Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 28
Vikublað 25.–27. október 201620 Menning L andið þitt er ekki til. Þjóðfán- inn, þjóðbúningurinn, þjóð- söngurinn, allt eru þetta tákn sem notuð eru til að gefa fólki tilfinningu fyrir einhverju sem kallað er þjóðríki eða föðurland, skálduðu fyrirbæri sem á sér einung- is tilvist í sameiginlegri meðvitund hóps. Stjórnarskrá, landslög og landa- mæri eru manngerðir strúktúrar sem hafa áhrif á hvernig fólk hagar sér, en aðeins vegna þess að hópurinn trú- ir því að þessi félagslegu fyrirbæri séu til. Þegar efnislegi veruleikinn er skoðaður ofan í kjölinn er hins vegar augljóst að landið þitt, þjóðin þín, landamærin og lögin þín eru ekki til. Þetta er leiðarstef tónverks eftir Karólínu Eiríksdóttur sem hún vann í samstarfi við myndlistarfólkið Ólaf Ólafsson og Libiu Castro, en verkið verður sungið víðs vegar um Kópa- voginn í vikunni. Landið þitt er ekki til var upphaflega samið árið 2008 og var hluti af framlagi Ólafs og Libiu til Feneyjatvíæringsins, en verður flutt í nýrri mynd við opnun Cycle-listahá- tíðarinnar á fimmtudag. Úr feneyskum gondól í „kópa- vogskan“ leigubíl Karólína, Ólafur og Libia hafa unnið saman að nokkrum verkum á undan- förnum árum. Fyrst unnu þau að tón- verki byggðu á Stjórnarskrá Lýðveld- isins Íslands, en það var frumflutt átta mánuðum fyrir hrun bankakerfisins árið 2008. Seinna gerði Karólína tón- list við vídeóverkið The Caregivers sem fjallar um réttindalausar austur- evrópskar konur í umönnunarstörf- um á Ítalíu. Landið þitt er ekki til var þriðja samstarfsverkefni þríeykisins. „Landið þitt er ekki til er verk sem Ólafur og Libia hafa verið vinna að í mörg ár og í mörgum mismunandi formum. Þetta hafa til dæmis verið neonskilti, slagorð máluð á húsveggi, og sendiherra Íslands í Þýskalandi hefur jafnvel málað það eftir fyrirmæl- um. Árið 2011 höfðu því safnast alls konar textar úr sýningum og frá hin- um og þessum sýningarstjórum. Úr þessu unnu Ólafur og Libia svo sam- felldan texta á nokkrum tungumálum. Þau fengu mig til að gera tónlist við textann og þegar þau voru fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum 2011 var verkið svo flutt. Ásgerður Júníus- dóttir messósópran- söngkona og tveir ítalskir hljóðfæraleikarar, gítar- og trompetleikari, sigldu um borgina á gondól og fluttu verkið. Það bergmál- aði milli húsveggjanna og í síkjunum. Þá var líka unnið vídeóverk sem var svo sýnt í skálanum – en verkið hefur svo verið sýnt víða um heim, enda eru þau mjög eftirsóttir mynd- listarmenn.“ Verður opnunarverkið á Cycle-listahátíðinni á fimmtudag þá einhvers konar framhald af verkinu í Feneyj- um? „Núna á að taka þetta sama tón- verk aftur upp. Ásgerður mun syngja aftur, Páll Eyjólfsson spilar á gítar og Einar Jónsson á trompet. Þau munu aka í leigubíl á milli staða og stofn- ana í Kópavogi á miðvikudag og flytja verkið hér og þar í Kópavogi, mig minnir að þetta séu um það bil 17 mínútur. Ég veit ekki hvaða stofnanir þetta verða en það verða eflaust ein- hverjir hissa á skrifstofunni á mið- vikudaginn. Á opnuninni á Cycle á fimmtudag verður verkið svo aftur flutt í heild sinni. Þetta er því sama tónlistin en allt önnur umgjörð og nýtt vídeó tekið upp. En það að verk sé flutt svona úti undir berum himni og í almannarýminu gefur því svolítið aðra merkingu.“ Feneyjar og Kópavogur eru afskap- lega ólík svæði – það hlýtur að vera allt annars konar hljóðmynd á síkjun- um í Feneyjum en við umferðar götu í Hamraborginni! „Já, svo verður örugglega rok og rigning,“ segir Karólína og hlær. Alþjóðlegt ákall Hvaða hugmyndir liggja að baki verk- inu af þinni hálfu? „Þegar maður fær texta byrjar maður oft á því að greina formið á textanum og svo fylgir maður honum – eða gerir eitthvað þveröfugt. Í þessi tilviki er það form textans sem ræð- ur því hvernig músíkin er brotin upp. Textinn er á mörgum tungumálum og það er ákveðið stef eða kall sem er endurtekið við og við – skilaboð frá Ólafi og Libiu – og svo kaflar þar á milli sem fjalla um afmarkaða hluti. Þetta er því svolítið kaflaskipt verk. Ég fór ekki út í það að finna þjóðlög frá þessum löndum sem textarnir koma frá eða eitthvað svoleiðis og að því leytinu til er þetta alþjóðlegt – enda verk Ólafs og Libiu alþjóðlegt ákall!“ Hefur erindi þessa ákalls við um- hverfið eitthvað breyst á þessum fimm árum frá síðasta flutningi? „Þetta er náttúrlega sígilt efni og átti vel við árið 2011, það voru stríð og landlaust fólk, flóttamenn og hælis leitendur. Í dag er erindið þó að minnsta kosti ekki minna en það var fyrir fimm árum – en þetta er því mið- ur ástand sem er ekki nýtt af nálinni.“ Finnst þér tónlistin almennt hafa tækin til að takast á við svona póli- tísk efni? „Auðvitað hefur hún það. Megnið af þeirri tónlist sem er skrifuð, að minnsta kosti án texta, er hins vegar abstrakt – hljóðfæratónlist er það í eðli sínu. Þegar tón- skáld skrifa fyrir sinfóníu eða verk fyrir kammersveit eða einleikara þá er yfirleitt ekki pólitískur boðskapur í því. Tónlistin þarf því oft samstarf við aðrar listgreinar til að koma einhverjum boðskap á framfæri – það skemmir að minnsta kosti ekki.“ Óljóðræn stjórnarskrá Talandi um pólitík. Í að- draganda kosninganna sem fara fram um næstu helgi hefur svolítið verið rætt um stjórnarskrána, en þú ert kannski sú manneskja sem hefur velt þessu plaggi fyrir þér á hvað óvenjulegastan hátt; sem texta fyrir tónverk. Fékkst þú einhverja nýja sýn á stjórnarskrána með því að nálgast hana á þennan listræna, eða fagur- fræðilega hátt? „Eins og margir Íslendingar hafði ég ekki mikið pælt í stjórnarskránni áður en kynntist henni vel þegar ég lá yfir henni. Maður uppgötvaði ýmis- legt, til dæmis – eins og kom svo vel fram í síðustu forsetakosningum – að þótt 28 greinar af rúmlega 80 fjalli um forsetaembættið er greinilegt að það veit enginn hvernig forsetaembættið á að vera. Maður sá að þetta plagg er barn síns tíma, 19. aldar plagg. Þótt það hafi náttúrlega verið gerðar ein- hverjar endurbætur – ég geri ekki lítið úr því – þá er þetta í grunninn danska stjórnarskráin þar sem orðinu kóngur hefur bara verið skipt út fyrir orðið forseti. Þetta var náttúrlega svolítið absúrd verkefni. Maður hefur samið tónlist við texta eftir mörg bestu ljóð- skáld landsins: Sjón, Hannes Péturs- son, Þorstein frá Hamri og Steinunni Sigurðardóttur, en þetta er sko alls ekki ljóðrænn texti! Það að hann sé svona þurr gefur manni hins vegar færi á að túlka hann meira en ljóð- rænni texta. Það hefði verið hægt að setja hvaða stemningu sem er í kafl- ann um Alþingi eða dómarana. Það er ekkert ljóðrænt í textanum sem kallar á ákveðna tegund tónlistar.“ Ert þú búin að skoða tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá? „Ég hef aðeins lagst yfir þær – en samt ekki jafn vel og gömlu stjórnar- skrána.“ Væri hægt að semja gott tónverk upp úr þeim? „Það er hægt að semja tónlist við allt. Tónlistin sem að ég gerði við Care- givers er til dæmis unnin upp úr blaða- grein. Það er hægt að gera hvað sem er.“ Landið þitt er ekki til verður flutt við opnun Cycle Music and Art Festi- val í Gerðarsafni fimmtudaginn 27. október, klukkan 18.00. n Lögin þín eru ekki til n Karólína semur tónverk um lönd sem eru ekki til n Opnar Cycle festival ásamt Ólafi og Libiu Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Karólína Eiríksdóttir Tónskáld n Fædd árið 1951 n Lærði tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og University of Michigan. n Hefur samið fjölda tónsmíða sem hafa verið fluttar víða um heim; hljómsveitar­ verk, óperur, kammer­, einleiks­ og söngverk, verk fyrir kóra og tölvu/rafverk. n Ópera hennar MagnusMaria hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarviðburður ársins 2015 og er tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norður landaráðs 2016. „ Það er hægt að semja tónlist við allt Samvinna þvert á form Ólafur Ólafsson og Libia Castro fengu Karólínu til að semja tónverk við texta sem þau höfðu unnið upp úr ýmissi umfjöllun um Landið þitt er ekki til. Mynd E WilSon landið þitt er ekki til, 2012 Neon g raffití á framhlið Listasafns Íslands. Verkið er í eigu Listasaf ns Íslands. Verkið er hluti af samnefndu verkefni/herferð listam annanna sem hófst árið 2003 og stendur enn yfir. Mynd libiA CAStro & ÓlAfur ÓlAfSSon M y n d K r iS ti n n M A G n Ú SS o n í alla bíla Varahlutir Við einföldum líf bíleigandans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.