Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 25.–27. október 2016 Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook 8 Fréttir U mhverfisstofnun gerði í haust fjórar nýjar athugasemdir við starf- semi málmendurvinnsl- unnar GMR á Grundar- tanga en fyrirtækið sætir auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Eftirlitsskoðun hafði þá leitt í ljós að framleiðslu- úrgangur var ekki varinn fyrir regni og að kvartanir vegna starfseminn- ar hefðu ekki verið skráðar. Stofn- unin hefur skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi GMR síðan verksmiðja fyrirtækisins var gang- sett árið 2013 og fór að endurvinna brotamálma frá íslensku álverun- um. „Betur má ef duga skal“ Starfsmenn Umhverfisstofnunar fóru í eftirlitsskoðun um lóð GMR um miðjan ágúst síðastliðinn. Niðurstöður hennar voru birtar í skýrslu í byrjun október. Samkvæmt þeim komu ekki fram ný frávik frá starfsleyfi en þá var unnið að eldri frávikum sem varða meðal annars hreinsun lóðar milli GMR og Kratus ehf. sem er nú að mestu lokið. Bent var á að ráðstafa þarf framleiðslu- úrgangi verksmiðjunnar í viður- kennda förgunarleið eða til endur- vinnslu en þegar eftirlitið fór fram var hann fluttur til bráðabirgða í urðun Sorpu. Þá var ekki búið að malbika lóðina eða girða hana af en stefnt var að því í byrjun október. Athugasemdirnar fjórar sem voru gerðar teljast ekki frávik held- ur vekur Umhverfisstofnun athygli á þeim í þágu heilsuverndar, um- hverfisverndar og öryggis. Eins og áður segir var framleiðsluúrgang- ur ekki varinn fyrir regni og því ekki hægt að hindra að mengunarefni bærust í jarðveg og fráveituvatn. Bæta þurfti skráningar á kvörtunum í rekstrarhandbók og kom fram að þær sem bárust símleiðis hefðu ekki verið skráðar. Þá voru úrgangsolíu- tankar utan við planið þar sem frá- rennsli er leitt í olíuskilju og gámur með flokkuðu efni ranglega merkt- ur. Samkvæmt upplýsingum frá fyrir tækinu hafði hann verið tæmd- ur þegar skýrslan var birt. Umhverfisstofnun ítrekaði einnig að gera þurfi betur grein fyrir mögu- legum áhrifum af bræðslu straum- teina með kopar á útblástur verk- smiðjunnar. Fór stofnunin fram á að vísað yrði í heimildir um að hve miklu leyti þetta aukna koparmagn kæmi til með að skila sér í útblæstri eða að sérstök útblástursmæling yrði framkvæmd. „Búið er að hreinsa mikið til um- hverfis verksmiðjuna en betur má ef duga skal,“ segir í skýrslunni og bent á að framleiðsluúrgangur, brotin raf- skaut úr íslenskum álverum, séu geymd á lóðinni. Lóðirnar hlið við hlið Í eftirlitsskýrslunni kemur einnig fram að starfsmenn GMR hefðu bætt skráningar og eftirlit með afsogsbún- aði og að tvær ábendingar um reyk frá verksmiðjunni hefðu ekki átt við rök að styðjast. Rekstraraðili hef- ur leitað leiða til að flytja síuryk til endurvinnslu erlendis en áætlað er að um 128 tonn af síuryki séu geymd í sekkjum á lóðinni. DV fjallaði í júní síðastliðnum um ákvörðun Umhverfisstofnunar um að gefa forsvarsmönnum Kratus lengri frest til að koma 530 tonnum af spilliefnunum síuryki og fínryki, af lóð fyrirtækisins á Grundartanga. Kratus vinnur ál úr álgjalli og hefur verið krafið um fjölmargar úrbætur síðustu þrjú ár og verið hótað dag- sektum. Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri Kratus, lofaði þá úrbótum í samtali við DV og benti á að Umhverfisstofnun hefði þá nýver- ið samþykkt úrbótaáætlun fyrirtæk- isins og frestað álagningu dagsekta. Kratus er í eigu Stefáns Arnars Þórissonar, Eyþórs Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks, og Arthurs Garðars Guðmundssonar. Þeir eru einnig hluthafar í GMR Endurvinnslu. Ekki náðist í Daða Jóhannesson, fram- kvæmdastjóra GMR, við vinnslu fréttarinnar. n Málmbræðsla krafin um úrbætur á verksmiðjulóð Fleiri athugasemdir við starfsemi GMR Endurvinnslu Lóðin Hreinsun lóðar milli GMR Endurvinnslunnar og Kratus ehf. er að mestu lokið af hálfu GMR. Mynd Sigtryggur Ari Hluthafi Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrr- verandi oddviti sjálfstæðismanna í Árborg, á hlut í bæði Kratus og GMR. Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.