Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Qupperneq 22
Vikublað 16.–18. ágúst 201622 Sport
Klif ehf • Grandagarði 13, Reykjavík • Sími 552-3300 • www.klif.is
Notendavænn
góður filter á
hjólum fyrir raf-
suðureyk og ryk
• Auktu framleiðni og gæði
• Bættu strarfsumhverfið
S
tuðningsmenn Liverpool eru
orðnir langeygir eftir titli.
Liðið hefur iðulega hafnað í
sætum sex til átta en sigurinn
um helgina kveikir mönnum
von í brjósti. Fourfourtwo hefur tekið
saman fimm atriði sem munu ráða
úrslitum um gengi liðsins á leiktíðinni.
1 Mun Loris Karius standa sig betur en Simon
Mignolet? Karius kom til liðsins
frá Mainz og sagðist vilja verða
markvörður númer eitt eins fljótt
og auðið væri. Hann varði vel á
undirbúningstímabilinu áður en
hann handarbrotnaði í leik gegn
Chelsea, þegar hann kýldi samherja
sinn óvart. Hann verður frá keppni
í 10 vikur sem gefur Mignolet færi á
að sanna að hann sé betri en hinn
22 ára gamli Karius. Reynslan sýnir
að hvorugur mun fá mikinn tíma til
að sanna sig.
2 Komast þeir í gang á útivelli? Nýja Main Stand-
stúkan verður ekki tilbúin fyrr
en um miðjan september. Fyrir
vikið byrjar Liverpool á þremur
útileikjum, gegn Arsenal, Burnley og
Tottenham. Leicester verður fyrsta
liðið til að koma í heimsókn áður
en Liverpool fer á Stamford Bridge.
Byrjunin verður því afar krefjandi
fyrir Liverpool og mikilvægt að liðið
finni taktinn á útivelli. Leikmenn
eins og Philippe Coutinho þurfa
að eiga frábært tímabil en hann fór
vel af stað og skoraði 2 mörk gegn
Arsenal um helgina. Coutinho þarf
að finna stöðugleika í leik sínum.
3 Hversu lengi verður Sturridge heill? Nítján
leikmenn léku meira en Sturridge á
síðasta tímabili. Samt skoraði hann
mest allra, eða 13 mörk. Ef Sturridge
verður heill allt tímabilið á Liverpool
möguleika á að vera í toppbaráttu.
En það byrjar ekki vel. Fourfourtwo
segir að nýr styrktarþjálfari, Andreas
Korn mayer, sem starfaði í 15 ár hjá
Bayern, gæti þar komið sterkur inn.
4 Nýju mennirnir verða að blómstra Þjóðverjinn Klopp
fær nú tækifæri til að sanna sig með
leikmenn innanborðs sem hann
hefur sjálfur keypt. Sadio Mané kom
á 34 milljónir punda og Georginho
Winjaldum á 23. Marko Grujic, Loris
Karius og Ragnar Klavan eru líka
komnir til Liverpool. Félagið hefur
enn ekki keypt stórstjörnu en ljóst er
að nýju mennirnir þurfa að standa
undir væntingum og bæta liðið, ef
það á að standa sig á komandi leiktíð.
2 Virkar taktíkin hans í úrvalsdeildinni? Þegar
Klopp nær því besta fram í sínum
liðum er unun að horfa á. Þannig
náði hann frábærum árangri með
Dortmund. Og hann var í raun
óheppinn að landa ekki Evróputitli
með Liverpool á síðustu leiktíð. Það
sem gerðist í síðari hálfleiknum
gegn Sevilla er einmitt versta
martröð stuðningsmannanna.
Winjaldum hefur verið keyptur
á miðjuna en hann er kannski
ekki þessi varnarsinnaði nagli á
miðjuna sem stuðningsmenn vildu
sjá. Sóknarleikurinn er hjá Klopp
í fyrirrúmi og spurningin er hvort
sú taktík dugi til árangurs ensku
úrvalsdeildinni. n
5 lykilatriði
fyrir klopp
n Erfiðir leikir í upphafi leiktíðar n Helst Sturridge heill?
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Jurgen Klopp
Þjóðverjinn hefur um
margt að hugsa.