Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Page 11
Helgarblað 1.–4. júlí 2016 Fréttir Erlent 11 Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 L E D L Ý S I N G I n n f e l l d L e d l j ó s , u t a n á l y g g j a n d i L e d . LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS www.ledljos.com * www.ledljós.is S; 565 8911 - 867 8911 ludviksson@ludviksson.com LEDLJÓS SPARA ALLT AÐ 80 - 92% ORKU Gæði - ábyrgð og brautryðjendur í betri verðum... V IÐ ERUM ÓDÝRARI EN Þ IG GRUNAR JU-5049-15W Kr. 4.520.- JU-5049-15W Kr. 4.520.- JU-5049-10W Kr. 3.920.- JU-5050- 7 W Kr. 2.157.- JU-5089-20W Kr. 9.360.- JU-5048-10W Kr. 3.520.- Er hægt að koma í veg fyrir BREXIT? Atkvæðagreiðslan er í raun ráðgefandi og ekki bindandi og því halda enn margir Evrópusinnaðir Bretar í vonina um að hægt verði að koma í veg fyrir útgönguna. Undirskriftum hefur verið safnað með það fyrir augum að knýja fram nýjar kosningar og Skoski þjóðarflokkurinn hefur hótað að beita laga- klækjum til að koma í veg fyrir útgönguna. Hvorki æðstu ráðamenn Bretlands eða Evrópusam- bandsins virðast hins vegar telja æskilegt eða ásættan- legt að hunsa niðurstöður kosninganna. Uppgjör í verkamannaflokknum Það er ljóst að Brexit mun einnig hafa í för með sér uppgjör í Verkamannaflokknum, þar sem allt er á suðupunkti. Leiðtoginn Jeremy Corbyn þótti hvorki þróttmikill né sannfærandi í baráttunni fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB. Þingmenn flokksins, sem hafa margir hverjir verið andsnúnir Corbyn frá því að hann var kjörinn formaður af almennum flokksmeðlimum í fyrrahaust, nýttu tækifærið og lýstu yfir vantrausti á formanninn. Corbyn segist þó ekki ætla að stíga til hliðar og telur að jafnvel þó að nýjar formannskosningar verði haldnar muni hann hafa meirihluta flokksmeðlima á bak við sig. Þingmenn flokksins óttast að pólitísk óvissa gæti leitt til snemmbúinna kosninga, en flokkurinn sé laskaður og Corbyn ófær um að sameina hann. 50. greinin virkjuð – útgönguferlið hefst Þegar 50. grein Lissabon-sáttmálans, grunnlöggjafar Evrópusambandsins, er virkjuð fer tveggja ára samningaferli í gang. Líklegt má teljast að 50. greinin verði ekki virkjuð fyrr en eftir að nýr forsætisráðherra tekur við. Breskir útgöngusinnar segja þetta þurfi ekki að gerast strax, og telja að óformlegar viðræður milli Breta og annarra landa geti hafist áður. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lagt áherslu á að engar óformlegar eða formlegar viðræður geti farið fram fyrr en greinin er virkjuð. Þeir vilja enn fremur að það gerist sem allra fyrst til að eyða óvissu í álfunni. Það sem verður samið um verða réttindi Evrópubúa sem eru búsettir í Bretlandi og Breta í Evrópu, landamæraeftirlit, skuldir Bretlands við sambandið, tengsl breskra fyrirtækja við markaði ESB og öfugt, og fjölmargt fleira. Bretar munu leggja áherslu á að fá aðgang að innri mörkuðum Evrópu, en Evrópusambandið leggur áherslu á þá verði Bretar einnig að taka á sig aðrar skyldur, svo sem frjálst flæði fólks á milli landa. Ef Bretar fá mjög góðan samning er líklegt að það verði öðrum þjóðum hvatning til að freista gæfunnar og segja sig úr sambandinu. 41 látinn í Istanbúl Þriðja sjálfsmorðsárásin í stærstu borg Tyrklands á árinu A ð minnsta kosti 41 er lát- inn og 239 særðir eftir hryðjuverkaárás á Ata- turk-alþjóðaflugvell- inum í Istanbúl í Tyrk- landi seint á þriðjudag. Þetta er þriðja sjálfsmorðssprengjuárásin í borginni í ár. Árásarmennirnir þrír komu á flugvöllinn með leigubíl seint á þriðjudag og skutu á mannfjölda við innganginn. Þeir sprengdu sig svo í loft upp með sprengjuvest- um, eftir að lögreglan kom á vett- vang. Tyrknesk yfirvöld segjast telja að hryðjuverkasamtökin ISIS kunni að standa að baki árásinni, en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Erdogan forseti gerði mið- vikudag að opinberum sorgardegi og sagði að árásirnar ættu að verða vendipunktur í baráttunni gegn hryðjuverkum. n ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.