Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Side 4
Helgarblað 1.–4. júlí 20164 Fréttir K ærunefnd útboðsmála komst á dögunum að þeirri niður- stöðu að Strætó bs. væri skaðabótaskylt vegna brota á ákvæðum rammasamn- ings um tilfallandi akstur fatlaðs fólks. Niðurstaða nefndarinnar var að fyrir- tækið hefði ekki farið eftir samnings- kaupagögnum við val á akstursaðil- um auk þess sem fyrirtækið hafi með ólögmætum hætti nýtt sér þjónustu aðila fyrir utan rammasamninginn. „Það er stjórnendavandi innan Strætó bs. sem taka þarf á en enginn virðist hafa kjark til þess. Maður er orðinn býsna þreyttur á því að þurfa sífellt að kæra afglöp þessa fyrirtækis,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæsta- réttarlögmaður en umbjóðendur hans voru í hópi þeirra sem kærðu Strætó bs. Um er að ræða þriðja mál- ið á innan við ári þar sem kærunefnd útboðsmála þarf að slá á fingur fyrir- tækisins og eigenda þess. Ljóst er að aðilar málsins munu sækja rétt sinn ef ekki nást samningar við Strætó bs. um skaðabætur. Skaðabótakrafan gæti hlaupið á milljörðum. Ekki staðið við rammasamning Forsaga málsins er sú að í maí 2014 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu, að Kópavogi undanskild- um, samning um að standa saman að ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Í júní sama ár stóð Strætó bs. fyrir útboði sem bar heitið „Akstursþjónusta fatl- aðs fólks og fatlaðra skólabarna“. Út- boðið skiptist í tvo hluta, annars vegar A-hluta: „Reglubundin aksturs- þjónusta“ og hins vegar B-hluta: „Til- fallandi akstursþjónusta“. Gerður var rammasamningur við 18 aðila undir B-hluta útboðsins og hófst akstur samkvæmt samningunum þann 1. janúar 2015. Þessir aðilar eru allt frá því að vera fyrirtæki með nokkra bíla niður í að vera einstaklingar með einn bíl. Fyrirkomulag samningsins var í stuttu máli á þá leið að þegar til- fallandi akstur kom inn á borð Strætó bs. þá átti fyrst að leita til þess sem var með hagstæðasta tilboðið. Ef sá aðili var ekki laus skyldi ganga á þann næsta og svo koll af kolli. Ljóst er að ekki hefur verið staðið við þennan samning. „Leikreglur eru einfaldlega ekki virtar“ Í nýlegum úrskurði kærunefndar kemur fram að einn rammasamn- ingshafi hafi sent kvörtun til Strætó bs. þess efnis að hann hafi verið verk- efnalaus heilu dagana á sama tíma og hann vissi að aðilar með óhagstæðari tilboð hafi fengið verkefni á vegum fyrirtækisins. Þá herma heimildir DV að umdeilt tölvuverkefni, sem keypt var af aðila sem tengist fráfarandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins fjöl- skylduböndum, virki ekki sem skyldi. Þannig greini kerfið ekki að bílar með hagstæðari taxta séu lausir og því sé verkefnunum komið áfram til aðila sem bjóða ekki jafn hagstætt verð. Eins og áður segir er hinn nýfallni úrskurður ekki sá fyrsti þar sem kærunefnd útboðsmála slær á fingur Strætó bs. Þann 7. mars síð- astliðinn felldi kærunefndin úr gildi þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að fara fram hjá rammasamningshöfum og semja beint við leigubílstjóra um akstur fatlaðra skjólstæðinga. Þann 13. ágúst 2015 komst kærunefndin að því að óheimilt hefði verið að framselja réttindi og skyldur Kynnis- ferða ehf. undir rammasamningnum til annars fyrirtækis, Ný-tækni ehf., sem ekki tók þátt í útboðinu. „Þetta er enn einn áfellisdómurinn yfir störfum fyrirtækisins og það er merkilegt að sveitarfélögin skuli ekki grípa í taumana út af þessum síend- urteknu brotum fyrirtækisins. Leik- reglur eru einfaldlega ekki virtar. Fyrir hönd skjólstæðinga minna mun ég leitast við að fá forsvarsmenn Strætó bs. að samningaborðinu til þess að ræða mögulegar skaðabætur, sem væri skynsamlegast fyrir alla aðila í stöðunni. Ef ekki þá þurfum við að fá dómkvaddan matsmann til þess að meta tjónið. Ef allir aðilar að ramma- samningnum leita réttar síns þá erum við að tala um skaðabótakröfu upp á níu stafa tölu,“ segir Sveinn Andri. n ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Skaðabótakröfurnar gætu náð milljarði n Strætó bs. skaðabótaskylt að mati kærunefndar útboðsmála n Þriðja málið sem tapast á ári Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Strætó bs. Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri skaða­ bótaskylt gagnvart rammasamningshöfum sem það hafði brotið á. Sveinn Andri Sveinsson Telur að skaðabótakröfur rammasamnings­ aðila gætu náð „níu stafa tölu“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.