Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 2
Vikublað 25.–27. október 20162 Fréttir
Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum
Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin
mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður.
Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is
FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS
Þjóðleg
sumarhús sem falla
einstaklega vel að
íslensku landslagi
Tekjurnar hrundu um
milljarða út af Rússum
n Velta Iceland Pelagic lækkaði um 9,6 milljarða í fyrra n „Verður áfram erfitt“
T
ekjur Iceland Pelagic, sölu-
fyrirtækis útgerðarfélaganna
Skinneyjar-Þinganess og Ísfé-
lags Vestmannaeyja, lækkuðu
um 9,6 milljarða króna í fyrra
miðað við árið á undan. Fyrirtækið
seldi þá sjávarafurðir fyrir 14,3 millj-
arða en samdráttinn má að miklu
leyti rekja til efnahagsmála í Rúss-
landi og viðskiptabannsins sem ráða-
menn þar settu á vörur frá Íslandi.
Iceland Pelagic var stærsti útflytj-
andi landsins á uppsjávartegundum
til Rússlands og Hermann Stefáns-
son, framkvæmdastjóri fyrirtækisins,
segir það hafa þurft að afskrifa „stórar
upphæðir“ vegna krafna þar í landi.
Vill hann ekki svara því hvort afskrift-
irnar hafi numið hundruðum eða
þúsundum milljóna.
„Við eigum enn kröfur eða erum
búnir að tapa þeim hvernig sem litið
er á það. Þegar fór að þrengja að efna-
hagsástandinu í Rússlandi töpuðum
við miklu og líklega mestu þar sem
við vorum stærstir. Ég get ekki sagt
hversu miklu, svona opinberlega, en
það voru stórar upphæðir,“ segir Her-
mann.
Kröfur og viðskiptabann
Iceland Pelagic hafði í árslok 2014
selt sjávarafurðir fyrir 23,8 milljarða
króna á árinu. Nokkrum vikum áður
en reikningsárinu lauk eða um miðj-
an desember var útlit fyrir að útflutn-
ingur á íslenskum sjávarafurðum til
Rússlands stöðvaðist vegna versn-
andi efnahagsástands þar í landi.
Óvissa var um framhaldið og hvort
fiskútflytjendur fengju greitt fyrir
vörur sem voru farnar frá landinu.
Þeir seldu þá mikið af uppsjávarfiski,
eins og makríl, síld og loðnu, til rúss-
neskra fyrirtækja en viðskiptin námu
alls sextán milljörðum króna árið
2013.
Hermann Stefánsson sagði í sam-
tali við Fréttablaðið í desember 2014
að rússnesk fyrirtæki skulduðu fisk-
útflytjendum á bilinu þrjá til fimm
milljarða króna fyrir fisk sem hafði
þá verið afhentur. Stærsti hluti við-
skiptanna hafi verið í opnum reikn-
ingi þar sem Rússarnir fengu vörur án
þess að búið væri að greiða fyrir þær.
Átta mánuðum síðar settu Rússar við-
skiptabann á íslenskar sjávarafurðir
sem er enn í gildi.
„Gengisbreytingar höfðu að ein-
hverju leyti áhrif í fyrra en að eðlilegu
leyti var það Rússlandsmarkaður sem
hafði áhrif og lægra verð á öllum af-
urðum. Svo vorum við með minna
magn sem skapast einnig að hluta til
út af Rússlandi. Þetta má því að miklu
leyti rekja til þess að við höfðum ekki
Rússlandsmarkað,“ segir Hermann.
Tapaði 174 milljónum
Sölufyrirtækið var rekið með 174
milljóna króna tapi í fyrra og nei-
kvæðri afkomu upp á 256 milljónir
árið á undan. Samkvæmt nýbirtum
ársreikningi var eigið fé þess, eign-
ir mínus skuldir, jákvætt um 95 millj-
ónir í árslok 2015. Skuldirnar námu
þá 3,6 milljörðum króna en 5,4 millj-
örðum árið á undan. Í árslok 2014
átti félagið viðskiptakröfur upp á 3,2
milljarða en þær námu ári síðar 1,9
milljörðum. Aðrar skammtímakröfur
lækkuðu úr 995 milljónum í 230 millj-
ónir.
„Eftir að Rússland lokaðist höfum
við verið að selja meira inn á Afríku
og Asíu og aðra markaði sem við seld-
um á fyrir þann tíma. Loðnan fer svo
í bræðslu því það er ekkert annað
í boði þar. Þetta verður áfram erfitt
og þá sérstaklega hvað snertir loðn-
una. Ef við fáum að veiða hana er lítill
markaður fyrir fiskinn og eiginlega
bara Úkraína. Megnið af framleiðsl-
unni undanfarinn áratug hefur farið
á Rússland og það er enginn annar
markaður þar en mjöl og lýsi. Iceland
Pelagic selur ekki mjöl og lýsi og það
sést því ekki í tölunum okkar.“ n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Makríll og loðna Iceland Pelagic var stærsti útflytjandi landsins á sjávarafurðum til Rússlands og hefur tapað miklu vegna efnahagsá-
standsins þar í landi og viðskiptabannsins sem var sett á Ísland í ágúst 2015.
Eigandinn Ísfélag Vestmannaeyja á
helmingshlut á móti Skinney-Þinganesi í
Iceland Pelagic. Guðbjörg Matthíasdóttir,
útgerðarkona í Vestmannaeyjum, er eigandi
Ísfélagsins.
Framkvæmdastjórinn Hermann
Stefánsson.
„Þetta má því að miklu
leyti rekja til þess að við
höfðum ekki Rússlandsmarkað
K
onur streymdu í gær, mánu-
dag, niður á Austurvöll í til-
efni af Kvennafrídeginum
2016. Þar fór fram, líkt og víð-
ar um landið, samstöðufundur en
dagurinn var upphaflega haldinn 24.
október 1975.
Konur lögðu niður vinnu klukkan
14.38 til að krefjast kjarajafnréttis en
41 ár var þá liðið frá Kvennafrídeg-
inum árið 1975. Um fimm þúsund
konur höfðu boðað komu sína á við-
burðasíðu Kvennafrídagsins á Face-
book en kröfur samstöðufundarins
voru einnig að fæðingarorlofskerfið
yrði bætt og að ofbeldi gegn konum
yrði upprætt. n
haraldur@dv.is
Vel sóttur samstöðufundur á Austurvelli
KRöfðusT
KjaRajafnRéTTIs
Myndir KrisTinn MaGnússon