Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 4
Vikublað 20.–22. september 20164 Fréttir Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 Sömu kjör á opinberum og almennum vinnumarkaði Fékk 188 milljónir út af lekunum Ósafl í Vaðlaheiðargöngum fékk bætur í fyrra V erktakafyrirtækið Ósafl hefur fengið greiddar 188,5 milljónir króna í bætur vegna tafanna sem hafa orðið á gerð Vaðlaheiðarganga. Sáttanefnd Ósafls og Vaðlaheiðarganga hf. úr­ skurðaði í ársbyrjun 2015 að verk­ kaupanum bæri að bæta verktakan­ um hluta þess kostnaðar sem hann tók á sig vegna heita vatnsins sem hafði þá streymt úr sprungum Eyja­ fjarðarmegin í tæpa tólf mánuði. Nefndin hafnaði aftur á móti annarri bótakröfu sem Ósafl lagði fram fyrr á þessu ári. „Það fór annað mál í sáttanefnd á þessu ári en niðurstaða hennar var sú að verktakinn hefði enga kröfu,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, stjórnar­ formaður Vaðlaheiðarganga, og vill ekki tjá sig frekar um bótakröfuna sem sáttanefndin hafnaði. Verklok í apríl 2018 Stjórnendur Vaðlaheiðarganga gerðu verksamning við ÍAV og svissneska verktakafyrirtækið Marti Contract­ ors um gerð ganganna. Dótturfélag þeirra, Ósafl sf., hefur séð um fram­ kvæmdirnar. Samningsfjárhæðin nam 8.853 milljónum króna en fram­ kvæmdir hófust sumarið 2013. Verk­ efnið er líkt og komið hefur fram langt á eftir áætlun og er gert ráð fyrir verk­ lokum í apríl 2018 en ekki í desem­ ber 2016 líkt og upphaflega stóð til. Seinkunina má rekja til heitavatns­ sprungna sem fóru að opnast í febr­ úar 2015 og einnig flaums af köldu vatni Fnjóskadalsmegin sem hefur tafið verkið. DV fjallaði um fyrri bótakröfu Ósafls í mars 2015. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðar­ ganga, sagði þá í samtali við blað­ ið að sáttanefndin hefði verið skip­ uð þremur sérfræðingum. Ósafl hefði tilnefnt einn, verkkaupinn annan, en þriðji sérfræðingurinn, og for­ maður nefndarinnar, var óháður deiluaðilum. Valgeir vildi þá hvorki gefa upp fjárhæð bótakröfunnar né niðurstöðu nefndarinnar. Nam 6,4 milljörðum Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Vaðlaheiðarganga nam fjárfesting fé­ lagsins í göngunum alls 6,4 milljörð­ um í árslok 2015. Íslenska ríkið lofaði upphaflega 8,7 milljarða króna láni til verksins en ljóst er að framkvæmd­ in er komin um tvo milljarða fram úr áætlun. Vaðlaheiðargöng eru í eigu Vegagerðarinnar og Greiðrar leið­ ar ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Akureyrarkaupstaðar, KEA og Út­ gerðarfélags Akureyringa ehf. „Við förum yfir þetta mjög reglu­ lega og staðan í dag er þannig að við erum að sjálfsögðu langt umfram áætlun eins og hefur ítrekað kom­ ið fram. Hitinn Eyjafjarðarmegin fer hratt lækkandi og vinnuaðstæður þar eru fínar. Hrunið í Fnjóskadal er eitt­ hvað sem menn hafa verið að fara í gegnum og það hefur tekið svolítinn tíma. Það að þetta hafi hrunið er búið að tefja okkur mikið. Það hefur verið góð framvinda undanfarnar vikur og ekkert sem bendir til þess að áætlanir muni ekki standast eins og staðan er núna. Við eigum vel innan við 20 pró­ sent eftir af gangagrefti og óvissan er alltaf að minnka eftir því sem minna er eftir. Um leið og það verður gegn­ umslag þá minnkar óvissan gríðar­ lega mikið og verkið breytist úr ganga­ grefti í vegagerð,“ segir Ágúst Torfi. n Stjórnarformaðurinn Ágúst Torfi Hauksson segir gangagerð í Eyjafirði hafa gengið vel síðustu vikur. Búnir með 83 prósent Vaðlaheiðargöng eru nú 5.978 metra löng sem er 83 prósent af heildarlengd. Samkvæmt Facebook-síðu ganganna lengdust þau um 63,5 metra í síðustu viku Eyjafjarðarmegin. Áfram hafi verið unnið að styrkingum í hrunsvæðinu Fnjóskadalsmegin en mikið vatn í lofti hafi valdið töfum og erfiðleikum í steypusprautun. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is L aunakjör á opinberum og al­ mennum vinnumarkaði verða samræmd og jöfnuð sam­ kvæmt samkomulagi um nýtt samræmt lífeyriskerfi. Sam­ kvæmt því mun allt launafólk njóta sambærilegra lífeyris­ réttinda hvort sem það starfar hjá hinu opin­ bera eða á almennum vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefur samkvæmt frétt fjármálaráðu­ neytisins þegar sam­ þykkt málið og það hef­ ur að auki verið kynnt fulltrúum allra flokka á Al­ þingi. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017. Samkomulagið var undirrit­ að í Hannesarholti í gær, mánudag, af Bjarna Benediktssyni fjármála­ ráðherra og fulltrúum lífeyrissjóða opin berra starfsmanna. Sjálfbært kerfi „Samkvæmt samkomulaginu verður launafólki gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnu­ markaðar hvenær sem er starfs­ ævinnar án þess að það hafi telj­ andi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Sjóðfélögum í lífeyrissjóðum opin­ berra starfsmanna verða tryggð sam­ bærileg réttindi og þeir hafa nú með 120 milljarða króna framlagi hins opinbera til að mæta ófjármögnuð­ um framtíðarskuldbindingum vegna þeirra. Lífeyriskerfi opinberra starfs­ manna verður fullfjármagnað og kerfið sjálfbært. Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni,“ segir í frétt fjármálaráðuneytisins. Tugmilljarða halli Samkvæmt fréttinni gera sérstakar aðstæður í ríkisfjármálum á yfir­ standandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slita­ búum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna, ríkissjóði kleift að fjármagna breytingarnar. Horfur séu á að afgangur á rekstri ríkissjóðs á þessu ári muni þrátt fyrir þessa ráðstöfun nema um 330 millj­ örðum króna. „Tugmilljarða halli er á trygginga­ fræðilegri stöðu lífeyrissjóða opin­ berra starfsmanna vegna aldurs­ samsetningar sjóðfélaga en með þessu samkomulagi verður hann úr sögunni og þar með verulega dreg­ ið úr óvissu og áhættu um afkomu sjóðanna. Framtíðarskuldbindingar sjóðanna teljast með þessari aðgerð að fullu fjármagnaðar.“ n Eitt lífeyriskerfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.