Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 20.–22. september 20162 Áhrifaríkar meðferðir - Kynningarblað „Hvaða Hólmfríði ætlar þú að hitta í dag?“ Andleg heilsa fyrir haustið H austið 2012 stofnaði Hólm- fríður Jóhannesdóttir And- lega setrið þar sem hún hjálpar nú fólki að hjálpa sér sjálft. Hún útskrifaðist sem meðferðardáleiðari frá The Hypnosis Centre í Skotlandi vorið 2011 og hefur síðan þá lært hjá nokkrum af þekktustu dáleiðurum Bandaríkjanna. Hólmfríður er ekki eingöngu meðferðardáleiðari held- ur einnig óperusöngkona, söng- kennari, heilari, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili og NLP-ráðgjafi. „Eitt sinn hringdi dyra- bjallan þegar ég var að vinna heima í Vesturbænum og ég mundi ekki hvort ég var að fara að dáleiða eða kenna söng. Í fljótfærni svaraði ég: Hvaða Hólmfríði ætlar þú að hitta í dag? Nemandinn var þá kominn til að hitta söngkennarann.“ „Meðferð hjá mér gengur mikið út á sjálfsvinnu.“ Til að ná virkilega góðum árangri í sjálfsvinnu þarf samvinnan að vera mjög góð. Ef sá sem kemur í dáleiðslu treystir ekki meðferðaraðilanum eða vill ekki opna sig tilfinningalega, þá verður árangurinn í hæsta lagi 70 prósent. Það er hægt að segja að meðferðar- aðilinn sé stanslaust að rétta hin full- komnu verkfæri í meðferðinni. Svo er það í höndum þess sem þiggur meðferð hvort og hvernig hann not- ar þessi verkfæri, og hvort árangur- inn verður mjög mikill, meðal eða lítill. „Ég hef reyndar fengið til mín fólk sem segist í byrjun viðtals hafa litla trú á dáleiðslunni þar sem það hafi reynt allt og ekkert virkað. Því tel ég mikil vægt að eiga gott samtal á undan sjálfri dáleiðslunni því þar kynnist aðilinn meðferðaraðilanum og oftar en ekki eflist traustið í sjálfu viðtalinu. Fyrsti tíminn hjá mér er því ávallt í 90 mínútur og endurkom- an í 60 mínútur.“ Haustið er tími nýrra verkefna og því tilvalið til sjálfsvinnu. Haustið er líka einn besti tíminn til að breyta mataræði eða hætta að reykja fyrir þá sem hafa leitt hugann að því. Sérsvið Hólmfríðar er streita, kvíði, verkir, sjálfstraust og fíkn. Eitt leið- ir af öðru. „Ef þú hefur þróað með þér streitu og veist ekki hvernig þú átt að losna við hana, er ekki óal- gengt að hún kalli á besta vin sinn, kvíða. Kvíði getur svo kallað á svefn- leysi sem getur kallað á þunglyndi. Það má í raun segja að streita, kvíði og þunglyndi séu systkini. Þau eru ólík en þau eru tengd.“ Hér þarf að finna rótina að vandanum og vinna með hana. Oft hefur fólk safnað upp reiði eftir erfiðleika eða ósætti og veit ekki hvernig það á að losna við hana. Þar sem reiði er tortíming er ekkert betra en að losna við hana strax. Hér þarf oftast að fara í fyrirgefningarferl- ið. „Þó að við fyrirgefum einhverjum þýðir það ekki endilega að við ætl- um að verða vinir eða að við viljum sjá þessa manneskju á fésbókinni daglega, en við þurfum ekki heldur að vera óvinir. Við fyrirgefum fólki ekki til að fría það heldur til að öðlast frelsi sjálf. Þegar manneskjan sem við vorum reið við hefur ekki áhrif á okkur lengur, hættir hún að stjórna lífi okkar.“ Hólmfríður bjó áður erlendis þar sem hún starfaði sem óperusöng- kona og því með mikla sviðsreynslu þar sem streita og sjálfstraust vinna saman. „Það getur verið gaman að fylgjast með þessari samvinnu og að lokum verður annað öðru yfir- sterkara, en hjá sviðsfólki þurfa þessir tveir þætt- ir að vinna saman. Hér getum við talað um jákvæða streitu eða eftirvæntingu eftir að stíga á svið. Ef eftir- væntingin er engin gæti text- inn hreinlega horfið. Text- inn sem ég kann best. Hvað er skemmtilegra en að stíga á svið full- ur af sjálfstrausti með temmilega eftir væntingu? Með hjálp dáleiðslu geturðu náð betri stjórn á tilfinningum og eftir að ég byrjaði að dáleiða hefur aldrei verið streita með mér á sviðinu, sem ég hef ekki ráðið við, því það er ég sem stjórna. Nú er svo komið að eft- ir að hafa starfað við dáleiðslu í rúm fimm ár tel ég að tími sé kominn til að kenna hana. Frá áramótum hef ég þjálfað mig upp sem kennara.“ Nýtt fimm vikna námskeið byrjar í október þar sem undirstöðu- atriði dáleiðslunnar verða kennd einu sinni í viku. Aðeins verða tveir til fjór- ir á hverju námskeiði og er hægt að velja um laugar- daga eða virkan dag. Nám- skeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja efla sjálfstraust og styrk í einkalífi, námi eða starfi. Skráning er hafin á hj@daleidari.is og einnig er hægt að panta tíma í dáleiðslu eða söngkennslu á þessu sama net- fangi. Sjá nánari upplýsingar á: daleidari.is og bloggsíðu Hólmfríðar: daleidari. blog.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.