Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Blaðsíða 30
Vikublað 20.–22. september 201622 Menning Þetta er vitaskuld stór spurning með marga fleti og svarið veltur ansi mikið á úr hvaða átt maður kemur að henni. Ef við byrjum breitt, þá verður það að segjast að sú bjartsýnisbylgja sem ein- kenndi umræðuna á fyrstu dögum ver- aldarvefsins reyndist ekki eins kröftug og margir óskuðu, eða spáðu fyrir um. Lýðræðislegir, pólitískir, menningarlegir umbótarmöguleikar netsins hafa ekki umbylt kerfinu á þann hátt sem margir sáu fyrir. Þótt möguleikar margstefnu- boðskipta séu vissulega fyrir hendi á netinu, hafa stýrð margstefnuboðskipti leidd af fyrirtækjasamsteypum á borð við Google og Facebook tekið yfir- höndina. Í þessu samhengi spila hugtök á borð við „samruni“ (e. convergence) og „krosstengd boðskiptamynstur“ (e. cross-media communications) stórt hlutverk því menningariðnaðurinn vinn- ur á mörgum sviðum í framleiðsluferli menningarafurða. Þótt landamæri séu vissulega mikil væg, einnig í hinum stafræna heimi, þá koma alþjóðasamsteypur sér gjarnan hjá því að lúta ströngu regluverki mismun- andi þjóðríkja með skráningu á stöðum þar sem regluverkið er fjárhagslega heppilegra. Mikið magn af menningarframleiðslu er því virkjað af þessum stóru alþjóðlegu öflum sem hugsa fyrst og fremst um gróða. Þótt netið bjóði vissulega upp á alls kyns andrými þar sem menningarframleiðsla þrífst, hefur kenningin um hinn langa hala ekki alveg gengið eftir. Google, Amazon, Facebook og Netflix, svo fá dæmi séu tekin, bjóða upp á tiltölulega einsleita heims- mynd því algóritmarnir beina notendum gjarnan í sömu spor, og þá gjarnan spor sem hygla þeirra eigin framleiðslu. Hvað hugverkin varðar buðust fleiri möguleikar með tilkomu netsins, nýir framleiðslu- og dreifingarmöguleikar, ný höfundaréttarkerfi eins og Creative Comm- ons, o.s.frv. Maður vonaðist svolítið eftir því að þessir möguleikar ynnu betur með listamönnum, gerði þá frjálsari í sköpun sinni og biðu upp á fleiri möguleika til fjár- mögnunar og dreifingar. Og þótt þetta sé raunin á ýmsum sviðum, þá reyndust veitur á borð við Netflix, Spotify og Apple Music í raun ótrúlega takmarkaðar og hagsmuna- samtökum listamanna tókst ekki að semja nægilega vel um kjör félagsmanna sinna. Á margan hátt er ekkert nýtt að gerast hér, þótt tækninni fleygi fram og afturblik til horfinna tíma mun ekki reynast árangurs- ríkt. Málið er að hagsmunasamtök eru fjarri því eins sterk og samtök framleiðenda, sem eru rígbundin hagsmunum stór- fyrirtækja. Þetta sýndi sig mjög vel þegar Apple Music fór af stað, þegar YouTube og Spotify semja við listamenn o.s.frv. Í tilfelli Apple þurfti Taylor Swift til, sem segir ýmis- legt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Þetta er hins vegar einungis einn angi umræðunnar. Hinn er samofinn og mætti kannski kalla hinn raunverulega iðnað, sem er ekki bundinn hugverkunum sem slíkum, heldur fremur þeim sporum sem hugverkin, og önnur framleiðsla á netinu, gera sýnileg og fæða algróritmana með. Hér á ég við hin ýmsu álitamál sem snúa að söfnun upplýsinga, eftirlit og vald al- góritmans þegar lýtur að gagnasöfnun og þeirri heimsmynd sem er haldið að okkur. Þetta eru stór álitamál sem krefjast stórra hugsana og lausna. Að efla aðgerðir sem taka á ólöglegu niðurhali finnst mér í þessu sambandi afturhalds- söm aðgerð, sem leysir ekki áskoranir margra listamanna þegar til lengri tíma er litið. Tæknin er til staðar og mun bara þróast. Áskorunin liggur í samningsstöðu listamanna gagnvart framleiðslu og dreifingarfyrirtækjum, og eins og áður sagði, er þetta ekkert nýtt. Vandamálið er bara að í tilfelli Apple Music, Spoti- fy, YouTube, Facebook, o.s.frv. lyftist samningsaðstaðan um nokkur lög og því þurfa hagsmunasamtök að vinna saman þvert á landamæri. Sagan um Davíð og Golíat er ágæt til síns brúks, en einhvern veginn finnst mér Davíð hafa verið svolítið heppinn og hugsanlega er árangursríkara að láta risa kljást. Þetta sést ágætlega í málaferlum Evrópusambandsins og Google. Þetta sást einnig ágætlega í ágreiningi Apple Music og Taylor Swift (sem í þessu tilviki er enginn Davíð) og það er á þessum nótum sem slaginn ber að taka. ÞITT BESTA VAL Í LITUM HANNAH NOTAR LIT 3-65 PALETTE DELUXE NÚ MEÐ LÚXUS OLEO-GOLD ELIXIR GERÐU LIT AÐ LÚXUS FYRIR ALLT AÐ 30% MEIRI GLJÁ* NR. 1 Í EVRÓPU NÝTT Listin á tímum á stafrænnar afritunar Hvernig verður blómlegri menningarsköpun best viðhaldið á tímum internets og stafrænnar afritunar? Á undanförnum áratugum hefur stafræn tækni og internetið gjörbreytt neysluvenjum fólks á lista- og hugverkum og menn- ingarafurðum. Þessi fyrir bæri hafa gefið listamönnum margfalt breiðari vettvang og öflugri sjálfstæðar dreifingarleiðir, og neytendum meira framboð af efni en þá hefði getað órað fyrir. Vegna þess hversu auðvelt er að afrita afurðir og dreifa þeim um lendur internetsins hefur hins vegar gengið erfiðlega að finna leiðir til að tryggja framleiðendum efnis þá umbun sem þeir telja eðlilega fyrir starf sitt. Hagsmunaaðilar hafa beitt sér fyrir því að lög um höfundarrétt séu löguð að hinu nýja umhverfi eða að ríkisvaldið reyni að koma í veg fyrir ólöglega afritun, dreifingu og niður- hal á höfundarréttarvörðu efni. Það síðast nefnda virðist þó hægara sagt en gert. Ef koma á í veg fyrir slíkt virð- ist óhjákvæmilegt að stunda víðtækar persónunjósnir og eftirlit með net- notkun allra tölvunotenda. Umræð- an er oftar en ekki föst í förum þar sem er deilt um hvort höfundarréttur eða friðhelgi einkalífsins skuli vega þyngra. Í slíkum deilum er oftar en ekki skautað framhjá spurningunni sem þó ætti að vera miðlæg og alltaf til grundvallar: Hvernig getum við best viðhaldið blómlegri menningarsköp- un á tímum internets og stafrænnar afritunar? DV fékk fjóra einstaklinga sem hafa velt þessum málum fyrir sér út frá ólík- um forsend- um til að leiða umræðuna í frjósamari áttir. Hvernig getum við best viðhaldið blómlegri menn- ingarsköp- un á tímum internets og staf- rænnar afritunar? n Árangursríkast að láta risa kljást Bjarki Valtýsson, lektor í menningarfræði við Kaupmannahafnarháskóla Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.