Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 10.–13. júní 201622 Fólk Viðtal
ÞITT BESTA VAL Í LITUM
HANNAH NOTAR
LIT 3-65
PALETTE DELUXE
NÚ MEÐ LÚXUS
OLEO-GOLD ELIXIR
GERÐU LIT
AÐ LÚXUS
FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ*
NR. 1 Í EVRÓPU
NÝTT
hótel gistingu erlendis, mat og uppi
hald. Í þær ferðir sem ég fór með
Davíð var þetta allt borgað. Ég sá
enga ástæðu til að ég fengi þessa
peninga þegar ég væri ekki að greiða
fyrir neitt. Mér fannst ég ekki eiga
rétt á þeim.“
Davíð segir að þú sért lítið fyrir
pjatt og snobb. Mig grunar að það sé
alveg hárrétt hjá honum.
„Mér finnst einfaldlega allir vera
jafnir. Mér finnst líka að fólk eigi að
geta komið til dyranna eins og það er
klætt. Mér hefur aldrei fundist það
aðlaðandi að gapa upp í fólk sem
einhverjir telja yfir mannfjöldann
hafið. Mér finnst leiðinlegt að verða
vitni að slíku og ég vona að ég hafi
aldrei komið þannig fram við fólk.
Þú nefnir pjatt. Ég er bara þannig
að mér líður best úti í garði og sæki
mikla orku í garðvinnu, sem er mitt
líf og yndi. Á unglingsárum var ég í
unglingavinnunni á sumrin og vann
þá alltaf úti. Ég hef alltaf verið mikill
náttúruunnandi.“
Þú hefur örsjaldan farið í viðtöl,
ertu mikil prívatmanneskja?
„Ætli megi ekki segja það. Ég vil
helst ekki vera þekkt persóna, innst
inni vil ég bara fá að vera Ástríður í
Skerjafirðinum. Ég vil helst ekki vera
að tjá mig mikið opinberlega en ég
hef stundum þurft að gera það því að
sjálfsögðu vil ég ekki bregðast þeim
skyldum sem lífið leggur á herðar
mínar. Ég vil uppfylla það sem mér
er trúað fyrir.“
Gaman að vera amma
Sonur þinn og kona hans eiga tvær
dætur, hvernig er að vera amma?
„Það er ótrúlega gaman. Ég átti
ákaflega góða ömmu og að eiga
hana var það besta í heiminum.
Mig langaði til að verða góð amma
og svo komu þessar elskulegu stúlk
ur, Ástríður, sem er fjögurra ára og
Dagný, sem er tveggja ára. Þær búa
á Akur eyri með foreldrum sínum og
það er erfitt að hafa þær svo langt
í burtu en ég geri mitt besta til að
vera góð amma.“
Hvaða heillaráð myndir þú vilja
gefa þeim sem veganesti út í lífið?
„Mínar ráðleggingar til þeirra
eru: Verið heiðarlegar manneskjur,
trúar sjálfum ykkur, umburðar
lyndar við aðra og látið ykkur þykja
vænt um fólk.“
Bessastaðir ekkert kappsmál
Þú ert í kosningabaráttu með manni
þínum en samkvæmt skoðana-
könnunum bendir svo sem ekkert
sérstaklega til að þið hjónin farið í
Bessastaði. Eru það ekki vonbrigði?
„Ég yrði ekki vonsvikin þótt við
færum ekki á Bessastaði. Það sem
Davíð er að gera með framboði
sínu er að bjóða fólki upp á val
kost. Hann er að bjóða fólki upp á
reynslu sína og leggur valið í hend
ur kjósenda. Hann spyr: Viljið þið
fá þessa reynslu og þessa persónu
sem þið eigið að geta treyst? Viljið
þið hafa konuna hans með? Ef þið
viljið það þá er hann tilbúinn, ef þið
viljið það ekki þá er það bara í góðu
lagi.
Umræðan hefur ekki farið fram
hjá mér. Það er talað um menn sem
hafa verið í valdastólum og geta
ekki hugsað sér að missa völdin.
Þetta er ekki þannig, langt í frá. Þetta
snýst ekki um völd, þetta snýst um
þjónustu. Davíð er alinn upp við þær
kringumstæður sem ég lýsti fyrir
þér. Hann varð að standa á eigin fót
um og þurfti snemma að taka veru
lega mikla ábyrgð á sínu fólki. Hann
tók á sig mikla ábyrgð sem borgar
stjóri og síðan sem forsætisráð
herra. Hann hefur mikla ábyrgðar
tilfinningu og þegar málin fóru að
skýrast varðandi forsetaframboð þá
hugsaði hann: „Ég bý yfir ákveðnum
eiginleikum og reynslu og hef fulla
starfsorku.“ Hann ákvað að bjóða
sig fram. Ástæðan er ekki eftirsókn
eftir völdum eða vegtyllum, þær
eru komnar. Hann er ekki að sækj
ast eftir að verða forseti til að kom
ast í hallir eða í Hvíta húsið. Hann
er búinn að því. Bessastaðir eru sem
slíkir ekkert kappsmál. Við erum sæl
og glöð með okkar hlut.
Ég hef aldrei sóst eftir neinu og
geri það heldur ekki núna. En ég
myndi að sjálfsögðu vera reiðubúin
að axla alla þá ábyrgð og vinna öll
þau verk sem mér yrðu falin, alveg
eins og ég hef alltaf reynt.“ n
„Innst inni
vil ég bara
fá að vera Ástríður
í Skerjafirðinum
„Það var hent
óþverra í húsið
okkar og formælingar
krotaðar á húsveggi. Dag
eftir dag og viku eftir viku
var hér umsátursástand.
Ég hugsaði: „Þetta skaðar
mig ekki, þetta skaðar
Davíð ekki, en er alvarlegt
mál fyrir þá sem missa
svo algjöra stjórn á sér.“
Í farsælu hjónabandi „Ég á svo
óskaplega skemmtilegan mann að mér
leiðist ekki í hjónabandinu“. Mynd SiGtryGGur Ari