Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 20.–22. september 2016 Fréttir 11
myndi þýða að fyrir 30% hlut í bank-
anum, svo dæmi sé tekið, myndu
lífeyrissjóðirnir hugsanlega þurfa
að greiða á bilinu 48 til 54 milljarða
króna.
Ráðgjafar Kaupþings við sölu á
eignarhlut félagsins í Arion banka
eru bandaríski fjárfestingabankinn
Morgan Stanley, en fulltrúar bank-
ans hafa um langt skeið unnið að
undirbúningi að sölu á hlutnum, og
Benedikt Gíslason, fyrrverandi að-
stoðarmaður og ráðgjafi fjármála- og
efnahagsráðherra. Benedikt var einn
helsti ráðgjafi íslenskra stjórnvalda
við vinnu að áætlun að um losun
fjármagnshafta sem var kynnt í júní í
fyrra Þá var bandaríski fjárfestingar-
bankinn Citigroup, eins og DV greindi
fyrst frá í maí síðastliðnum, ráðinn til
að vera stjórn og stjórnendum Arion
banka til ráðgjafar við söluferlið.
Heildareignir Kaupþings námu
um mitt þetta ár samtals um 475
milljörðum króna og er eignarhlutur-
inn í Arion banka verðmætasta eins-
taka eign félagsins. Auk þess að vera
stærsti hluthafi Arion banka er Kaup-
þing jafnframt helsti lánveitandi
bankans vegna skuldabréfs í erlendri
mynt til þriggja ára sem var gefið út
í tengslum við þau stöðugleikaskil-
yrði sem Kaupþing þurfti að upp-
fylla. Eftir að Arion banki greiddi inn
á skuldabréfið til Kaupþings fyrr á
þessu ári þá stendur höfuðstóll þess
núna í 495 milljónum Bandaríkja-
dala, jafnvirði um 57 milljarða króna.
Fastlega má gera ráð fyrir frekari
fyrir framgreiðslum til Kaupþings á
næstu mánuðum vegna bættra lána-
kjara sem íslenskum bönkum bjóðast
núna á alþjóðlegum fjármagnsmörk-
uðum. Samkvæmt viðskiptaáætlun
stjórnenda Kaupþings er stefnt að
því að búið verði að umbreyta öllum
óseldum eignum félagsins í laust
fé og greiða út til hluthafa á næstu
tveimur til þremur árum.
Sænskir stjórnarmenn
Bandaríkjamaðurinn John P.
Madden, sem tók til starfa í fram-
kvæmdastjórn Kaupþings í ársbyrjun,
var kjörinn í stjórn Arion banka á
hluthafafundi bankans sem fór fram
á fimmtudaginn í liðinni viku. Arion
banki sendi frá sér tilkynningu um
stjórnarkjörið í gærmorgun, mánu-
dag, en DV hafði áður upplýst um að
John Madden myndi taka sæti í stjórn
bankans í frétt blaðsins þriðjudaginn
13. september.
John P. Madden verður þriðji
erlendi stjórnarmaður Arion banka
og jafnframt sá eini í stjórn bankans
með bein tengsl við Kaupþing. Ásamt
því að vera einn af æðstu stjórnend-
um Kaupþings þá situr hann einnig
í stjórn norska olíufélagsins Noreco.
Hann stýrði um árabil framtakssjóð-
um hjá Arcapita Group í London
og var ráðinn til Kaupþings fyrir til-
stuðlan Keiths Magliana, sjóðsstjóra
vogunarsjóðsins Taconic Capital,
áhrifamesta hluthafa Kaupþings.
Skipan hans í stjórn Arion banka,
sem á sér nokkurn aðdraganda, er
til marks um að stjórnendur og hlut-
hafar Kaupþings vilji hafa meira af-
gerandi áhrif innan stjórnar bankans
samhliða því að þeir vinna að því að
selja 87% hlut félagsins á næstu miss-
erum, að sögn þeirra sem þekkja vel
til innan Kaupþings.
Gangi áform stjórnenda og ráð-
gjafa Kaupþings um að skrá Arion
banka á hlutabréfamarkað í Svíþjóð
eftir þá mun bankinn fylgja í fótspor
forvera síns, Kaupþings banka, sem
var á sínum tíma skráður í Kaup-
höllina í Stokkhólmi. Bankinn var
skráður í sænsku kauphöllina í lok
árs 2002 í kjölfar þess að hann yfirtók
JP-Nordiska bankann í Stokkhólmi. Í
átta manna stjórn Arion banka í dag
eru meðal annars Monika Caneman,
sem er jafnframt stjórnarformaður
bankans, og Måns Höglund, en þau
koma bæði frá Svíþjóð. n
Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is
Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með
sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
AUGNVÍTAMÍN
Augnheilbrigði
Við aldursbundinni
augnbotnahrörnun
Vilja skrá Arion banka á markað í Svíþjóð
n Hlutafjárútboð fyrr takist ekki að selja hlut til lífeyrissjóða
Segir skráningu erlendis háða
verulegum takmörkunum
Almennt útboð hluta í íslenskum fjármálafyrir-
tækjum og skráning þeirra á erlendum skipulegum
verðbréfamarkaði er háð verulegum takmörkunum
samkvæmt núgildandi lögum um gjaldeyrismál.
Þrátt fyrir að frumvarp fjármálaráðherra um ýmsar
breytingar á þeim lögum í því skyni að losa um höft
á fjármagnsviðskipti fyrirtækja og heimila þá þyrftu
fjármálafyrirtæki engu að síður að óska eftir sér-
stakri undanþágu frá Seðlabankanum ef til stæði að
skrá hlutabréf þeirra á markað erlendis.
Þetta kemur fram í umsögn Bankasýslu
ríkisins til efnahags- og viðskiptanefndar auk þess
sem stofnunin segir að það sé skilningur hennar
að kaup innlendra og erlendra aðila á hlutabréf-
um í íslenskum fjármálafyrirtækjum á erlendum
verðbréfamarkaði í gjaldeyri séu óheimil. Í frumvarpi
fjármálaráðherra er lagt til að frá og með næstu
áramótum geti Íslendingar fjárfest í innlendum
verðbréfum sem eru skráð erlendis fyrir allt að 100 milljónir. Að öðru leyti séu ekki lagðar
til frekari undanþágur frá þeim atriðum sem snerta skráningu og viðskipti með hluta í
innlendum fjármálafyrirtækjum á erlendan markað.
Bankasýslan segir að þessar kvaðir geta leitt til minni árangurs við söluferli
eignarhluta íslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum en stofnunin heldur utan um
eignarhluti ríkisins í viðskiptabönkunum þremur. Þá geti þær jafnframt orðið til þess að
torvelda viðskipti á eftirmarkaði sem kann að hafa neikvæð áhrif við sölu á hlut ríkisins
í bönkunum. „Því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort draga megi úr slíkum kvöðum til að
einfalda mögulegt söluferli og auka líkur á góðum árangri,“ segir í umsögninni.
Jón Gunnar Jónsson
Forstjóri Bankasýslu ríkisins.