Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 31
Vikublað 20.–22. september 2016 Menning 23 Það er löngu kominn tími á að neytendur og tónlistarveitur átti sig á að það er ekk- ert eðlilegt við það að greiða tæpar 1.200 krónur á mánuði fyrir aðgengi að mest allri tónlist sem kemur út í heiminum (Spotify Premium-áskrift). Kaffibollinn á kaffihúsi getur kostað allt að 550 krónur. Af hverju er ekki hægt að greiða meira fyrir tónlist? Tónlistarheimurinn var lengi að meðtaka þær breytingar sem stafræna byltingin hafði í för með sér og bjóða upp á löglega valkosti en nú þegar þeir eru í boði þurfum við raunhæfara verðlag. Ein ástæða þess að tónlistargeirinn var lengi að bregðast við stafrænu byltingunni og bjóða upp á lausnir er hin gríðarlega flækjusúpa sem hagsmunasamtök í tónlist eru og réttindamálin þar af leiðandi. Við erum með hagsmunasamtök fyrir ólíka hópa sem oft á tíðum ná ekki að tala saman og koma sér saman um stefnu og aðgerðir og eyða jafnvel tímanum frekar í hnýting og hagsmunabaráttu sín á milli. Flækju- stigið í réttindamálum innan tónlistar er næstum óyfirstíganlegt fyrir þá sem vinna innan geirans eða vilja sækja sér leyfi fyrir notkun tónlistar og þetta gerir það að verkum að oft reynir fólk að komast und- an því eða stendur ekki rétt að málum sem þýðir að tónlistarfólk verður af mikilvæg- um tekjum. Spurning hvort þetta þarfnist ekki einhverrar einföldunar þannig að það sé einhver leið að ná utan um þetta fyrir meðalgreinda manneskju? Annað sem er talsvert rætt þessa dagana er hættan á því að tónlist sem fær aðallega spilun í heimalandinu muni eiga erfitt uppdráttar og að við munum sjá meiri flatneskju í tónlistarsköpun í framtíðinni. Til að bregðast við þessu hér á landi hefur verið komið á laggirnar Hljóðritasjóði sem styrkir útgáfu hljóðrita. Það er mjög jákvætt skref sem þar er stig- ið. Annað sem hægt er að gera til koma í veg fyrir að tekjur dreifist á einsleitan hóp er að tónlistarveitur almennt taki upp notendamiðaða skiptingu tekna, þ.e. það tónlistarfólk sem ég hlusta á með minni áskrift fær þær tekjur í stað þess að þær fari í púkk og dreifist svo til rétthafa miðað við heildarhlustun. Þetta gæti orðið til þess að rétta hlut þeirra listamanna sem fá aðallega spilun í heimalandi sínu. Það má líka spyrja sig hvort síma- fyrirtækin sem fá stóran hluta af tekjum sínum af netnotkun ættu kannski að leggja sitt af mörkum og stuðla að líflegri menningarsköpun með styrkjum og/eða annars konar stuðningi. Hvet þau hér með til þess. Að lokum finnst mér persónulega ekkert að því að loka veitum sem bjóða upp á ólöglegt niðurhal á efni, fyrirtækjum sem stunda slíka starfsemi yrði lokað á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Pingpong.is - Síðumúli 35 (að neðanverðu) , Reykjavík - S: 568 3920 & 897 1715 Borðtennis er fyrir alla! BorðtennisBorð Listin á tímum á stafrænnar afritunar Sólveig Þorsteinsdóttir, upplýsingafræðingur og verkefnastjóri á Heilbrigðisvísindabókasafni Landspítala Það sem ég hef mesta reynslu af er útgefið vísindaefni sem er aðgengilegt á internetinu. Höf- undar eru hvattir til að semja sérstaklega við útgefendur um hvernig má meðhöndla þeirra efni með sérstökum samningi, CCBy licence. Á undanförnum tíu árum hefur rutt sér til rúms stefna um opinn aðgang að vísinda- efni og þar er áherslan á efni sem kostað var af opinberu fé, svo sem styrkjum, gögnum og vinnuaðstöðu sem kostað er af ríkinu. Flestir eru á því að slíkt efni eigi að vera opið fyrir alla á internetinu og er ég þeirra skoðunar. Vísindamenn verða þá að gefa út undir höfundasamningi eins og CCBy licence. Útgefendur hafa selt aðgang að slíku efni hingað til fyrir háar upphæðir í formi áskrifta til bókasafna. Bókasöfnin greiða þá fyrir höfundarréttinn og gott dæmi er Landsaðgangurinn sem veitir öllum landsmönnum aðgang að völdum tímaritum og bókum. Þetta er mjög dýrt og er ríkið í raun að tvígreiða fyrir þessar greinar því í flestum tilfellum hefur ríkið þegar greitt fyrir þessa vinnu í formi styrkja til vísindamanna eða til þeirra stofnana sem þeir starfa hjá. Þetta mál vill þó oft verða mjög flókið og er núna unnið að því af Fjölís að rukka bókasöfn fyrir höfundarrétt að erlendum tímaritum. Vandinn er að bókasöfnin eru þegar búin að greiða fyrir höfundarréttinn og er því verið að innheimta höfundarréttinn í þrígang. Ég get ekki tjáð mig um hvernig þessu er háttað með annað efni eins og listina en auðvitað eiga höfundar að fá greitt fyrir sína vinnu hvort sem það er í formi styrkja eða beinnar greiðslur frá notendum. Ég veit að útgef- endur geta haldið mjög stíft utan um sitt efni en hvort sérhver einstaklingur getur gert það á sama hátt finnst mér ólíklegt. Vísindaefni sem er opið öllum á internetinu gerir mikið meira gagn en það sem er lokað – hraðar framþróun vísindanna. Það sama gildir einnig um listina því myndir eða bækur sem eru til dæmis lokaðar ná litlum áhrifum. Menningarsköpun þjóðfélaga er kjarninn í sjálfsmynd þeirra og tilvist. Þjóðfélög án hefða og sköpunar (og þau eru til) eru harðplastsjoppur með skyndibita sem engin einkenni hafa önnur en einkenna- leysið sjálft. Tæknibyltingar fyrri tíða eiga það sameiginlegt að þær hafa hægt og bítandi veitt almenningi aukna möguleika til frelsis í tjáningu og þar með lýðræðis. Ritun, prentverk, útvarp, sjónvarp og nú Netið bera í sér þessa möguleika og Netið kannski allra helst þar sem erfitt hefur reynst að halda böndum á því. Áður fyrr voru stofnanir, kirkjan, ríkið, útgefendur og fjölmiðlar hliðverðir og stjórnendur þess sem birta mátti og hafa tök þeirra verið mismunandi eftir tímum og stöðum. Netið, hins vegar, virtist hafa algjörlega ýtt þessum varðmönnum til hliðar þegar það náði hnattrænum krafti. Virtist, því á sumum stöðum geta stjórnvöld stýrt um- ferðinni á því og síðustu ár hefur sú þróun orðið að örfáir aðilar, Google, Microsoft, Apple, Amazon, Facebook, hafa náð utan um gríðarlegan hluta Netsins og eru orðnir ráðandi í dreifingu upplýsinga af öllu tagi. Þetta eru aðilar sem verja höfundarrétt sinn með kjafti og klóm og hirða hann síðan af einstaklingum eins og þeim sýnist, til eigin nota. Þetta er þversögn Netsins sem tæknibyltingar, það er á hraðri leið að gera möguleikana til frelsis og tjáningar margfalt takmarkaðri en í fyrstu sýndist. Nýlenduherrar 21. aldar eru þessi og viðlíka fyrirtæki og þau hirða bæði menningar- sköpun og ágóðann af henni ef ekki er spyrnt við fótum. En eins og svo oft felast tækifæri í því að takast á við ógnina. Íslendingar gætu farið þá leið að stofna efnisveitu fyrir þjóðina alla, efnisveitu sem allir hefðu aðgang að, bæði skapendur og notendur. Þetta yrði gátt fyrir þjóðina og alla sem skapa menningu fyrir hana, hvernig svo sem þeir fara að því, í stuttu máli sagt, allir sem geta dreift efni með stafrænum hætti. Þjónustunni yrði streymt til notenda sem greiddu fyrir hana sanngjarnt gjald. Um leið yrði þeim sem skapa efni eða dreifa tryggt að sanngjarn- ar greiðslur kæmu fyrir, ekki einhverjir smáaurar eins og tíðkast. Slík gátt gæti einnig þjónað erlendum notendum sem opið hlið að Íslandi og veitt upplýsingar um ferðaþjónustu, viðskipti og annað sem við viljum koma á framfæri um land og þjóð. Þetta yrði Íslandsgáttin fyrir alla hérlendis og erlendis og yrði öllum opin án þess að gera þjóðina að kúguðum þegnum örfárra stórfyrirtækja. Efnisveita fyrir alla þjóðina Þurfum raunhæfara verðlag Opið efni gerir meira gagn María Rut Reynisdóttir umboðsmaður Gauti Kristmannsson bókmenntafræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.