Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Qupperneq 2
Vikublað 20.–22. september 20162 Fréttir W illum Þór Þórsson, þing- maður Framsóknar- flokksins, uppfærði ekki hagsmunaskráningu sína á vef Alþingis fyrr en þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn sem þjálfari KR í Pepsi- deild karla í sumar. Samkvæmt regl- um um skráningu fjárhagslegra hagsmuna alþingismanna og trúnað- arstörf viðhalda alþingismenn sjálfir skráningu sinni og ber að skrá nýjar upplýsingar og viðbótarupplýsingar innan mánaðar frá því að þær liggja fyrir. Willum segir að hann hafi talið sig vera búinn að því þar til fyrirspurn DV leiddi annað í ljós. Hann segir að það hafi verið mikil og erfið vinna að vera þjálfari samhliða þingmennsku, en að þjálfarastarfið hafi ekki bitnað á þingstörfum hans. Þetta tvennt geti þó ekki farið saman til lengri tíma. Willum Þór var sem kunnugt er ráðinn þjálfari KR þann 26. júní síð- astliðinn en hafði síðan þá láðst að uppfæra skráningu sína. Hann bætti úr því á mánudagsmorgun, eftir að DV hafði spurst fyrir um málið á skrif- stofu Alþingis. Undir liðnum launað starf eða verkefni, annað en launuð þingmannsstörf, er nú gerð grein fyrir tímabundinni ráðningu hans hjá KR, frá júlí–september. Auk þess sem hann uppfærði að hann hafi vik- ið tímabundið úr stjórn Breiðabliks meðan hann er á mála hjá KR. „Það var sjálfsagt mál að bregðast við því. En mér fannst ég hafa gert það, en svona er þetta stundum. Ég get eiginlega þakkað þér ábendinguna, því það er sjálfsagt mál að greina frá þessu og þetta á að vera í lagi. Ég tek því bara vel.“ Viðsnúningur undir stjórn Willums Það vakti athygli þegar Willum Þór var ráðinn aftur til KR í kjölfar þess að Bjarni Guðjónsson var látinn taka pok- ann sinn eftir slakt gengi stórveldisins fyrri part sumars. Liðið var þá fallið úr bikarnum, hafði aðeins hlotið níu stig í níu fyrstu leikjum tímabilsins og ár- angurinn langt undir væntingum. Willum tók við KR þann 26. júní, þegar Alþingi var í sumarfríi, og hef- ur síðan stýrt KR í ellefu leikjum í Pepsi-deild karla, þar af sex eftir að Alþingi kom saman á ný eftir sumar- frí þann 15. ágúst. Tveir leikir eru eftir í deildinni, en lokaumferðin fer fram 1. október næstkomandi. Gengi KR hefur verið allt ann- að eftir að Willum tók við liðinu og hefur KR náð í 23 stig í þessum ell- efu leikjum. Sjö sigrar, tvö jafntefli og tvö töp. Eru því eðlilega margir KR-ingar sem vilja halda honum áfram við stjórnvölinn. Willum sæk- ist hins vegar líka eftir endurkjöri á þing í komandi kosningum, þar sem hann skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvestur- kjördæmi. Hann segir aðspurður að engar viðræður hafi átt sér stað við KR-inga um að hann haldi áfram. Hann hafi litið á innkomu sína í þjálfarastarf sem sameiginlegt verk- efni allra KR-inga, nokkuð sem hann hafi ekki getað skorast undan. Það hafi þó verið erfitt að samræma þetta tvennt að loknu sumarfríi í þinginu. Mikil vinna fram á nótt „Þetta er bara mikil vinna. Ég sá að í júlí hefði ég sumarleyfið mitt í þetta og síðan yrðu þetta 6–7 vikur þar sem ég yrði bara einhvern veginn að þrauka, og það eru tvær vikur eftir af því. Ég er nú ekkert að væla. Þetta er stórskemmtilegt.“ Aðspurður hvort hann hafi misst eitthvað úr á þingi beinlínis vegna þjálfarastarfsins, segir Willum að svo sé ekki. Hann hafi jafnan klárað sitt fyrir æfingar hjá liðinu, sem eru klukk- an 17 en í 2–3 skipti hafi hann misst eitthvað úr þingfundi standi hann milli klukkan 17–19 en þá hafi hann komið aftur í þingið að æfingu lokinni. „Svo reyni ég að leikgreina, skipu- leggja og undirbúa æfingar og ann- að slíkt á kvöldin þegar þingi lýkur og fram á nótt.“ Fer ekki saman Aðspurður hvort hann muni leggja þetta á sig aftur, fari svo að KR-ingar vilji að hann haldi áfram og hann nái endurkjöri segir Willum: „Nei, það fer ekki saman að vera í þessu hvorutveggja. Þetta var tímabundið verkefni sem mér fannst ég ekki geta skorast undan.“ Fari hins vegar svo að hann nái ekki endurkjöri á þing? „Þá er allt galopið. Það getur vel verið að eftir mánuð verði ég hvorki þjálfari né á þingi.“ Rúnar frábær kostur Fari svo að Willum nái á þing og haldi ekki áfram með KR, á Vesturbæjarstór- veldið þó hauk í horni. Um helgina var Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálf- ari KR, rekinn sem þjálfari Lillestrøm í Noregi og gæti því tekið við liðinu af Willum. Það lýst þingmanninum vel á. „Hann yrði frábær kostur fyrir KR, það er ekki spurning.“ n Gleymdi að gera grein fyrir þjálfarastarfinu n Willum Þór hefur uppfært hagsmunaskráningu sína n Segir það ekki fara saman að vera þingmaður og þjálfari Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Það fer ekki saman að vera í þessu hvorutveggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.