Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 25.–27. október 2016 Fréttir 11 Allt fyrir raftækni Yfir 500.000 vörunúmer Miðbæjarradíó ehf. - Ármúla 17, Reykjavík - www.mbr.is - S: 552-8636 Sími: 562 5900 www.fotomax.is Yfirfærum yfir 30 gerðir myndbanda, slides og fleira Björgum minningum Persónulegar gjafir við öll tækifæri Allt til að merkja vinnustaðinn Gift en má ekki koma til Íslands í 30 ár n Giftu sig í fangelsi n Hjálpaði lögreglunni en græðir ekkert n Sögð hafa strokið af Kvíabryggju n Fær ekki að koma til Íslands í 30 ár Í úrskurði Útlendingastofnunar segir: „Hinn 30. ágúst 2016 barst Útlendingastofnun greinargerð þar sem fram kom að Mirjam Van Twuijever féllist á brottvísun en mótmælti hugsanlegu endurkomubanni. Fyrr á þessu ári hefði hún gengið í hjúskap með íslenskum manni og hyggjast þau flytja bú- ferlum erlendis þegar afplánun hennar lýkur. Yrði það því afar viðurhlutamikið ef henni væri meinað að heimsækja heimaland mannsins síns í nánustu framtíð […] Í umræddu sakamáli hafi Mirjam lýst yfir mikilli iðrun á verknaði sínum auk þess sem hún vann með lögregluyfirvöldum að því að upplýsa málið […] Innflutningur á fíkniefnum er brot sem beinist gegn almannahagsmunum enda hefur fíkniefnaneysla og vandamál henni tengd afar skaðleg áhrif á samfélagið og er álitin raunveruleg ógn við heilsu fólks á Íslandi […] Um er að ræða innflutning á miklu magni af sterkum og hættulegum fíkniefnum […] Það er því mat Útlendingastofnunar að til staðar séu nægilega alvarlegar ástæður fyrir brottvísun með skírskotun til almannaöryggis. […] Líkt og kom fram í greinargerð er Mirjam gift íslenskum manni sem hún kynntist í afplánun. Að öðru leyti hefur hún ekki myndað nein tengsl við landið og hefur aldrei búið á landinu. Með hliðsjón af alvarleika brots hennar álítur Útlendingastofnun almannahagsmuni vega þyngra en hagsmuni hennar af því að verða ekki brottvísað. […] Mat Útlendingastofnunar að heimilt og skylt sé að brottvísa Mirjam frá Íslandi og ekkert í gögnum málsins komi í veg fyrir að svo sé ákvarðað. Endurkomubann hefst þegar Mirjam fer frá Íslandi.“ fangaverðirnir á Akureyri eru svo miklar manneskjur.“ Refsingar Tæplega sex mánuðir eru síðan Mirjam var flutt úr opnu úrræði í lokað. Hún hefur sótt um að komast í opið úrræði aftur. Brjóti fangi af sér í opnu úrræði fær hann oft ekki tæki- færi til að komast í slíkt aftur eða þarf að bíða í allt að sex mánuði. Mirjam var hafnað um opið úrræði á Sogni. Í úrskurði Fangelsismálastofnunar frá 21. september segir: Stofnunni hefur borist bréf frá Ingi- björgu Þórðardóttur félagsráðgjafa þar sem fram kemur að það sé þér þungbært að vera lokuð í fangelsi með litlar sem engar aðstæður til útivistar eins og fangelsinu á Akureyri. Þú sýn- ir einkenni áfallastreituröskunar og mikilvægt sé fyrir þig að skoðað verði að þú farir aftur í opið fangelsi. Fangelsismálastofnun ákvað að synja Mirjam um flutning. Við það eru hjónin ósátt. „Piltur sem strauk af Kvíabryggju í fyrra og endaði á Þingvöllum, braust inn í stroki og stal verkfærum og bíl. Hann var kominn í opið úrræði á Sogni aftur eftir þrjá mánuði. Útskýr- ingin var að hann væri svo ungur og væri í neyslu og þeir vildu ekki hafa hann á Hrauninu. Mirjam er ekki nægilega ung og svo er hún edrú. Vegna þess virðist ekki vera hægt að hjálpa henni.“ Kvíðir framtíðinni Þau hjónin kvíða nokkuð framtíðinni. Mirjam getur ekki farið til Hollands. Þá verður henni „stútað“, eins og Tómas orðar það kalt. Þá verður henni vísað úr landi og má ekki koma til Íslands næstu þrjátíu árin. Hún er því landreka, og á hvergi heimaland. „Við höfum verið að slást við að koma henni suður. Hún á tvö börn sem hún hefur ekki séð frá því að hún fór í fangelsi. Í raun galið ferða- lag að koma frá Hollandi og fara norður til að hitta móður sína í fjóra tíma. Það væri allavega auðveldara ef hún væri komin suður og erum við að vonast til að ná því fyrir jól en þá gæti stelpan mögulega heim- sótt móður sína, annars væri það ekki fyrr en í vor, þar sem stelpan er í skóla.“ Tjáir sig „Mér datt ekki í hug að ég væri svona hættuleg,“ segir Mirjam í samtali við DV. „Ég lét lögregluna fá allt á silfur- fati. Eitt sem ég lærði af þessu, þú græðir ekkert á því að vinna með lögreglunni. Ég gaf þeim allt, en þeir klúðruðu öllu og ég borga fyrir það.“ Þá segir hún að reynt hafi verið að koma henni til Hollands til að klára eftirstöðvar dómsins þar. Hún hafi sótt um það fyrst til að byrja með en dregið þá umsókn til baka. „Eitt af skilyrðunum þegar hún hjálpaði lögreglunni var að það yrði ekki reynt að koma henni í afplánun í Hollandi. Henni yrði bara stútað þar. Þeir eru ítrekað búnir að reyna að koma henni til Hollands,“ segir Tómas og bætir við að lögreglan hafi mætt með pappíra í klefann til að biðja hana að skrifa undir flutnings- beiðni. „Lögreglan lofaði því að hún yrði ekki send til Hollands og hún fengi svona fjögurra ára dóm ef hún hjálpaði þeim. Svo fékk hún ellefu ár. Það er bara verið að segja burðardýrum með þessu að hjálpa ekki lögreglunni.“ Vísað úr landi „Ég veit að það sem ég gerði var rangt,“ segir Mirjam. „Ég lærði eitt af þessu. Ekki hjálpa lögreglunni. Það vita allir á því svæði sem ég kem frá hvað gerðist og að ég talaði. Ég gæti verið í lífshættu ef ég fer þangað.“ Mirjam hefur fengið staðfestingu á að hún muni sitja af sér helming dómsins. Þegar henni verður sleppt út verður henni vísað úr landi. Um það hefur Útlendingastofnun úr- skurðað. „Við gerðum ráð fyrir endur- komubanni upp á fimm til tíu ár,“ segir Tómas. „Við bjuggumst ekki við að fá bréf upp á 30 ár. Hvert för- um við þá? Hún getur ekki farið til Hollands,“ segir Tómas. „Dóttir hennar þarf reglulega að láta vita af sér, vegna þess að mamma henn- ar hjálpaði lögreglunni hér. Þangað vilja þeir senda hana í fangelsi þar sem ekkert mál er að ná til hennar. Þetta höfum við bent á allan tím- ann. Það er illa farið með konuna mína sem hefur frá fyrsta degi reynt að hjálpa til og sér mikið eftir því sem hún hefur gert. Okkur dreym- ir um hamingjusamt líf saman, að við getum farið frá Íslandi og kom- ið hingað aftur þegar við höfum tekið út okkar refsingu og gerst gildir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Þú gerir fólk ekki betra með þessari framkomu. Þú betrar engan með þessari framkomu.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.