Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Page 19
Helgarblað 1.–4. júlí 2016 Sport 19 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is IVECO Da ily 4x4 - tilbúinn í hvað se m er! Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-14.00 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð n Væntanlegt byrjunarlið Frakka hlaðið stórstjörnum n Tveir mikilvægir í banni Knattspyrnusérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason segir í samtali við DV að umræðan í Frakklandi sé á þann veg að Frakkar eigi erfiðan leik fyrir höndum gegn Þýskalandi í undanúrslitum. Stuðningsmenn líti ekki á Ísland sem ógn. Hann bendir hins vegar á að leikmennirnir hugsi ekki þannig. Reynsluboltinn Pat- rice Evra hafi til að mynda skam- mað menn á dögunum fyrir að tala sífellt um að Frakkar myndu mæta Englendingum í 8-liða úrslitum. Hann á því ekki von að leikmenn eða þjálfarar franska liðsins van- meti Íslands. Vill fá Mangala Hjörvar vonar að Eliaquim Mangala, leikmaður Manchest- er City, komi inn í byrjunarliðið í stað Adil Rami, sem er í banni. Hann eigi það til að vera mistækur. Í stað Kante, sem hefur leikið sem djúpur miðju maður, væntir Hjörvar þess að Moussa Sissoko, leikmaður Newcastle, komi inn í liðið. Ef sú verður raunin verða sjö leikmenn byrjunarliðsins úr ensku úrvals- deildinni. Tveir verða úr Juventus á Ítalíu, einn úr PSG í Frakklandi og einn úr Atletico Madrid. Hjörvar segir að munurinn á Englandi og Frakklandi á þessum tímapunkti sé sú staðreynd að bestu menn Frakka hafi verið í stuði að undanförnu. Hann nefnir þar Griez- mann, Payet og Giroud. Þrátt fyrir það hefur liðið ekki alltaf leikið vel á mótinu. „Umræðan er þannig að þeir telja sig eiga Pogba inni. Menn telja að hann eigi sínar bestu stundir á mótinu eftir – og muni stíga upp.“ Höfum mætt betri liðum en þeir Andstæðingar Frakklands í mótinu til þessa hafa ekki allir verið hátt skrifaðir. Hjörvar segir við DV að hans mat sé að Ísland hafi mætt þremur liðum sem séu betri en besta liðið sem Frakkland hafi mætt (Sviss) til þessa á mótinu; Portúgal, Austurríki og Englandi. „Austurríki er að mínu mati með besta liðið sem féll úr leik í riðlakeppninni.“ Íslenska liðið hefur hrifið flesta þá sem á leiki þess hafa horft. Hjörvar segir að hann hafi að ósekju haft áhyggjur af liðinu á mótinu. Hann dáist að hugarfari strákanna. „Ég skil ekki hvar þeir finna þessa trú. Ef „lúser“eins og ég hefði ver- ið í íslenska landsliðinu á móti Englandi – og lent undir strax – þá hefði ég vonast til að sleppa með 3-0 eða 4-0 tap,“ segir hann glettinn. n Sjö úr ensku deildinni Antoine Griezmann Staða: Framherji Aldur: 25 ára Félag: Atletico Madrid Hugo Lloris Staða: Mark Aldur: 29 ára Félag: Tottenham Oliver Giroud Staða: Framherji Aldur: 29 ára Félag: Arsenal Tveir Frakkar í banni Yohan Cabaye og Samuel Umtiti þykja líklegir til að fylla í skörðin E kki eru allir sammála hvaða leikmenn Frakklands komi til með að leysa þá af hólmi sem eru í leikbanni. Franskir fjöl- miðlar spá því flestir að Samuel Um- titi, varnarmaður Lyon, verði sá sem leysi miðvörðinn Adil Rami af hólmi í vörninni. Miðjan er meiri höfuð- verkur. Hjörvar Hafliðason nefnir að Sissoko gæti fyllt skarð Kanté á miðj- unni en Yohan Cabaye, leikmaður Crystal Palace, er talinn líklegri. Hitt gæti líka gerst að Sissoko eða Kingsley Coman verði látnir spila á hægri kantinum. Í staðinn færi stór- stjarnan Antonie Griezmann inn á miðjuna, fyrir framan þá Paul Pogba og Blaise Matuidi. Þessi uppstilling væri afar sóknarsinnuð, enda frábær- ir menn í hverju rúmi. Varnarlega yrði liðið kannski aðeins veikara en í síð- asta leik – miðað við uppstillinguna. Af Íslandi er það að frétta að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði gat ekki æft að fullu á fimmtudag. Hann tók að- eins að hluta til þátt í æfingu dagsins en skokkaði létt eða ræddi við lækna- teymi liðsins á meðan hinir æfðu. Aron Einar lék stór- an hluta leiksins við Englendinga meiddur á nára, þótt það sæist ekki á frammistöðu hans. Ólíklegt þykir að meiðslin muni koma í veg fyrir þátttöku Arons Einars í leiknum við Frakka, en það væri mikil blóð- taka fyrir liðið. n Yohan Cabaye og Samuel Umtiti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.