Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 20.–22. september 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Hiti í Vikulokum Umræðuþættir um þjóðfélagsmál eru yfirleitt ekki jafn hressilegir og Vikulokin á Rás 1 voru síðastliðinn laugardag. Svavar Halldórsson tókst þar á um búvörusamninginn við þau Sigríði Maríu Egilsdóttur og Gísla Martein Baldursson. Svavar varði samninginn við litlar undir- tektir Sigríðar Maríu og Gísla Marteins. Til harðra orðaskipta kom í þættinum þar sem Svavari var hinn reiðasti. Hlustendur biðu í ofvæni eftir því að heyra hurðarskell þegar hann gengi út í bræði. Svo fór þó ekki. Á Face- book segir Svavar: „Það kann að vera að mér hafi orðið dálítið heitt í hamsi í umræðum um landbúnað og sauðfjársamning“ og bætir við: „Ég fagna því að ung kona eins og Sigríður María taki þá ákvörðun að stíga inn á vett- vang stjórnmálanna og það var ekki meiningin að vaða yfir hana með hrútskýringum.“ Guðni gerir lukku Nýleg könnun sýndi mikla ánægja lands- manna með ný- kjörinn forseta Guðna Th. Jóhann- esson. Það hefur örugglega enn bæst á ánægjuvogina eftir að fréttist að forsetinn hefði heim- sótt Lilju Katrínu Gunnarsdóttur á endaspretti hennar í bökunar- maraþoni til styrktar Krafti, sem er stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Lilja brast í grát þegar hún sá forsetann mættan á heimili sitt og hann brást við með því að fella tár. Netverjar hafa margir hverjir lýst yfir ánægju sinni með þessa óvæntu heim- sókn forsetans. Það var heiður að hafa þekkt þig Vinir minnast Yuen Choy sem lést í bílslysi á Sólheimasandi. – Facebook Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus Við höf um átt strembna viku Knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic um gengi Manchester United.– Ýmsir miðlar Ég bara fór að hágráta E kki eru margar vikur til kosn- inga og kjósendur ættu því að vita hver helstu áherslu- mál flokkanna eru. Lítið ber þó á stefnumálum og það er eins og stjórnmálamennirnir hafi um annað að hugsa en að koma þeim á fram- færi. Helstu fréttir sem kjósendur fá af flokkunum snúast um innan- flokksátök og bræðravíg og með slæðast síðan stórskandalar eins og það að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að segja nei við búvörusamn- ingnum, þrátt fyrir að hafa af krafti talað gegn honum. Svo eru nettir skandalar eins og sá að þingmenn Samfylk- ingar skrópi í þingsal þegar atkvæðagreiðslur eru á dag- skrá. Kannski eru Samfylk- ingarþingmennirnir eins og Hamlet og eiga erfitt með að gera upp hug sinn eða kannski leiðist þeim bara í stjórnarandstöðu og nenna ekki að greiða atkvæði í mál- um sem þeir ráða engu um. Nýlega birtust niðurstöð- ur í skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu RÚV og sýnir að 45 prósent þátttakenda telja heilbrigð- ismálin mikilvægustu um- fjöllunarefni fjölmiðla fyrir kosningar. Málefni aldraðra og öryrkja er í öðru sæti og húsnæðismálin í því þriðja. Þetta er áhugaverð niðurstaða og í takt við umræðu síðustu mánaða og missera. Stjórnmálamennirnir vita af áhuga almennings á heilbrigðismálum og munu því leggja áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins þegar þeir sjá sér fært að hella sér út í kosningabarátt- una. Sú áhersla er skynsamleg. Óhjá- kvæmilega munu þó vakna hjá kjós- endum efasemdir um efndir, enda vantreystir þjóðin stjórnmálamönn- um meira en flestum öðrum stéttum. Það vekur athygli í skoðana- könnun Maskínu hversu lítill hluti kjósenda telur endurskoðun stjórnar skrárinnar vera mikilvægt mál. Hópur manna talar eins og það sé brennandi hagsmunamál fyrir þessa þjóð að stjórnarskránni verði gjörbreytt og jafnvel umbylt. Þjóðin virðist alls ekki vera á sama máli. Hún nennir ekki að gera stjórnar- skrármálið að hitamáli. Sennilega hefur þjóðin þá skynsamlegu af- stöðu að sjálfsagt sé að endurskoða stjórnar skrána án þess að umbylta henni. Lítill sem enginn hljómgrunnur virðist svo vera fyrir aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Það kemur ekki á óvart. Áhersla Samfylk- ingarinnar og Viðreisnar á inngöngu í Evrópusambandið er slæm tíma- skekkja. Allt hefur sinn tíma, sagði hinn vitri predikari. Staðan í Evrópu- sambandinu er þannig að best er fyrir okkur að sjá hver þróunin verð- ur áður en við förum að stökkva til og banka á dyr í Brussel. Flokkar sem ætla sér að ræða um Evrópu- sambandið við kjósendur munu tala fyrir daufum eyrum. Innganga er ekki á dagskrá. Stjórnmálamennirnir ættu ekki bara að kynna sér hvaða málaflokk- ar það eru sem þjóðinni finnst skipta mestu máli. Þeir verða einnig að átta sig á því hvaða málaflokkum þjóðin sýnir áhugaleysi og það á við um stjórnarskrármálið og aðildarvið- ræður við Evrópusambandið. n Áherslur þjóðarinnar Myndin Haustdemba Heiðmörk og Bláfjöll gægjast hér undan haustdembu á mánudagseftirmiðdag. Það kann einmitt að verða vætusamt með köflum næstu daga jafnvel þótt kraftmiklar haustlægðir láti bíða eftir sér. MYnd SIGTrYGGur arI Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Flokkar sem ætla sér að ræða um Evrópusambandið við kjósendur munu tala fyrir daufum eyrum. Tilfinningar báru þreytta Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ofurliði við maraþonbakstur. – Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.