Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Side 18
Vikublað 16.–18. ágúst 201618 Menning
Bætt fyrir fyrri glæpi
V
ið höfðum verið vöruð við.
Dómarnir að vestan voru
skelfilegir. Og ekkert við hinn
sameinaða ofurhetjuheim DC
gaf tilefni til bjartsýni. En kannski er
það einmitt þegar væntingarnar eru
svo litlar að hlutirnir koma manni
skemmtilega á óvart.
Óþarfi er að fjölyrða um plottið.
Vondi kallinn kemur og vill útrýma
heiminum, en við losnum þó við að
sitja í gegnum langar útskýringar á
ástæðu þess. Og þessi nýi, róman-
tíski Jóker er frekar litlaus karakter.
Það er bara einn raunverulegur bíó-
Jóker, og nafn þess sem lék hann
byrjar ekki á J.
Vondu karl-
arnir úr Bat-
man-sögun-
um eru hér saman
komnir og áður en
langt um líður eru
þeir staddir í einhvers
konar Escape from New York-veröld.
Hver og einn er fimur á sín vopn og
úr verður ágætis B-mynd. Og það að
þeir séu ekki hetjur gerir það að verk-
um að persónurnar geta dáið, sem er
eitthvað sem vantaði svo áþreifanlega
í til dæmis Expendables-myndirnar.
Þó að ekki borgi sig að ofhugsa
málið er myndin heldur ekki alveg
hugsunarlaus. Systir mín, sem hefur
kynnt sér fangelsismál í Bandaríkj-
unum, segir að þetta sé nú nokkuð
raunsönn lýsing. Og svo spennandi
að hún snerti varla poppið.
Vissulega er maður örlítið
þreyttur á góðum fjöldamorðingj-
um, og myndin missir sinn móralska
kompás þegar jafnvel góðu gæjarnir
fara að drepa saklaust fólk. En glæpa-
menn sem eru að reyna að bæta fyrir
fyrri misgjörðir gefa kannski loksins
hinn þunga móralska undirtón sem
bæði Batman og Superman voru að
leita að. Líklega er þetta skásta
DC-myndin síðan
Dark Knight. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Suicide Squad
IMDb 6,9 RottenTomatoes 27% Metacritic 40
Handrit og leikstjórn: David Ayer
Aðalhlutverk: Will Smith, Margot Robbie
og Jared Leto
130 mínútur
Uppreist æru Hópur ofurill-
menna samþykkir að taka þátt í
hættulegu verkefni fyrir yfirvöld
gegn sakaruppgjöf.
Skuggaverur og þungt landslag
Rokksveitin Kontinuum leikur plötuna Kyrr í heild sinni undir myndbandsverki Gauja H.
É
g hef alltaf verið pínu geðveik-
ur í hausnum og ákvað bara
að fara alla leið með þetta,“
segir Gaui H. sem hefur gert
45 mínútna myndbandsverk
við plötuna Kyrr með rokksveitinni
Kontinuum. Hljómsveitin mun leika
plötuna í heild sinni á Menningarnótt
undir myndbandsverki Gauja. Svið
verður sett upp fyrir framan Hótel
Kvosina í Reykjavík og verður verkinu
varpað upp á tjald á bak við sveitina.
Úr módelmyndun í
myndbandagerð
„Í rúmt ár hef ég verið að mynda
fyrirsætur í yfirgefnum byggingum
og eyðibýlum. Þar sem ég var stöð-
ugt að flækjast um landið kviknaði
hugmyndin um að gera eitthvað
meira með þetta. Ég tók mig svo
til fyrr á árinu og gerði tónlistar-
myndband við lagið Requiem
með Kontinuum og gaf það út
á Youtube. Það voru aðilar sem
sáu þetta myndband, vildu endi-
lega hjálpa mér og ýttu mér áfram
í að gera meira. Þá kviknaði þessi
hugmynd um að gera myndband
við plötuna í heild sinni,“ segir
Gaui sem heldur úti ljósmynda-
síðunum ReykjavíkLife og The
Breath of Iceland auk þess að
taka ljósmyndir fyrir ýmis tímarit,
fyrirtæki og vörumerki.
„Ég veit ekki til þess að þetta
hafi verið áður gert á Íslandi, en
ég er svona gaur sem fer alltaf
alla leið. Ég hef verið edrú í 10 ár
en gekk alltaf of langt í allri fíkn
sem ég var í, þannig að þetta var
bara næsta skref – að fara alla leið
í þessu,“ segir Gaui og hlær.
Magnþrungin og „ambient“
Kyrr, sem er önnur plata
þungarokkkvintettsins Kontin-
uum, kom út í apríl 2015 og
hlaut góðar viðtökur. Smáskífan
Í huldusal af plötunni var til að
mynda eitt mest spilaða lag rokkút-
varpsstöðvarinnar X-ins árið 2014.
„Tónlistin sem þeir spila er svo rosa-
lega magnþrungin og „ambient“,“
segir Gaui um ástæður þess að hann
langaði að vinna með sveitinni.
„Það er myrkur „gothic“ fílingur
í myndbandinu, skuggaverur og
þungt landslag í kring. Mig langaði
að tjá texta strákanna á minn eig-
in hátt. Það eru líka mörg atriði sem
hafa komið til mín í svefni – ég vakna
oft upp með hugmyndir og skrifa
þær niður. Myndbandið rekur ferða-
lag aðalgaursins, sem er leikinn af
Birgi Axelssyni – baráttu hans við
innri djöfla og fíkn leiðir áhorfendur
í gegnum myndbandið. Þetta er samt
mjög óljós söguþráður, mig langaði
ekki að hafa þetta of bókstaflegt, svo
fólk getur túlkað það eins og það vill,“
segir Gaui.
Kontinuum mun leika plötuna
Kyrr í heild sinni við myndbandsverk
Gauja H. við Hótel Kvosina á Menn-
ingarnótt 20. ágúst klukkan 22.00. n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Kyrrir Þungarokksveitin Kontinuum sendi
frá sér plötuna Kyrr árið 2015.
MynD GUðMUnDUR ÓlI PálMAson
Tónlistarmyndband við heila plötu Gaui H.
hefur starfað sem ljósmyndari en er smám saman að
hasla sér völl sem myndbandalistamaður. MynD GAUI H
„Tónlistin sem
þeir spila er svo
rosalega magnþrungin
og „ambient“