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson 8 Ótrúleg saga Ind-verja sem hjólaði til Svíþjóðar á vit ástarinnar Per J. Andersson 9 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 10 Hugrekki saga af kvíða Hildur Eir Bolladóttir B.A. Paris Á miðvikudag hófst í Héraðs- dómi Suðurlands aðalmeð- ferð í máli dansk-síleska lista- mannsins Marco Evaristti, sem var kærður fyrir að setja rauðan ávaxtalit í goshverinn Strokk við Geysi í apríl í fyrra. Evaristti var sektaður fyrir gjörninginn en neitaði að borga og fór málið því fyrir dóm. Þetta er langt því frá fyrsta skipti sem Evaristti hefur dansað á línu hins löglega og siðlega í verkum sínum. DV settist niður með Marco Evaristti og ræddi um gullfiskadráp, Duchamp, náttúruníð og hræsni Íslendinga. Gullfiskar, mannát og gyðingagull Marco Evaristti er fæddur í Síle árið 1963, sonur gyðinga en alinn upp af kaþólskri fjölskyldu. Hann lærði og starfaði við arkitektúr í Danmörku, en ákvað að snúa sér að myndlist eftir hvatningu frá læriföður sínum, danska stjörnu-arkitektinum Henn- ing Larsen. Hann hefur einbeitt sér að list- sköpuninni í um tuttugu ár og vakti fyrst heimsathygli fyrir verkið Helena árið 2000, en í því stillti hann upp tíu blöndurum fullum af vatni og lif- andi gullfiskum í listasafni í Kolding. Gestum safnsins var það í sjálfsvald sett hvort þeir kveiktu á tækjun- um. Einhverjir gestanna gangsettu blandarana og drápu nokkra gull- fiska. Safnstjórinn var sektaður fyrir dýraníð en var að lokum sýknaður. „Það getur verið nauðsynlegt að fórna gullfiski til að koma af stað umræðu um hvernig við komum fram við dýr í Danmörku. Veit fólk til dæmis ekki hvernig við förum með svín og kjúklinga? Það er öllum sama, en það er gert mál út af einum gullfiski,“ segir Marco um verkið. Síðan þá hefur hann haldið áfram að sjokkera með því að elda kjötbollur úr sinni eigin fitu og boðið upp á, mál- að með eigin blóði og annarra og gert líkan af inngangi útrýmingarbúðanna í Auschwitz úr gulltönnum gyðinga. Eruð að eyðileggja náttúruna Það sem hefur þó oftast komið hon- um í kast við lögin er listaverka serían Bleika ríkið, The Pink State, þar sem hann hefur litað ýmis náttúrufyrir- bæri, svo sem ísjaka, fjallstopp, sandöldu og ský. „Ég byrjaði að mála náttúru- fyrirbæri rauð árið 2004 í Grænlandi. Ríkt danskt fyrirtæki bað mig um að gera verk sem það gæti gefið krón- prinsinum í brúðkaupsgjöf. Prins- inn er mjög hrifinn af Grænlandi svo ég fékk þá hugmynd að mála græn- lenskan ísjaka, sem var í laginu eins og hjarta, rauðan. Það væri tákn um ást hans til eiginkonunnar,“ segir hann. Í kjölfarið kviknaði hugmyndin um Bleika ríkið, The Pink State. Það segir Marco vera sjálfstætt ríki með vegabréf og stjórnarskrá en án svæð- isbundinna landamæra. Ríkið er „Þið ættuð að líta vandlega í spegil“ n Marco Evaristti litaði Strokk bleikan n Morðhótanir og hræsni Íslendinga Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Listaverk eiga ekki bara að passa vel við sófann þinn og fylla þig sjálfsánægju Ugluspegill Ólíkindatólið Marco Evaristti segist vilja vera spegill samfélagsins og skapa umræður svo fólk geti velt fyrir sér eigin gjörð- um í gegnum listaverkin hans. Mynd SiGtryGGUr Ari Helena (2000) Marco Evaristti vakti heimsathygli fyrir að setja gullfiska í blandara og setja inn í listasafn í Kolding í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.