Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 10.–13. júní 20162 Ferðalög og afþreying - Kynningarblað
Paintball.is: Hraði,
spenna og hasar!
P
aintball er fyrir fólk sem er
15 ára eða eldra sem hefur
áhuga á að upplifa fjör,
spennu og hasar. Paintball.
is getur aðlagað hraða og
spennu að hverjum og einum hóp
fyrir sig, með tilliti til aldurs og að-
stæðna, með mismunandi leikja-
formi.
Paintball.is er staðsett stutt frá
höfuðborginni á glæsilegum stað
á landsbyggðinni á velli af frábærri
stærð. Völlurinn er staðsettur rétt
fyrir utan Selfoss í Grafningi, nánar
tiltekið í landi Bíldsfells.
Frábær afþreying fyrir hópa
Paintball er einstaklega skemmtileg
og hressandi afþreying sem hentar
hópum af ýmsum stærðum og gerð-
um og hefur verið mjög vinsæl hjá
t.d. vinnustöðum, ýmsum klúbb-
um og vinahópum (að lágmarki 8
manns). Steggja- eða gæsunarhópar
hafa haft mjög gaman af að hafa
paintball á dagskrá sinni.
Færanlegir paintball-vellir
Paintball.is býður líka upp á tvo
færan lega paintball-velli; annars
vegar er 900 fermetra afgirtan völl
með fjögurra metra hárri girðingu
og hins vegar 600 fermetra lokaðan
og uppblásinn völl. Þessir vellir eru á
ferðinni mikinn hluta af sumrinu um
allt land og á allar helstu útisamkom-
ur og skemmtanir sumarsins.
Einnig er hægt að panta vellina
fyrir hvers konar uppákomur fyrir-
tækja, ef pláss fyrir uppsetningu
þeirra er til staðar.
Jafnvel er hægt að setja þá upp
innanhúss ef nægilegt pláss og loft-
hæð er.
Hver leikur tekur a.m.k. 1,5 –2
klukkustundir. 15 ára aldurstakmark
er í paintball en leikmenn undir 18
ára aldri þurfa að fá skriflegt leyfi for-
eldra eða forráðamanna.
Lágmark eru fjórir manns í hóp.
Hámark 200 manns í hóp.
Góð ráð og útbúnaður: Mikilvægt
er að klæða sig eftir veðri og gott ráð
er að vera með hanska og húfu og
vera í góðum útiskóm þegar litbolti
er spilaður. n
Paintball.is
S: 857-2000
www.paintball.is